Í Flóanum

21.04.2014 07:58

Uppskerubrestur og vöruskortur.

Í búskap er það bæði gömul saga og ný að það er ekki á vísan að róa með afkomuna. Það eru ýmist góðæri eða hallæri eða eitthvað þar á milli og þannig hefur það verið allt frá örófi alda.

Ég hef heyrt, að í gamalli bók hafi verið sagt frá því að einhver ráðunautur hafi ráðlagt það, að í góðæri væri hyggilegst að safna í hlöður og korngeymslur. Það myndi bara koma sér vel síðar þegar illa árar. Þeir sem tileinkuðu sér þessar leiðbeiningar, farnaðist mun betur þegar sjö hallæri komu í röð á eftir sjö ára góðæri. emoticon

Hér á bæ höfum við stundað svolitla kornrækt undanfarin ár. Byggið höfum við notað til fóðurs í mjólkurkýrnar og í nautaeldi síðustu vikur fyrir slátrun. Þetta hefur gengið þokkalega flest ár, misjafnlega þó

Þar sem verð fyrir umframmjólk hefur til skamms tíma ekki staðið undir miklum kostnaði höfum við í nokkur ár ekkert annað kjarnfóður keypt í kýrnar. Þær hafa eingöngu verið fóðraðar á heyi og heimaræktuðu byggi.

Nú er öldin önnur. Uppskerubrestur var í korninu s.l.haust og sú uppskera sem náðist aðeins brot af uppskeru síðustu ára.  (Svanasöngur..... ()) Á sama tíma gerist það að það vantar mjólk á markað (Meira smjör! ()) og fullu afurðarstöðvarverði er heitið fyrir alla mjólk sem lögð er inn, hvort sem hún er innan greiðlumarks eða umframmjólk.

Þetta hefur kallað á ný vinnubrögð og framkvæmdir hér á bæ. Í vetur settum við upp fóðursíló hér við fjósvegginn og frá því á þorra höfum við verið að kaupa kjarnfóður. Þá var bygguppskera haustsins uppurin. 



Í framhaldi af því settum við svo upp sjálfvirka kjarnfóðurbása í fjósið og hafa þeir nú verið teknir í notkunn.



Það kemur svo í ljós seinna hvenær þessar framkvæmdir og hvort þessi kjarnfóðurkaup eiga eftir að borga sig. emoticon  

Flettingar í dag: 91
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 53
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 131173
Samtals gestir: 23998
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 22:55:03
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar