Í Flóanum

25.02.2019 23:14

Fyrsta ferðin

Mér finnst gaman að ferðast. Það er áhugavert að koma á staði þar sem maður hefur ekki komið áður og jafnvel þó maður hafi komið þar áður er alltaf eitthvað í umhverfinu sem maður hefur ekki tekið eftir. Það er líka alltaf gaman að hitta fólk þar sem maður fer um og/eða ferðast með einhverjum sem er kunnugur staðháttum.

Þó ég hafi svolítið gert af því að stunda ferðalög, bæði utanlands og ekki síður innalands, hefur mér alltaf fundist gott að koma heim aftur. Ég á langt í land með að vera komin á þann stað að ferðast svo mikið að ég eigi orðið hvergi heima eins og segir í Brekkukotsannál um Garðar Hólm. Gamla konan í Brekkukoti taldi hann hvergi orðið eiga heima." Hann lenti í ferðalögum " sagði hún. " það er ólánið sem veldur því að menn  fara í ferðalög "

Ég var reyndar ekki gamall þegar ég fór í mitt fyrsta ferðalag á eigin spýtur. Ég var svo ungur að ég man ekki einu sinni eftir því. En hún móðir mín man það vel og gleymir því sennilega aldrei. Hún hefur lýst þeim degi sem versu martröð og skelfilegri lífreynslu.

Ég hef nú ekki trú á því að ég hafi ætlað að gera henni neinn grikk með þessu ferðlagi mínu. Það hefur örugglega verið eitthvað annað sem dróg mig af stað í þess ferð. Þetta mun hafa verið haustið 1961 og ég tvegga ára gamall og komin átta mánuðum til viðbótar á þriðja árið. Við áttum þá heima í Mosfellssveit. Þetta var í september í blíðskapar haust blíðu. Þennan dag var réttað í Kollafjarðarrétt. Pabbi hafði farið þangað og haft Þórarinn eldri bróðir minn með sér.

Ég mun hafa verið úti að leika mér með ElluVeigu systir minni sem er ári yngri. Móðir okkar fylgdist með okkur út um gluggann. Allt í einu tekur hún eftir því að ég er ekki lengur með systur minni. Hún fer því að svipast um hvað hefur orðið af mér en finnur mig hvergi. Hún æðir um allt að leita en á reyndar ekki gott með það þar sem hún er ein heima með tvö önnur börn líka, systur mínar tvær, önnur nokkra mánaða og hin rúmlega eins og hálfsárs.

Nú kemur pabbi heim og það fjölgar fólki sem tekur þátt í leitinni. Leitin verður sífellt umfangsmeiri og örvætingarfylllri. Það er haft samband við lögregluna og óskað er eftir aðstoð hjálparsveita með leitarhunda. Sólin er tekin að lækka á lofti og heldur fer nú að kólna. 

Þá er það sem nágranni okkar á Hulduhólum, hann Viggó, finnst hann heyra barnsgrát einhverstaðar í fjarska og gengur á hljóðið. Hann gengur út í flag sem hann var búinn að plæga og lá í plógstrengunum. Þar í einu plógfarinu finnur hann mig nývaknaðan og skælandi. Viggó tekur mig nú upp og ber mig á höndum sér heim til foreldra minna. 

Hvað það var sem dróg mig af stað í þetta ferðalag veit ég ekki. Sennilega bara fróðleiksfísn og  löngun til að skoða betur það sem maður sá í fjarska. Hugsanlega hefur mér líka fundist einhvert frjálsræði í því að Þórarinn eldri bróðir minn var ekki heima til að hafa vit fyrir mér. 

Allavega tókst mér einhvern vegin að koma mér í gegnum girðinguna sem lá rétt við húsið heima. Þetta var rammgerð lambheld girðing sem var á landamerkum Hulduhóla. Þegar ég var komin þar í gegn hef ég gengið þetta 300 til 400 metra og var þá komin í þennan akur sem var þarna í plógstrengum. Nú hefur ferðaþreytan verið farin að segja til sín í góða veðrinu og ég einfaldlega lagt mig þarna í sólskininu.

Það segir sig sjálft að þægilegast var að leggja sig ofan í plógfarinu þar sem það var aðgengilegt. Þá var skjól fyrir hafgolunni en sólin skein glatt á mann. Ég hef svo sofið þarna grunlaus í góðan tíma á meðan fjöldi fólks gerði dauðaleit að mér.

Svo þegar ég vakna loks er sólin að ganga til viðar og mér orðið hrollkalt. Þá hef ég einfaldlega gripðið til þess ráðs sem best hafði dugað hingað til ef manni leið illa og farið að  gráta. Og það brást ekki það bar árangur. Nú var það reyndar hvorki faðir minn eða móðir sem komu til bjargar heldur hann Viggó á Hulduhólum. . 

Ég var ekki lengi að jafna mig eftir þetta ferðalag og hlaut engan skaða af. Ég er ekki viss um að foreldrar mínir hafi verið eins fljót að jafna sig og þetta ferðalag mitt var meiri lífsreynsla fyrir þau en mig. 







 

Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 94
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 131215
Samtals gestir: 24017
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 02:36:45
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar