Í Flóanum

31.01.2014 21:17

Hóflegar verðhækkanir..... eða þannig.

Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að reyna að stemma stigu við verðbólgunni. Flestir átta sig á því að ef einhver árangur á að nást í að auka almennan kaupmátt í landinu er það lykilatriði að verðlag fari ekki úr böndum.

Herferð er í gangi þar sem fyrirtæki, ríki og sveitarfélög eru hvött til að halda aftur af sér í verðlagshækkunum. Ýmsir hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að hækka verð á sinni vöru eða þjónustu.eða allavega minna en þeir voru búnir að hugsa sér að gera.

RARIK sem er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins hækkaði gjaldskrá sína um síðustu áramót. Eins og fram kom í fréttatilkynningu fyrirtækisins nam hækkunin rúmun 2% að meðaltali. Þetta þykir nú kannski vera hófleg hækkun og innan "verðbógumarkmiða seðlabankans". emoticon

En ef að maður skoðar málið aðeins betur kemur í ljós að það eru ekki allir viðskipitavinir fyrirtækisins sem þurfa að greiða þessa hækkun. Stór hluti viðskiptamanna greiða alls enga hækkun. Þess í stað eru það eingöngu þeir sem í dreyfbýli búa sem taka á sig alla þess hækkun. Þeir þurfa því að taka á sig 4,5% hækkun sem er rúmlega tvöfaöld meiri hækkun er umrædd "verðbógumarkmið". emoticon

Ég hef nú stundum hér á síðunni bísnast yfir því hvernig þessum dreyfingakostnaði raforku er hér fyrirkomið. Raforkuverðið () og Varmadælur og rafmagnsreikningurinn ()

Þessi gríðalegi munir á raforkuverði á milli svæða í landinu stendur orðið allri búsetuþróun og atvinnuuppbyggingu í dreyfbýli fyrir þrifum. 


Flettingar í dag: 149
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 127088
Samtals gestir: 22948
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 11:53:21
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar