Í Flóanum

21.04.2020 08:49

Hvenær er maður orðinn gamall?

Sagt er að aldur sé hugarástand og það er talsvert til í því. Sennilega er maður bara jafngamall og manni finnst maður vera. Þá skipir engu hvað öðrum finnst maður vera orðinn gamall.


Mér finnst ég enn vera ungur. Þrátt fyrir langan starfsaldur og veralega skerta starfsorku vegna heisubrests finnst mér ég allavega ekki orðinn gamall. Hún Rakel Ýr sonardóttir mín er ekki allveg á sama máli. Hún segir að ég sé gamall. Og það finnst henni bara vera kostur. Gamlir kallar geta verið skemmilegir segir hún.  


Fyrir nokkrum árum kom ég á fund þar sem ég þekkti fá. Ég kom tímalega á fundinn og voru fáir mættir þegar ég kom. Smá saman fjölgaði í fundarsalnum og þegar tók að fyllast í sætin settist hjá mér gömul kona. Hún heilsaði mér og kynnti sig og ég kynnti mig.  Ekki fór okkur meira á milli því nú fófst fundinn.


Ég átti ekki alveg gott með að einbeita mér að því sem fram fór á fundinum því mér fannst ég kannst eitthvað við nafnið á gömlu konunni. Í fyrstu gat ég ekki komið því fyrir mér hvers vegna en svo smá saman rifjaðist það upp fyrir mér að í nokkra mánuði fyrir nálagt 45 árum var með mér í bekk stelpa sem hét sama nafni og gamla konan.


Ég vissi ekkert hvað varð svo um þessa stelpu. Hún stoppaði stutt í skólanum á Selfossi. Þrátt fyrir það var hún  mér svolítið minnistæð. Sennilega hef ég á þeim árun eitthvað verið að spá í hana enda stórglæsileg stúlka sem vakti almenna eftirtekt.


Nú fór ég að velta fyrir mér hvort það gæti verið að þessi gamla kona sem sat við hliðina á mér gæti verið sama manneskjan og þessi fyrrum bekkjar systir mín. Mér fannst það í fyrstu ósennilegt en fór nú að reyna líta á hana svo lítið bæri á. Ég var ekki sannfærður. Þetta gæti allveg hugsanlega verið.  


Í fundarhléi fór ég því að ræða við hana og spurði hana hvort hún hafi verið á yngri árum í skóla á Selfossi í nokkra mánuði. Gamla konan sagðist svo enmitt vera. 

  "Getur verið að þú hafir verið í bekknum mínum?" spurði ég þá eftirvæntinga fullur

   "Það getur allveg verið. Ég man það ekki allveg. Hvaða fög kenndir þú aðalllega?" spurði þá gamla konan.    

emoticon

Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 53
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 131124
Samtals gestir: 23985
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 07:47:42
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar