Í Flóanum

04.09.2014 07:49

Ferðamjólkurhús

Það er engan vegin einfalt mál að ætla sér að taka mjaltaaðstöðu og mjólkurhús hjá sér í gegn eða uppfæra aðstöðuna hjá sér með einhverjum hætti. Þetta er aðstaða sem þarf að nota tvisvar á dag alla daga hvernig sem tautar og raular.

Það getur því verið snúið að framkvæma jafn einfalda aðgerð og mála gólf eða veggi. Hvað þá ef leggja á í stærri framkvæmdir.

Síðustu vikur höfum við unnið hörðum höndum að endurnýjun á allri mjaltaaðstöðu í fjósinu.(Meira viðhald (). Til þess að geta ráðist í þetta verkefni þurfti að koma upp bráðabirgða aðstöðu á meðan framkvæmdir standa yfir.



Þá kom sér vel að geta fengið leigt til sín sérstakt ferðamjólkurhús. Mjólkursamsalan á þennan bíl sem útbúinn er öllu því sem þarf að vera í mjólkurhúsi svo hægt sé að leggja inn mjólk.



Þetta hefur skipt sköpum fyrir okkur, ásamt því að við settum upp bráðabirgða rörmjaltakerfi við níu legubása í fjósinu. Með þessu móti getum við gert bæði meira og betur en annars hefði orðið.


 
Það fer nú að sjá fyrir endan á þessum framkvæmdum og styttist í að við getum tekið endurbætta mjaltagryfju og mjólkurhús í gagnið. Þó þetta hafi nú allt gengið ágætlega verður kærkomið að geta aftur farið að mjólka standandi. emoticon
Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 53
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 131102
Samtals gestir: 23978
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 04:26:04
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar