Í Flóanum

27.11.2018 15:15

Allur er varinn góður.

Hann Hrafnkell Hilmar sonarsonur minn er nokkuð sjáfstæður í skoðunum. Það vefst alls ekki fyrir honum að rökstyðja sínar skoðanir, ef eftir því er leitað. Hann á það til að draga bísna skynsamlegar álitkanir af því sem hann er að brjóta heilann um hverju sinni. 

Fyrir nokkrum árum sagði frá því hér á síðunni þegar hann taldi sig vera u.þ.b.að ráða gátuna um jólasveininn. Gleðileg jól () Nú er hann orðinn eldri og veltir fyrir sér stærri viðfangsefnum og lífsgátum.  

Hann er nú nýfarinn að æfa fótbolta eins og eldri bróðir sinn. S.l. sunnudag var hann að mæta á sitt fyrsta fótboltamót og í forföllum foreldra hans fékk ég þann heiður að fylgja honum á mótið. Við lögðum af stað kl 8:00 um morguninn og ferðinni var heitið út í Hveragerði þar sem mótið fór fram. 

Við vorum að spjalla saman á leiðinni. Það var náttúrulega ennþá myrkur enda sammdegið að ná hámarki í þessum heimshluta núna. Það var þá bót í máli að tunglsljós var og stjörnubjart og hið besta veður. Við virtum fyrir okkur stjörnubjartan himininn.

Hrafnkell spurði mig hvort ég héldi að stjörnurnar á himnum væru litlar sólir. Ég taldi það gæti alllveg verið að stjörnurnar væru sólir og kannski ekki endilega litlar þær væru bara svo langt í burtu. Þess vegna virtust þær svona litlar. 
" Nei " sagði hann " það eru ekki allar stjörnur sólir".
" Nú" sagði ég " Hvaða stjörnur eru ekki sólir " 
" Ekki Júpíter ". Maður kom ekki að tómum kofanum hjá honum
 
Þá fór Hrafnkell að segja mér það að hann hafi séð stjörnuhrap um daginn. Og þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann sá stjörnuhrap. Hann hafi séð það áður. Hann sagði mér líka að ég skyldi ekki trúa því að maður gæti óskað sér þegar maður sæi stjörnuhrap. 
" Nú " sagði ég " Er það þá bara vitleysa og hvernig veist þú það"
"Jú sko " sagði hann. " Það hafa  nánast allir séð stjörnuhrap að minnsta kosti einu sinni og sumir oft.  Ef það væri hægt að óska sér í hvert sinn þá ættu allir allt og gætu gert allt sem þá langar til. Það er ekki þannig. Þess vegna er það bara að skrökva þegar maður segir að það sé hægt að óska sér ".

Mér fannst þetta nú ekki óskynsamleg ályktun hjá honum svo ég sagði: 
"Þetta er nú sennilega bara rétta hjá þér Hranfkell minn. Það er líklega best að vera ekki að treysta um of á það að geta óskað sér".

Eins og allir góðir vísindamenn veit Hrafkell að enginn sannleikur er svo sannur að ekki geti verið að einhvern tíman seinna megi með nýjum upplýsingum afsanna það sem áður var talið sannað. Hann er alltaf tilbúinn að endurskoða eigin álitkannir ef honum finnst rök standa til þess

Eftir dálítil þögn í smástund hjá okkur í bílnum bætir hann við: 
" Ég óskaði mér bara til öryggis" 



Flettingar í dag: 178
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 126902
Samtals gestir: 22932
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 19:31:09
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar