Í Flóanum |
||
07.02.2012 07:16Varmadælur og rafmagnsreikningurinnFlóahreppur stendur í kvöld fyrir kynningarfundi Í Félagslundi um varmadælur til upphitunnar. Þessi tækni er nú töluvert að riðja sér til rúms og ekki veitir af til að stemma stigu við hækkandi rafmagnsreikningum. Það eru nú kominn meira en þrjátíu ár frá því ég heyrði fyrst talað um varmadælur. Þá var því spáð að þær myndu fljótlega verða algengar til húshitunnar á þeim svæðum sem ekki væri hitaveita. Einhverra hluta vegna heyrðist lítið um þær hér á landi síðan í áratugi, þar til nú fyrir ekki svo mörgum árum. Nú er alger vakning um að nýta þessa tækni á s.k. köldum svæðum og hafa innflytjendu varla við að afgreiða vélar og koma þeim í gagnið. Hér í sveit, þar sem hitaveitan nær ekki, eru þó nokkrir búnir að koma sér upp svona búnaði og/eða eru í hugleiðingum um slíkt. Sveitarfélagið er að setja upp svona varmadælur í félagsheimilunum og verður áhugavert að fylgjast með hver árangurin verður. Sjálfsagt hefur þessari tækni fleygt fram frá því ég heyrði fyrst talað um þetta. Annað hefur líka gerst að raforkuverð hefur hækkað talsvert. Við sem erum háð rafmagninu til húshitunnar höfum ekki farið varhluta af því. Það er annars merkilegt að RARIK sem er opinbert hlutafélag mismunar viðskiptavinum sínum gróflega að mínu mati. Verðskrá fyrirtækisins er nefnilega skipt í tvo parta. Annars vegar fyrir þéttbýli og hinsvegar fyrir dreyfbýli. Verðskráin er talsvert hærri fyrir þá sem í dreyfbýli búa og nú með síðustu hækkunum þá hefur þetta bil aukist. Ekki nóg með það heldur er það boðað og virðist vera stefna að auka þennan mismun enn meira. Það þykir nefnilega ekki sanngjarnt að þeir sem í þéttbýli búa þurfi að taka þátt í kostnaði við dreyfingu og flutnings orku í hinum dreyfðu byggðum landsins. Það þykir aftur á móti ekkert að því að leggja þann kostnað eingöngu á þá sífellt færri sem í skilgreindu "dreyfbýli" búa. Þá skipti engu hvort umrætt dreyfbýli er við hliðina á raforkuveri eða ekki. Það skiptir heldur engu máli hvort eða hversu afskekkt byggin er. Eins er það með skilgreint "þéttbýli" í verðkránni. Það skipti engu máli hvar á landinu viðkomandi er eða hversu hagkvæmt er að að koma rafmagni þangað. Það eina sem skiptir máli er hvort um skilgreint þéttbýli er að ræða eða ekki. Ég skil ekki svona "réttlæti". Ef fyrirtæki sem er í opinberri eigu og hefur ákveðum skildum að gegna við dreyfingu og flutning á raforku í landinu má ekki dreyfa sínum kostnaði jafnt niður á viðskiptavini sína hvar sem þeir búa á landinu þá er allveg eins gott að hver og einn sjái bara um sig í þessum málum. Ef þetta heldur áfram að þróast svona fer að verða áhugavert að stofna rafmagnsveitu hér í Kolsholtshverfinu....
Skrifað af as 31.01.2012 07:25ÞorrablótÞað er varla til svo aum sveit á Íslandi að þar sé ekki er haldið að minnstakosti eitt þorrablót á hverjum vetri. Hér í Flóahreppi eru þau reyndar 3 á hverjum Þorra og veitir ekkert af því. Um síðustu helgi voru þorrablót haldin bæði í Þingborg og Félagslundi. Þorrabótsgestir voru vel á annað hundrað á hvoru fyrir sig og fólk skemmti sér vel. Eins og á alvöru þorrablótum var boðið upp á íslenskan þorramat eins og hver gat í sig látið og heimatilbúinn skemmtiatriði. Nú n.k. laugardagskvöld (4. febr.) er svo þorrablót í Þjósrárveri. Það er hlutskipti okkar sem búum við Kolsholtsvegin að hafa veg og vanda af því þetta árið. Undirbúningur stendur nú sem hæðst. Ég á ekki von á öðru en vel muni til takst eins og alltaf er þegar fólk leggur saman krafta sína í einhvert verkefni. Nú er verið að taka við pöntunum á miðum á þorrablotið. Það er ástæða til að benda fólki á að panta tímalega en húsrúm er ekki ótakmarkað. Ég hef enga ástæðu til annars en lofa góðri skemmtun. Það hefur aldrei klikkað.... ![]() Skrifað af as 27.01.2012 07:16Að moka meiri snjóÍ svona tíðafari eins og nú er, snýst tilveran að stórum hluta um snjómokstur. Þjóðfélagið allt er meira og minna háð því að samgöngur séu greiðar. Eftir allmarga nánast snjólausa vetra hér í Flóanum er verkefnið í ár allt í einu að glíma við snjóavetur. Það eru núna að verða kominn tvegga mánaða snjóakafli og má sega að baráttan við snjóinn hafi staðið, með stuttum hléum, allan tíman. Sveitarfélagið í samvinnu við Vegagerðina stendur að snjómokstri á vegunum. Auk þess þurfa margir að glíma við snjómoksur heima hjá sér m.a. vegna gegninga og ýmissa annarra atriða. Eins og bara að komast með bílinn út á veg eða koma mjólkurbílnum að fjósinu o.þ.h. Það er talsverð vinna að skipuleggja snjómokstur svo vel sé. Verkefnið kostar mikið og gæta þarf þess að verkið nýtist sem flestum. Það er því alltaf spurning hvenær tímabært er að moka. Það er ekki mjög físilegt að standa í mokstri þegar skefur jafnharðan aftur. Það kemur líka að takmörkuðu gagni að opna seint að degi eða að kvöldi ef allt er orðið ófært aftur að morgni. Vegakerfið í Flóanum er bísna langt og að hluta lélegir og illa uppbyggðir vegir. Þó Flóinn sé ekki svo ýkja stór að flatarmáli getur snjóað misjafnt á svæðinu í svona tíðarfari og því ekki alltaf einfalt að meta stöðuna frá einum stað. Sveitarstjórinn í Flóahreppi ásamt verkstjórum Vegagerðarinnar standa því í ströngu nú flesta dagana. Bæði við að meta þörf á mokstri og koma vertökum að verki. Einnig við að veita upplýsingar til íbúa og svara fyrirspurnum þeirra um hvort og hvenær verði mokað. Kröfur og þörf fólks er nokkuð misjöfn um þessa þjónustu. Fólk er misjafnlega háð því að komst leiðar sinnar og það er á misjöfnum faratækjum til þess. Sumir eru reyndar ekki síður háðir því að fólk komist til þeirra t.d. þeir sem eru með ferðaþjóustu og/eða selja aðra þjónustu heima hjá sér. Einnig eru margir í rekstri sem þurfa á aðföngum að halda og að koma afurðum frá sér. Sjálfur var ég við snjómokstur stóran hluta úr deginum í gær. Ég byrjaði á því fyrir hádegi að moka frá fjósinu þannig að sláturhúsbíllin kæmist að. Einar hjá SS á Selfossi hafði samband í gærmorgun en vegna ófærðar um allt suður- og vesturland varð hann að breyta áætlunum sínum. Í stað þess að senda bílana einhvert lengra út í ófærðina taldi hann skynsamlegra að reyna að ná í sáturgripi hér nær sér. Við áttum pantað fyrir nokkra kýr í slátrun í næstu viku og var gripið til þess að taka þær frekar. Þegar ég var búinn að afgreiða kýrnar á sláturhúsbílinn fór ég að moka frá hinni hliðinni á fjósinu svo mjólkurbíllinn kæmist að. Að því loknu var mokað frá fjárhúsdyrunum svo hægt væri að komast inn með rúllu fyrir féð. Þegar því var lokið mokaði ég LandRoverinn út en hann var innikróaður upp á hlaði við íbúðarhúsið. Við komum heim í fyrrakvöldi um hálf ellefu og þá var ekki mikill snjór á hlaðinu. Þegar ég fór svo út í fjós morguninn eftir var skaflinn í hliðinu vel á annan meter á hæð og náði langt fram á veg. Skrifað af as 21.01.2012 07:45iðnaðarsalt og iðnaðarbrjóstÞað hefur töluvert verið fjallað um salt í fjölmiðlun að undanförnu. Ástæðan er að hér á landi hefur verið selt salt til matvælaframleiðslu sem ekki er ætlað til slíkra nota. Þó þetta salt hafi verið hér á boðstólum svo árum skipti og rannsókn sýni að lítill sem enginn munur er á þessu salti og salti því sem sem ætlað er fyrir malvæli er það að sjálfsögðu ekki ásættanlegt. Íslendingar hafa verið og eru að byggja upp mikinn eftirlitsiðnað með öllu mögulegu og ómögulegu. Það er ekki alltaf sem maður skilur áherslurnar í þessu eftirliti öllu. Skýringarnar sem maður helst fær að verið sé að innleiða reglur frá evrópusambandinu. Fjölmiðar hafa, í þessu máli eins og mörgum öðrum, ekki endilega kappkostað að vera upplýsandi um málið. Það er farið hamförum í hverjum fréttatímanum á eftir öðrum án þess að manni virðist að þeir viti almennilega um hvað verið er að fjalla. Iðnaðarsalt getur orðið að götusalti og enginn svo sem veit eða reynir að upplýsa hvað verið er að tala um.
Skrifað af as 14.01.2012 07:05Að vera settur í einangrunÍ þessari viku hefur hér verið unnið í að einangra og klæða hlöðuveggini að utan. Þetta er liður í þeim framkvæmdum sem þeir Sigmar og Kristinn hafa unnið að en þeir eru að setja upp verkstæði í austur hlutanum af hlöðunni. Skrifað af as 08.01.2012 23:10LandbúnaðarlandÍ Flóahreppi sem er tæplega 290 km2 að stærð er ekkert þéttbýli. Í aðalskipulögunum sem í gildi eru í sveitarfélaginu er svo til allt land skilgreint sem landbúnaðarland ef frá eru talin nokkur skilgreind sumarhúsasvæði og svæði sem eru skilgreind sem blanda íbúabyggðar og landbúnaðarsvæðis. Reyndar er gert ráð fyrir þéttbýli í landi Laugardæla sem næst er Selfossi í aðalskipulagi en þar er ekkert farið að deiliskipuleggja og ekkert þéttbýli að myndast eins og staðan er í dag. Þrátt fyrir að ekki sé um neitt þétttbýli að ræða hefur byggðin í dreyfbýlinu þétts talsvert nú á seinni árum. Skipt hefur verið út úr jörðum stökum íbúðarhúsalóðum og smábýlum. Þó vissulega sé heldur færra fólk á bæjum nú en áður fyrr hefur íbúum hér fjölgað lítilega nú á seinni árum eftir viðstöðulausa fækkun alla öldina sem leið Það er í alla staði jákvætt fyrir sveitarfélagið að hér skuli nú fjölga fólki. Það er mun áhugaverðara verkefni að kljást við en ef hér væri áfram samdráttur eins og var hér áður og víða er í dag. Margir hafa af því áhyggur að íslendingar séu að sóa góðu ræktunnarlandi með stjórnlausri þéttingu byggðar eða með sumarhúsabyggð um allar jarðir og jafnvel með skipulagslausri skógrækt hingað og þangað um landið. Ég er þeirra skoðunnar að full ástæða sé til þess að athuga sinn gang í þessum efnum. Vandamálið er að jarðeigendur hafa fram að þessu getað ráðstafað sinni eign eftir eigin höfði. Árið 2007 og árunum þar á undan var t.d. töluvert um að heilu jarðirnar voru skipulagðar fyrir sumarhúsa- eða íbúðarbyggð. Þannig gátu jarðeigendur margfaldað verðmæti eignar sinnar. Á þessum árum skipti engu hvort einhver markaður var fyrir þessarri byggð eða ekki. Með því að láta skipuleggja byggð var hægt að veðsetja landið fyrir margfald hærri uppphæð og lengra var nú ekki hugsað á þeim tíma. Þarna skipti litlu máli hvernig þetta land var. Fyrst og fremst var það vilji landeigandans sem réð ferðinni og hagsmunir hans. Ekki var spurt hvort um einhverja aðra hagsmuni gæti verið að ræða. Ekki var heldur velt fyrir sér hverjir væru heildarhagsmunir í þessu sambandi eða langtímahagsmunir. Nú er það svo að land er misjafnt og sumt land hentar alls ekki til ræktunnar. Það er líka spurning hvaða ræktun er verið að tala um. Það er ekki sama hvort um akuryrku eða t.d. skógrækt er um að ræða. Það verkfæri sem sveitarfélagið hefur til þess að hafa áhrif í þessu er með aðalskipulagi sínu. Til þess að það sé til einhvers gagn í þessu þurfa skilmálar að vera skýrir. Það er ekki næganlegt að skilgreina allt land, sem ekki er skilgreint eitthvað annað, bara sem landbúnaðarland. Það þarf með einhverjum hætti að leggja betra mat á landgæði ef markmið í aðalskipulagi á að vera að vernda ræktunarland sérstaklega. Það þarf líka að gæta þess að skilmálar séu ekki þannig að þeir standi áframhaldandi uppbyggingu og vexti sveitarfélagsins fyrir þrifum. Nú er framundan hjá sveitarstjórn Flóahrepps að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins. Í dag eru í gildi þrjár aðalskipulagsáætlanir í sveitarfélaginu, hvert á sínu svæði eins og gömlu sveitarfélögin voru. Það er verkefnið framundan að sameina þessar áætlanir í eitt samræmt aðalskipulag og gera þær breytingar og viðbætur sem mönnum kann að þurfa og meirihluti er fyrir. Skrifað af as 30.12.2011 07:05SnjórÞessi desember mánuður sem nú er að verða búinn hefur snjórinn verið nokkuð áberandi hér í Flóanum. Nú er það svo að mörgum finnst þetta nauðsynlegur hluti af jólaskrautinu og hef ég heyrt fólk lýsa því yfir að jólinn séu nánast ómöguleg ef ekki er snjór yfir öllu. Ég er nú alls ekki þeirra skoðunnar og hef ég upplifað mörg góð jól þrátt fyrir auða jörð. ![]() Það er aftur á móti alveg rétt að það er bjartara yfir í svartasta skammdeginu þegar jörð er alhvít og kann ég því ágætlega. Snjór yfir öllu varnar einnig því að jarðklaki verði mikill og getur það flítt fyrir vorinu. Það er bara gallin við snjónn að hann sjaldann til friðs. Það ýmist bætir í snjóinn eða hann blotnar upp og svo frís aftur. Hann skefur sífellt í skafla og færð spillist aftur og aftur. Það er ekki algengt að svona langann snjóakafla geri svona snemma vetrara hér í Flóanum. Nú er staðan þannig að það er snjókoma. Víða er svell undir og þar ofan á talverður snjór. Þetta eru einmitt þær aðstæður sem geta, þegar þær myndast þetta snemma vetrar, orsakað kal í túnum næsta vor. Það er samt ekki ástæða til að fullyrða að svo verði. Ef snjó og klaka tekur allveg upp einhvern tímann næstu mánuðina verður ekkert kal. Undanfarinn ár hefur einmitt vorað oft á hverjum vetri. Það gæti hjálpað til núna að enginn jarðklaki var kominn þegar snjóaði fyrst og jörð er nánast ófrosin undir svellinu. Svona snjóakaflar kalla á mikinn snjómokstur á vegum. Eftir því sem kafinn er lengri verður alltaf seinlegra og erfiðara að moka. Kostnaður er mikill sem lendir að stórum hluta á sveitarsjóði. Það væri áhugaverðara að nýta skattpeninga íbúanna í önnur verkefni en moka vatni. ![]() Þó víða sé mikið gras í Flóanum er nú víðast hvar farið að gefa hrossum úti fulla gjöf. Það er óvenju snemt og því ljóst að það þarf mikið hey þennan veturinn. Það er mikið til af hrossum í Flóanum. Ég er að gefa folandsmerunum ásamt honum Eld gamla hér sérstaklega fyrir norðan tún. Kaldi framtíðar reiðhestur hennar Kolbrúnar horfir hér út úr myndinni. Skrifað af as 25.12.2011 19:51Gleðileg jólNú að kvöldi jóladags sendi ég ykkur öllum bestu jólakveðjur. Ég vona að þið öll hafið fundið hinn sanna jólaanda og notið þess hvert á sinn hátt. Sjálfur hef ég átt góðar stundir hér með mínu fólki. Skrifað af as 22.12.2011 07:17VetrarsólstöðurVetrarsólstöður munu hafa verið núna rétt áðan og í dag er styðsti sólargangur á þessum vetri. Nú tekur daginn að lengja aftur og finnst mér full ástæða til þess að fagna því. Hefðbundinn verkefni á þesssum árstíma hjá sveitarstjórn er að afgreiða fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Síðasti fundur sveitarstjórnar á þessu ári var í gær. Fundurinn var frekar stuttur en helsta verkefnið var að taka seinni umræðu um fjárhagsáætlunina og afgreiða hana. Vegna þess hve veðurútlit var slæmt og mikil hálka á vegum í Flóanum var fundinum flýtt um 4 tíma. Hann byrjaði kl. 16:00 en ekki kl 20:00 eins og ráðgert var. Fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða. Gert er ráð fyrir rúmlega 11 milljóna afgangi af rekstri á næsta ári. Fyrirhugaðar eru fjárfestingar fyrir rúmlega 30 milljónir sem er fyrst og fremst vegna húsnæðis fyrir leikskólann.
Skrifað af as 14.12.2011 07:12Að vera nógu þroskaður fyrir bragðiðSennilega hef ég klúðrað stæðsta tækifæri lífs míns til þess að hljóta fræð og frama í kvikmyndabransanum. Fyrir nokkrum vikum var nefnilega hringt í mig og mér boðið hlutverk í leikinni sjónvarpsauglýsingu. Ég gat ekki með nokkru móti þegið þetta hlutverk þar sem ég var upptekinn við að sinna málefnum sveitarfélagins á sama tíma og upptakan var gerð. Nú sit ég með sárt ennið og horfi upp á kollega mína sem gripu tækifærið baða sig í sviðsljósinu og kynna með stolti Óðalsosta fyrir Mjókursamsöluna í hverjum fjölmiðlinum og eftir öðrum. Það er bót í máli að ég hef aldrei haft löngun til þess að hasla mér völl á þessum vettvangi og læt mér því í léttu rúmi liggja að hafa misst af þessu einstaka tækifæri. Skrifað af as 10.12.2011 07:32Hrafnkell HilmarHann sonarsonur minn Hrafnkell Hilmar Sigmarsson í Jaðarkoti varð eins árs í gær. Í tilefni þess er áformað að halda daginn hátíðlegan í dag. Okkur er boðið í afmæliskaffi í Jaðarkot. Þessi mynd var tekin af þeim feðgum í Jaðarkoti þegar þeir litu hér við um daginn. Það gera þeir gjarnan þegar tækifæri gefst í dagsins önn. Þó Hrafnkell sé yngstur af þvi fjölmenna liði sem hér er að störfum er hann ekki síður áhugasamur um verkefnin sem verið er að fást við hverju sinni en aðrir. Skrifað af as 08.12.2011 07:22BændafundirÞað verður að mínu áliti ekki sagt um bændur að þeir séu góðir í því að byggja upp einfalt og skilvirkt félagskerfi til að standa vörð um hagsmuni sína. Ég hef stundum fengið það á tilfinninguna að þar hafi metnaður um félagslegan frama einstakra manna haft meiri áhrif en almenn félagsvitund og jafnræði félagsmanna. Það er sem betur fer til hópur fólks í sífellt fámennari bændastétt sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum í hagsmunagæslu fyrir bændur. Allt þetta fólk vinnur af fullum heilindum og áhuga fyrir verkefninu. Ég velti því hinsvegar fyrir mér hvort ekki megi nýta það fjármagn betur sem fer í rekstur á flóknu félagskerfi. Einnig finnst mér umhugsunarvert hvernig þeir sem eru í forsvari fyrir bændur sækja umboð sitt og hvernig tenging þeirra er við hin almenna bónda. Bændasamtök Ísland halda núna þessa dagana almenna bændafundi um landið. Á þriðjudagkvöldið mætti ég á slíkann fund í Þingborg. Þetta var nú frekar fámennur fundur og af þeim sökum ekki uppörfandi fyrir stjórn BÍ. Ég hef sótt fleiri bændafundi í haust um hin ýmsu málefni og á vegum ýmissa félagssamtaka bænda. Aðsókn á þessa fundi hefur verið með ýmsum hætti en sá fundur sem var fjölmennastur var hrútafundur Búnaðsamband Suðurlands. ![]() Spurning hvort það er áhyggjuefni ef bændur eingöngu hafa áhuga á að ræða um og hlusta á umræður um hrúta en láta sig engu skipta hvernig hagsmunum þeirra er ráðstafað að öðru leiti. Ég tek það fram að ég hef mjög gaman að því að ræða um hrúta og vona að bændur haldi því sem lengst áfram. Haraldur Benediktsson formaður bændasamtakanna var aðal framsögumaður á fundinum á þriðjudagkvöldið. Það eru mörg mál sem brenna á bændasamtökunum og þar er verið að vinna ágætlega í mörgum málum. Tíminn verður svo leiða í ljós hver ávinningur af þeirri vinnu er. Skrifað af as 30.11.2011 07:14Vetur konungurÞessa dagana er boðið upp á vetrarveður og er það í sjálfu sér ágætlega viðeigandi á þessum árs tíma. Snjór er yfir öllu og nokkuð frost. Skrifað af as 21.11.2011 21:55Ásta BjörgHún Ásta Björg Jónsdóttir dótturdóttir mín í Lyngholti er eins árs í dag. Í tilefni þess set ég hér mynd af okkur saman sem mamma hennar tók í réttunum í haust. Eins og sést þá kann hún Ásta Björg mjög vel að hafa gaman af hlutunum. Við höfum oft skemmt okkur saman á þessu ári sem liðir er frá því hún fæddist og munum örugglaga gera það áfram á komandi árum. ![]() Skrifað af as 20.11.2011 07:13SteypudagurÞað var steypudagur hér á föstudaginn. Þá var ráðist í að leggja í gólfið á verkstæðinu. Það er liður í heilmiklum framkvæmdum sem þeir Sigmar og Kristinn hafa unnið að á síðustu mánuðum. Eins og á alvöru steypudögum dreyf að mannskap og gekk verkið bæði fljótt og vel. Það er nú reyndar þannig með gólfsteypu og þegar búið er að leggja út steypuna er verkið rétt að byrja. Í gær og í nótt hafa þeir félagar unnið í þvi að slípa steypuna jafnóðum og hún hefur verið að þorna. Nú er komið hér hið glæsilegasta gólf. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 10 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190368 Samtals gestir: 33806 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:02:42 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is