Í Flóanum

30.08.2015 20:27

Reiðvegir

Allt frá því að bílar fóru að fara um landið fyrir rúmlega 100 árum hafa menn gert sér grein fyrir því að umferð bíla og hesta fer illa saman. Þessi frétt birtist í blaðinu Suðurlandi fyrir rúmlega 101 ári síðan eða þann 26. júní 1914:

"Bifreiðar þjóta nú um alla vegu hér eystra. Þykir þó alldýrt að ferðast með þeim og ekki öðrum hent en þeim er eiga aura gnægð. Ekki er laust við óhug í sumum ef mörg verða slík farartæki á ferðinni hér í sumar þar sem lestaumferð er jafnmikil á vegunum hér, enda ekki hættulaust fyrir bifreiðarnar sjálfar, því hæpið er að smábrýr þær sem á vegunum eru séu nægilega traustar. Svo tryggt sé fyrir slysum, mun því bifreiðastjórum ekki vanþörf á fullkomnustu og ströngustu aðgæslu og nákvæmni ef vel á að fara. Slæmt að hafa ekki sérstaka vegi handa bifreiðunum svo þær geti notið sín til samgöngubóta"

Nokkurm vikum seinna kom svo þessi frétt í Suðurlandi eða þann 1. ágúst 1914:

"Í fyrri viku höfðu 3 bílar (með útlenda ferðamenn) ráðist upp á Skeiðaveg í fullu heimildarleysi - vegurinn of mjór fyrir bíl og vagn að mætast. Þetta tiltæki varð líka að slysi. Einum bílnum (frá  Bookless í Hafnarfirði) var keyrt mjög óvarlega og fótbraut hann reiðhross Runólfs bónda í Skáldabúðum, mesta metfé. Fær bílstjóri trúlega makleg málagjöld."

Eins og þessar aldagömlu fréttir bera með sér hafa samskipti bíla og hesta alltaf haft í för með sér slysahættu. Það hefur því löngum verið mikilvægt að takmarka notkunn þeirra á sömu vegum. Það er nú löngu hætt að ræða það að gera sérstaka vegi fyrir bíla. Nú snýst umræðan frekar um að gera sérstaka reiðvegi og færa umferð ríðandi manna frá akvegum.

Hestamenn hér í Flóanum hafa verið vel meðvitaðir um nauðsyn þess. Reiðveganefnd hestamannfélagsins Sleipnis hefur unnið að því að opna nýja reiðleið austur Flóann með það m.a. að markmiði að minnka þörf hestamanna að fara með þjóðvegi 1 í austur frá Selfossi.

Þetta hefur verið risaverkefni fyrir eitt hestamannfélag en reiðveganefndinni, með Einar í Egilsstaðakoti í broddi fylkinga, hefur tekist að fá fjölmarga að verkefninu, m.a. landeigendur, sveitarfélögin, vegagerð, reiðvegasjóð og síðast en ekki síst fjölda félagsmanna. 

Í gær var svo hátíðarstund en þá héldu félagsmenn Sleipnis upp á það að nú er verkinu að fullu lokið eftir nokkurra ára  framkvæmdir. 

 


Farin var hópreið frá Selfossi og komið austur að Vola eftir þessari nýju leið. Við gömlu brúna á Vola var stutt athöfn en síðan haldið heim að Hlíðarbrún. Þar voru grillaðar pylsur í mannskapinn áður en menn riðu aftur til baka eða þá eitthvert annað í góða veðrinu í Flóanum í gær.

Flettingar í dag: 149
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 127088
Samtals gestir: 22948
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 11:53:21
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar