Í Flóanum

15.01.2014 07:51

Sveitarstjórnarkosningar

Það verður kosið til sveitarstjórna hér  á landi í vor. Nánar tiltekið laugardaginn 31. maí n.k. Það er því eðlilegt að almenningur þessa lands velti nú fyrir sér rekstri síns sveitarfélags og hvaða áherslur fólk vill sjá í meðferð skatttekna á næsta kjörtímabili. 

Síðast liðin átta ár hef ég verið oddviti sveitarstjórnar Flóahrepps. Þessi tími hefur verið í senn áhugaverður, lærdómsríkur, krefjandi og í aðalatriðum skemmtilegur. Það var ekki mikill aðdragandi að því í upphafi að ég gaf kost á mér í þetta. Fyrirfram hafði ég engan ásetnig að feta þessa slóð en í dag sé ég ekki eftir einni mínútu sem í þetta starf hefur farið frá vorinu 2006

Ég hef nú fyrir nokkrum vikum síðan upplýst félaga mína sem stóðu að framboði R listans vorið 2010 að ég ætli ekki að gefa kost á mér til endurkjörs í vor. Fyrir því eru nokkrar ástæður sem ég hugsanlega geri hér grein fyrir síðar. 

Nú er mikilvægt, eins og alltaf þegar kosningar eru, að íbúar í sveitarfélaginu íhugi vel hvaða menn og málefni eigi að leggja áherslu á aðdraganda kosninganna. Mér finnst nauðsynlegt að fram komi einhver framboð með skýra stefnu og samhent lið til að takast á við verkefnið næsta kjörtímabil. 




Flettingar í dag: 142
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 94
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 131318
Samtals gestir: 24050
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 14:14:55
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar