Í Flóanum

30.12.2017 20:58

Bústærð

Það er kunnara en frá þurfi að segja að kúabúum hefur fækkað stórlega en aftur á móti stækkað. Þessi þróun hefur verið í gangi meira og minna í heila öld og ekkert sem bendir til annars en svo verði áfram.

Þegar afi minn Þórarinn Auðunsson (1892-1957)  og amma Elin Guðbjörg Sveinsdóttir (1898 -1993) Safn heimilda um ævi og störf ÞA og EGS hófu sinn búskap í Fagurhlíð austur í Landbroti árið 1921 tóku þau til við að byggja upp öll hús á jörðinni. M.a. byggðu þau þar fjós fyrir 2 kýr einhvertíman á árunum 1922 til 1930

Tuttugu árum seinna eða árið 1946 eru þau aftur tekin til við að bygga. Nú eru þau komin suður og fengið til ábúðar nýbýli úr landi Lágafells í Mosfellssveit. Þar voru stofnuð 8 nýbýli um 30 ha hvert. Á þessu tíma þótti það ákjósanleg stærð til rekstrar.

Nýbýlið fékk nafnið Lágahlíð og nú er byggt fjós fyrir 12 kýr ásamt hlöðu, litlu fjárhúsi, hæsnahúsi, vélageymslu og að sjálfsögðu íbúðarhúsi. 

En rúmum tuttugu árum seinna eða 1969 eftir að hafa rekið búskapinn í Láguhlíð frá því að afi féll frá 1957 flytja foreldrar mínir austur í Flóa. Þau kaupa jörðina Kolsholt 1 ásamt eyðijörðinni Jaðarkot og taka þar til við búrekstur. Nú eru básarinir í fjósinu orðnir 32.

Tæpum tuttugu árum seinna eða 1986 eftir að við Kolbrún erum kominn inn í búreksturinn er hér tekið í notkunn nýtt fjós og nú eru básarnir orðnir 70. Pabbi Sveinn Þórarinsson f. 6. sept. 1931 d. 11. nóv 2013 (langi) () sagði oft að veruleikinn væri sá að stækks þyrfti kúabúin um 1 kýr á ári að meðaltali til að halda í víð þróunina.

Nú segir þessi básafjöldi í þessum fjósum ekki alla söguna á bak við búskapinn. Um það leiti sem við erum að byggja núverandi fjós hér á jörðinni með 70 legubásum eru settar á allskonar stærðartakmarkanir á bústærðir til að bregðast við offramleiðslu.

Fyrst var reynt að takmarka fjármagn til uppbyggingar á hverri jörð til að sporna við stækkun búanna. Síðan tóku við framleiðslutakmarkanir sem voru bísna harkalegar á köflum.

Básarnir 70 hafa aldrei nýst allir fyrir mjólkurkýr enda var í upphafi alltaf reiknað með að þeir væru að hluta til fyrir kvígur í uppeldi. Síðan vegna framleiðslutakmarkanna í mjólk hefur hluti fjósins ávalt verið notaður í nautakjötsframleiðslu sem kannski ekki var gert ráð fyrir í upphafi

Í upphafi gerðum við ráð fyrir að framleiða 200.000 lítra af mjólk á ári í þessu fjósi og þótti það á þeim tíma allnokkuð. Það varð nú samt bið á að það takmark næðist. Vegna fyrrgreinda takmarkanna urðum við að minnka framleiðsluna þegar fjósið var tekið í notknn.

Í gamla fjósinu, sem var hér á jörðinni þegar við fluttum í Flóann komumst við hæðst í að framleiða eittkvað rúmlega 130.000 lítra, þarna um það leiti sem við vorum að undirbúa okkur í að byggja nýtt fjós. Það var svo nokkurn vegin það framleiðslu magn sem hér var búið með allt fram til ársins 2010.

Það var reyndar aðeins mismunur milli ára. Stundum varð að skera niður sérstaklega á fyrstu árunum í nýja fjósinu. Þá var engin heimild til að kaupa kvóta og varð að búa við þann kvóta úthlutað var.

Seinna voru heimiluð kaup og sala á kvótanum en þá vorum við komnir í gegnum stæðsta skuldaskaflinn eftir byggingaframkvæmdirnar. Verð á kvóta rauk strax upp úr öllu valdi þegar frjáls verslum með hann var heimiluð. Við höfðum lítinn áhuga á að skuldsetja okkur aftur og aðlöguðum búskapinn að þeim kvóta sem við höfðum.

Þegar kom fram á þess öld var nokkuð jafnvægi orðið í framleiðslu og sölu á mjólk og mjólkurvörum í landinu. Nú fór jafnvel aukast sala. Mjólkurkvótin jókst og stundum fékkst nokkuð greitt fyrir umframmjólk.  Við fórum, þó í smáum stíl, að auka framleiðslu á mjólk umfram kvóta í von um að eitthvað fengist fyrir hana. Árið 2012 og 2013 voru framleiddir hér á milli 170 og 180 þús lítrar.

Það kom svo að því að menn hugðu ekki að sér og það vantaði meiri mjólk til að bregðast við söluaukningu Það varð skortur á smjöri í árslok 2013 vegna þess að þegar kvóti var ákveðin fyrir árið gerðu menn ekki ráð fyrir þeirri söluaukningu sem náðist. Nú voru bændir sárbændir um að framleiða meira. Kvótinn var aukinn og að auki fullu verði lofað fyrir alla umframmjólk árin 2014 og 2015.

Árið 2014 er yngra fólk að koma hér inn í reksturinn og þá er tekin sú ákvörðun að vinna markvisst að því að auka frammleiðslu hér á mjólk til frambúðar. Það ár eru framleiddir hér 180.221 lítrar, árið eftir 2015 er framleiðslan komin í 228.598 og má sega að þá fyrst hafi því takmarki sem stefnt var að í upphafi (200.000 l ) verið náð og reyndar aðeins betur. Árið 2016 er framleiðslan komin í 235.706 lítra og á síðasta ári er framleiðsaln svo 266.464 lítrar.









Flettingar í dag: 57
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 130238
Samtals gestir: 23797
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 22:23:06
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar