Í Flóanum

06.08.2014 22:58

Meira viðhald

Það var fyrir þrjátíu árum sem við feðgar ( ég og Sveinn Þórarinsson f. 6. sept. 1931 d. 11. nóv 2013 (langi) ()) stóðum í því frá morgni til kvölds alla daga að smíða milligerðir og aðrar innréttingar í þá nýbyggt fjósið. Meðal annars smíðuðum við innréttingarnar í mjaltabásinn. 

Við höfðum nú ekki miklar teikningar að fara eftir. Við fórum reyndar í nokkur fjós hér á svæðinu og skoðuðum og tókum mál. Einnig höfðum við munnlegar leiðbeiningar frá honum Pétri sem setti svo upp mjaltakerfið í fjósið. Að öðru leiti var verkið hannað um leið og það var smíðað.

Efnið var mest megnis galvaneseruð vatnsrör og verkfærin voru aðallega rörskerinn, beygutjakkur og rafsuðutransinn. Sjálfur sauð ég allar suður og á þessu tíma var ég með rafsuðuhjálminn nánast allan sólahringinn á hausnum.





Þessi mjaltbás hefur síðan verið í notkunn hér á bæ og dugan vel. Nú er hinsvegar komið að endur nýjun en það er næsta verkefni hér í endurbótum og viðhaldi í fjósinu. 



Nú höfum við útbúið bráðabirða mjaltaaðstöðu inn á legubásum með rörmjaltakerfisstubb og fengið leigt ferðamjólkurhús. Meiningin er að nota tækifærið og endurnýja einnig gólfefni í mjólkurhúsinu. Mjaltabásinn var svo rifinn nú í kvöld og hent úr í gám.



Nú er bara að smíða nýtt. emoticon

Flettingar í dag: 57
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 130238
Samtals gestir: 23797
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 22:23:06
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar