Í Flóanum |
||
24.02.2025 13:45I sandkassanumÞað er hópur af börnum að leika sér úti á leikskólalóðinni. Eins og gengur og gerist í hópi barna er stundum rifis og oft er einhvert barnanna ósátt. Það kemur fyrir að upp úr sjóði og börnin fara að slást. Nú er leikskólalóðin bæði stór og vel búinn og þar ættu allir að geta fundið sér eitthvað að gera án þess að það trufli aðra.
Sandkassinn er vinsæll þessa dagana enda verðrið búið að vera gott að umdanförnu. En börnin geta ekki verið þar öll í einu. Sum verða að láta sér linda að vera í renni brautinni eða rólunni. Önnur eru að drullumalla við stóra pollinn eða eitthvað annað.
Það er Kata ( KJ ) sem nýtur sín núna í sandkassanum. Þótt hún sé vissulega nokkuð stjórnsöm hefur hún einhvert lag á að fá hina krakkana tll að leika við sig og lætur þá haga sér nákvæmlega eins henni sýnist best.
Þær Bíbí ( BB ) og Sísí (SS ) vilja báðar vera með í leiknum. En Bíbí vill ekki að Sísí verði með og Sísí vill ekki að Bíbí verði með. En Ingi ( SIJ ) litli fær að vera í friði. Hann vill hvort sem er bara moka sand. Á meðan hægt er að finna skóflu og nógur sandur er í kassanum er Ingi litli ánægður og ekki fyrir neinum.
En Bíbí og Sísí eru alltaf að rífast. Kata er að veröa þreitt á þessu og missir áhugan á leiknum. Hún sér að enginn er að róla sér í rólunni og stendur allt í einu upp úr sandkassanum og fer að róla sér. Hún nennir ekki lengur að leika við þassa krakka og vill bara róla ein.
En um leið að Kata er farin fer allt í háloft í sandkassanum. Áður en við er litið eru Bíbí og Sísí farnar að slást. Þær bæði bíta og klóra. Þær rífa í hárið á hvor annari og öskra og æpa af öllum lífs og sálarkröftum. Ingi litli reynir að láta ekki lætin trufla síg og mokar nú sem aldrei fyrr.
En leikskólakennarnir bregðst skótt við og skakka leikinn. Bíbí og Sísí eru teknar úr kassanun. Það þarf bæði að þrífa sandinn úr andlitunum á þeim og úr hárinu á þeim. Það þarf að róa þær og ræða við þær um að svona megi ekki haga sér.
En nú var komið tækifæri fyrir aðra að leika sér í sandkassanum. Valkyrjurnar þrjár og sem voru að drullumalla við pollinn koma strax og búið var að fara með þær Bíbí og Sísi úr sandkassanum. Ingi litli forðaði sér um leið og valkyrjurnar koma, en tók með sér skóflu og nú mokar hann drullunni við pollinn..
Bíbí og Sísí fá ekki að fara meira út í dag.
Skrifað af as Flettingar í dag: 176 Gestir í dag: 33 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190488 Samtals gestir: 33829 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:23:53 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is