Í Flóanum

15.05.2014 23:32

15. maí

Fyrir 35 árum eða 15. maí 1979 túlofuðum við Kolbrún okkur. Við vorum þá bæði nýútskrifuð sem búfræðingar frá Hvanneyri og vorum full bjartsýni og tilhlökkunnar að takast á víð framtíðina. Hún átján og ég tvítugur.

Það truflaði okkur ekkert að vorið var kalt og snjóalög voru enn þónokkur eftir snjóþungan vetur. Við röltum í slidduhraglanda norður fyrir bæinn og settum upp hringana. Nokkrum vikum seinna tókum við svo grunn að íbúðarhúsinu, sem við búum í í dag,( Húsabætur () og "Fyrir og eftir" myndir () ) á þessum sama stað. Það var svo þrem árum seinna eða 15. maí 1982 sem við fluttum í húsið. 

En það var 10 árum áður eða 15. maí 1969 sem ég flutti í Flóann með foreldrum mínum og systkinum.. Það var líka með eindæmum kalt vor og í kjölfarið fylgdi eitt versta rosasumar sem um getur. Það var nú samt alls ekki til þess að begja foreldra mína. Þau tókust einharðlega á við verkefnið að reka búskap í Flóanum og ég held að þau hafi aldrei séð eftir því. 

Afi minn, Þórarinn Auðunsson ( Safn heimilda um æfi og störf Þórarins Auðunssonar ), fæddist 15 maí 1892. Honum kynntist ég reyndar aldrei því hann féll frá rúmelga einu og hálfu ári áður enn ég fæddist. 

Pabbi ( Sveinn Þórarinsson f. 6. sept. 1931 d. 11. nóv 2013 (langi) () ), sem m.a. var umhugað um að halda minningu föður síns á lofti, hélt alltaf upp á daginn 15. maí. Hann flaggaði alltaf á þessum degi og fannst það vel við hæfi að nota þennan dag til að gera sér dagamun eða til einhverskonar tímamóta.

Það var því vel viðeigandi að nú í kvöld komum við nokkur af hans nánasta fólki saman  í kirkjugarðinum í Villingaholti og gengum frá duftkeri með síðustu jarðneskum leyfum hans í sérstökum duftkersreit í garðinum. 





 
Flettingar í dag: 130
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 250
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 130702
Samtals gestir: 23876
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 23:05:52
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar