Í Flóanum

03.10.2025 06:57

Þá datt mér í hug vísa

Fyrir tilviljun datt ég inn í að hlusta á ónefnt hlaðvarp í gærkvöldi sem ég vissi ekki einu sinni að væri til. Þar fann ég viðtal eða spjall við einn ágætan vin minn. Þátturinn var hinn skemmtilegasti enda viðmælandi skemmtilegur maður sem kann frá mörgu að segja.

 

Ýmislegt bar á góma m.a. vísnagerð en þessi ónefndi vinur minn er snillingur í að setja saman vísur. Hann er svona maður sem getur kastað fram vísu við hin ólíklegustu tækifæri án undirbúnings. Þessi týpa sem getur byrjað allar ræður sínar á orðunum  “ Nú dettur mér í hug vísa “

 

Mig hefur alltaf langað til að geta sett saman vísur. En mér er það nánast ómögulegt og aldrei hefur mér dottið í hug vísa svona í hita augnabliksins. Ef  ég hef reynt að berja saman vísu hefur það í besta falli ekki gengið fyrr en stóra sleggan er sótt. Það dugar hvorki hamar né slaghamar.

 

Fyrrnefndur vinur minn sagði einnig frá því, í þessum hlaðvarpsþætti, að  þó honum gengi vel að semja vísur ætti hann í mestu örðugleikum með að muna vísur. Hann t.d. væri stundum ekki viss, þegar hann kastaði fram vísu, að hann hafi ekki verið búinn að semja hana áður. Eða jafnvel  hvort einhver annar hefði ort hana áður. Þetta tengi ég vel við. Það er sama hvað mér finnst vísa góð, ég get alls ekki munað hana orðrétt. Ég gæti heyrt hana aftur daginn eftir og dáðst að henni eins og ég hafi aldrei heyrt hana fyrr,

 

Nú er það spurningin hvort það fari bara ekki að verða komð að þeim tíma að búið sé að semja allar vísur sem hægt er að semja. Það hlítur að vera takmörk fyrir því, hvað hægt er að raða orðum saman á marga vegu. Því er það umhugsunarvert hvort það sé ekki eðlileg  framvinda að endurnýta eitthvað af áður ortum kveðskap.  Það kæmi út á eitt fyrir mig. Ég man hvort sem er ekki hvort ég hafi heyrt eða lesið kveðskap áður. Allt er þetta frumsamið fyir mér.

 

Ég var svona að velta þessu fyrir mér einn með sjálfum mér eftir að hlaðvarpsþættinum lauk. Það var komið langt fram á kvöldið og tíma bært að koma sér í rúmið. Þegar ég er lagstur uppí og ætlaði að fara að sofa, þá gerist það!! ...Undur og stórmerki. Mér datt í hug vísa.......(eða ég held að þetta sé vísa )

 

 

Hver á sér fegra föðurland

Fyrir utan gluggan

Yfir kaldan eyðisand.

Alltaf sama tuggan. 

Flettingar í dag: 636
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 453
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 331800
Samtals gestir: 47224
Tölur uppfærðar: 3.10.2025 22:45:40
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar