Í Flóanum

21.07.2018 23:22

Draugurinn í endhúsinu

Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega trúaður á tilvist drauga og aldrei nokkurn tíman verið draughræddur. Ég hef samt heldur aldrei fullyrt að draugar væru ekki til og mér dettur ekki í hug allar sögur um reimleika ýmiskonar væru tóm lygi. Það er margt í veröldinni sem ég get ekki skýrt og ég er að sjálfu sér ekkert ósáttur við það.

Ég hef lesið frásagnir um allslags drauga og draugagang ýmiskonar en aldrei orðið var við neitt slíkt sjálfur. En nú um daginn gerðust þeir atburðir hér í eldhúsinu að mér varð verulega brugðið. Ég var staddur einn í eldhúsinu. Ég var nýbúinn að gefa tveimur barnabörnum mínum að drekka en þau koma hér oft með mér inn á daginn.

Börnin voru farin út aftur og ég var nýbúínn að taka af borðinu. Ég stend við eldavélini og er að hlusta á fjögurfréttir í útvarpinu. Þá allt í einu tekst barnastóllinn sem stóð við endan á eldhúsborðinu á loft. Þetta er svona gamall barnastóll úr plasti, ég held að þeir hafi gengið undir nafninu "hókuspókus" stólar.

Stóllinn lyftist svona fet frá gólfinu og skellur niður aftur með miklum hávaða. Síðan slæst hann til, bæði hægri og vinstri og tekur síðan á rás út úr eldhúsinu fram í þvottarhús. Lemur dyrastafina í dyragættinni með tilheyrandi hávaða. Hann heldur áfram í loftköstum og stoppar ekki fyrr en fram við bakdyrnar á húsinu.

Mér varð verulega brugðið. Þessu fylgi heilmikill hávaði og læti og ég átti mér einskis ills von. Ég fór samt í humátt á eftir stólnum til athuga hvernig þessu myndi lykta. Ég neita því ekki að hjatslátturinn hafði heldur aukist og ég vissi varla orðið á hverju ég ætti von á næst.

Nú  rifjuðust upp í huga mér frásagnir af reimleikum, þar sem húsgögn og borðbúnaður veltast um og flúga í loftköstum, jafnvel millli herberga. Ég fór því nokkuð hikandi á eftir stólnum. Ég vissi engan vegin hvernig maður tekst á við svona fyribæri.

Þegar ég kom í þvottarhúsdyrnar sá ég reyndar hvernig í öllum þessum ósköpum lá. Fram við bakdyraútganginn lá stóllinn á hliðinni og við hliðina á honum lá tíkin okkar hún Spenna með hausinn fastann í gati á hliðinni á stólnum.

Sú regla gildir hér innahúss að Spenna fær að vera í þvottarhúsinu. Þar er hennar bæli og þar er henni gefið. Lengra ínn í íbúðarhúsin fær hún ekki að fara og það veit hún vel. Þegar við erum inni þá er yfirleitt haft opið fram úr eldhúsinu inn í þvóttarhúsið. Tíkin fer ekki inn fyrir en liggur gjarnan við þröskuldinn og fylgist með þegar verið er í eldhúsinu.

Svo gerist það stundum, sérstaklega þegar yngstu afkomemdur mínir eru hér, að það dettur einn og einn biti af borðinu niður á gólfið. Þá getur verið nokkuð freistandi fyrir Spennu að læðast inn og ná sér í aukabita. Hún veit sem er að ég er ekki neitt sérstaklega athugull að fylgjast með henni og að ég heyri illa.

Hún myndi aldrei láta sér detta það í hug að reyna slíkt ef Kolbrún væri inni, en nú vissi hún að ég var einn í húsinu. Hún hafði komið auga á kökubita undir barnastólnum. Stóllinn var akkúrat í beinni sjónlínu á milli mín, þar sem ég stóð og var að hlusta á útvarpið og Spennu þar sem hún lá við þröskuldinn. Við sáum því ekki hvort annað þar sem barnstóllinn var á milli.

Þetta var nú einum of freistandi og því stóð hún hljóðlega upp og læddist að barnastólnum, smeygði hausnum inn um gatið á hliðina á stólum og náði sér í kökubitann. En þegar hún ætlaði að fara með hausunn til baka stóð hann fastur í stólnum. Í örvæntingu spyrnti hún við fótum og ætlaði að rykkja sig lausa með því að sökkva aftur á bak, en stólinn kom bara með, með fyrrgreindum afleiðingum.  

Okkur var því báðum illa brugðið. Þar sem hún lá við bakdyrnar enn með hausinn í stólnum var hún búinn að átta sig á að hún gat ekki logið sig frá þessu. Hún beið bara róleg á meðan ég losaði hana. Það gekk bara vel. 

Við erum bæði búin að jafna okkur eftir þessa lífsreynslu..  emoticon  

Flettingar í dag: 85
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 127024
Samtals gestir: 22945
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 08:17:22
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar