Í Flóanum

10.07.2014 07:40

Þúfa

Það var í júní 2002. Við Kolbrún vorum í ferðalagi austur á landi. Þá fréttum við að suður í Flóa væri verið að taka á móti merum í graðhestagirðingunni í Yrpholti. Stóðhesturinn var Piltur frá Sperli.

Kolbrún átti gráa hryssu (Þotu).Hún var ágætis reiðhross en hafði undanfarin  ár ekki verið járnuð. Hestamenskan var í algeru lágmarki á bænum um þetta leiti. Ekki virtist vera tími til þess að stunda útreiðar en alltaf voru samt áform um að breyta því.

En þar sem merin var ekki í notkunn var nú ágætt tækifæri að fá undan henni. Hugmyndin var að ef vel tækist til að gefa henni Kolbrúnu Kötlu folald. Hún var okkar eina barnabarn á þessum tíma.

Það varð því úr, þar sem við vorum þarna fyrir austan, að Kolbrún hringir í Sigmar ( sem þá var unglingurinn sem skilinn var eftir heima með búskapinn á meðan vð vorum á ferðalagi ) og spyr hann hvort hann geti sóttt merina og komið henni undir hest. Sigmar tók verkið snarlega að sér.




Vorið eftir fæðist brúnt merfolald. Hún var skírð "Þúfa" og Kolbrún Katla eignaðist hana. Þúfa óx og dafnaði hér í haganum. Hestamennska var nú kannski ekki efst á dagskrá hjá fjölskyldunni í Lyngholti á þessum árum en alltaf var fylgst með uppvextinum hjá þúfu.

Þegar hún svo var kominn á tamningaaldur þótti ekki annað tilhlýðilegt en að koma henni í tamningu. Fljótlega kom í ljós að hér var um að ræða afskaplega skemmtilegt reiðhross. Bæði ég og Jón í Lyngholti (pabbi Kolbr.Kötlu) fórum nú að fara á hestbak. 

Þetta varð alltaf skemmtilegra og skemmtilegra eftir  því sem við fórum oftar. Gamlir reiðhestar og minna tamin hross voru nú dregin fram og járnuð. Nú var farið að stunda útreiðar stýft.



Þúfa stóð alltaf fyrir sínu. Hún var öllum meðfærileg en ósérhlýfin og viljug. Kolbrún Katla var ekki orðin gömul þegar hún fór að fara á bak henni. Jafnvel stundum berbakt í hestagirðingunni. Barnabörnunum okkar fjölgaði og hestamennskan var nú orðin hluti af lífsmunstrinu bæði hér á bæ og í Lyngholti.





Hrossunum fjölgaði einnig og nú er í Lyngholti álitlegur fjöldi reiðhesta og nokkur efnileg tryppi. Fjölskyldan stundar útreiðar og hestaferðir af líf og sál.

Það urðu hinsvegar örlög Þúfu að slasast á fæti í hestaferð inn á Hrunamannafrétti.  Á fjöllum ()  Þó hún hafi jafnað sig fljótlega þannig að hún gengur óhölt leiddi skoðun hjá dýralækni í ljós að sinar í fæti voru hugsanlega varanlegar skemmdar.

Síðan þá hefur hún ekki verið notuð til reiðar. Þess í stað hefur hún átt folöld. Nú eru fæddar tvær hryssur undan henni. Paradís frá Lyngholti 2013 og Þokkadís frá Lyngholti 2014. 



Í gærkvöldi fór ég með Jóni, Kolbrúnu Kötlu og Hjalta Geir vestur í Borgarfjörð með Þúfu undir hest. Það er hann Hjalti Geir sem nú hefur hug á að eignast væntanlegt folald. 

En það má með sanni segja að "oft veltir lítil þúfa þungu hlassi." emoticon


Flettingar í dag: 11
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 142
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 130725
Samtals gestir: 23882
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 01:38:20
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar