Í Flóanum

14.04.2014 07:56

Hestafjör

Hún var stórglæsileg sýningin sem Æskulýðsnefnd Hestamannfélagsins Sleipnis var með í reiðhöllinni á Selfossi í gær. Það er til fyrirmyndar þegar hestamannfélög, sem og önnur íþróttafélög, leggja rækt við æskulýðsstarfið. 

Það gefur starfsemi félaganna margfalt gildi og þeir aðilar sem standa að æskulýðsstarfi, í hvaða félagi sem er, eiga mikið hrós skiliið. Hjá Sleipni er starfandi virk æskulýðsnefnd sem heldur uppi gríðalega öflugri starfsemi. 

Stór hópur barna og ungmenna hefur verið á námskeiðum hjá félaginu í vetur. Í gær var svo hestasýningin "Hestafjör 2014" þar sem sýningahópar frá félaginu sýndu ásamt ýmsum gestum.




Meðal gesta var fimleikaflokkur frá Hvammstanga sem sýndi listir sínar



Systkinin Kolbrún Katla og Hjalti Geir í Lyngholti voru einnig meðal þátttakenda. Hér fer Hjalti ríðandi á Undra fremstur í sínum sýningaflokki í gerfi " Zorró"

Kolbrún tók þátt í fánareið við setningu sýningarinnar.

Flettingar í dag: 24
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 126963
Samtals gestir: 22938
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 01:47:50
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar