Í Flóanum

04.04.2014 07:49

Ársreikningur 2013

Ársreikningur Flóahrepps fyrir árið 2013, ásamt endurskoðunnarskýrslu KPMG, var lagður fram til fyrri umræðu á sveitarstjórnarfundi í vikunni. Niðurstaða rekstrar var nokkuð jákvæðari en áætlun gerði ráð fyrir eða tæpar 12 millj. kr. í plús.

Þar munar mestu að skatttekjur voru tæpum 40 millj. kr. meiri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þessi hækkun á skatttekjum kom aðallega í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Fjárhagsáætlun með þeim viðaukum sem gerðir voru á síðasta ári gerði ráð fyrir rúmlega 12 millj. kr. halla á rekstri sveitarfélagsins.

Sem fyrr þá kom stór hluti tekna Flóahrepps í gegnum jöfnunnarsjóðinn. Þetta hlutfall hefur samt minnkað á undanförnum árum um leið og hlutur útsvars og fasteignaskatts hefur aukist í heildarekjum sveitarfélagsins.

Í næstu viku, nánar tiltekið á miðv.kvöldið 9. apríl, verður íbúafundur hér í sveit. Fundurinn verður í Þingborg og hefst kl. 20:30. Þar mun ég m.a. kynna niðurstöður úr ársreikningi sveitarfélagsins.  

Annars er mér boðið á árshátíð í dag. 1. til 7 bekkur Flóaskóla heldur árshátíð sína í dag. Hún Aldís Tanja sonardóttir mín og nemandi í 3. bekk trúði mér fyrir því að það yrði rokkað feitt á þessari árshátíð. Ég hlakka bara til.  emoticon



Flettingar í dag: 57
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 250
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 130629
Samtals gestir: 23855
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 12:26:22
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar