Í Flóanum |
||
26.11.2010 07:32Heimareykt hangikjötÞessa dagana er ég að fást við að reykja jólahangikjötið. Það er orðin hefð hjá mér að reykja kjöt í aðdraganda aðventunnar. Þetta er auðvita bara vesen og yfirlega að vera að fást við svona verkefni. En þegar öllu er á botninn hvolt getur það bæði verið skemmtilegra og áhugaverðugra að þurfa að hafa eitthvað fyrir hlutunum. Þorsteinn Logi Í Egilsstaðakoti kom hér í síðustu viku og rúði féð. Það er nú allt komið á gjöf og það styttist í fengitíma. Ég fæ ekki betur séð en vel fari um kindurnar á hálminum í flatgryfjunni. Skrifað af as 22.11.2010 20:19Nýr afkomandiFátt er gleðilegra í þessu lífi en það þegar nýr einstaklingur fæðist. Í gærkvöldi stækkaði fjölskyldan í Lyngholti en þá fæddist þeim Höllu og Jóni dóttir. Litla stúlkan er fimmta barnabarnið okkar Kolbrúnar. Það er eintóm hamingja að eignast fleiri barnabörn. Ég geri mér vonir um það að þessi unga dama eigi nú eftir að bjástra eitthvað með honum afa sínum eins og öll hin barnabörnin mín gjarnan gera þegar tækifæri gefst. ![]() Skrifað af as 18.11.2010 07:27Að spara aurinn en henda krónunni....Í tekjusamdrætti er mikilvægt í öllum reksrtri að bregðast strax við og sníða sér stakk eftir vexti. Þetta á einnig við í opinberum rekstri. Bæði ríki og sveitarfélögin í landinu hafa verið að fást við það verkefni. Til þess að ná árangri þarf að ganga þannig til verks að niðurskurður á einum stað verði ekki til þess að meiri kostnaður verði til annars staðar í kerfinu. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú er til umræðu á Alþingi er gert ráð fyrir miklum niðurskurði heilbrigðisgeiranum. Alls skilst mér að eigi að draga saman í þessum málaflokki um 4 til 5%. Á stjórnarfundi hjá SASS í síðustu viku voru málefni Heilbrigðisstofunnar Suðurlands (Hsu) til umræðu. Magnús Skúlason forstjóri stofunnarinnar var gestur fundarins. Hsu er gert í fjárlagafrumvarpinu að skera niður kostnað hjá sér um 412,5 milljónir kr. á næsta ári. Þessu á fyrst og fremst að ná með niðurskurði á sjúkrahúsa- og sérfræðiþjónustu stofnunarinnar. Á þessu ári nema fjárveitingar til þessarra starfsemi hjá Hsu 863,3 m.kr. Ef skera þarf niður um rúmar 412 m.kr. er ljóst að það er nánast verið að leggja starfsemina niður. Þessu hafa sunnlendingar mótmælt kröftulega með undirskriftalista rúmlega 10 þús einstaklinga. Nú er það svo að þörfin fyrir þessa þjónustu leggst ekki niður enda er ekki verið að tala um það. Þjónustan mun flytjast annað og þá væntanlega á Landspítalann og á læknastofur á höfðuðborgarsvæðinu. Gróflega áætlaður kostnaður ríkisins við þær breytingar gæti verið þannig: Aukinn kostnaður við sjúkraflutninga þ.e. frá Self. til Rvík: 50 - 100 millj Aukin heimahjúkrun; u.þ.b. 50 millj. Aukin heimaþjónusta ljósmæðra: u.þ.b. 10 millj. Aukin þjónusta ljósmæðra á LSH í Rvík: u.þ.b 10 millj. Flytjist 10.þús legudagar frá Hsu til LSH má gera ráð fyrir útgjaldaaukningu hjá LSH um 500 millj. Því til frádráttar gæti komið áður áætlaður aukinn kostnaður við heimahjúkrun upp á u.þ.b. 50 millj. Aukinn kostnaður Sjúkratrygginga vegna göngu- og dagdeildarþjónustu sem gera má ráð fyrir að flytjist á læknastofur á höfuðborgarsvæðinu: u.þ.b 65 millj. Samtals gæti kostnaður ríkisins því verið u.þ.b. 635 -685 millj. við það að spara 412,5 millj. í fjárveitingum til Hsu. Skrifað af as 13.11.2010 21:19VeturUndan farna daga hefur verið frost og norðan strekkingur suma dagana. Sólin kemur orðið upp á tíundatímanum. Hún er þó farin að skína hér lægra á lofti en áður þar sem hún er hætt að koma upp á bakvið austurfjöllin á morgnanna. Nú kemur hún upp fyrir framan Seljalandsmúlann og skín þá við sjóndeildarhring á heiðskýrum morgnum. Lömbin og hrútarnir hafa verin tekinn inn fyrir nokkru. Hér voru settir á fjórir lambhrútar. Það ætti nú að duga á þessar ær sem hér eru ásamt veturgamlahrútun. 12 gimbrar voru settar á. Ærnar verða teknar inn núna næstu daga þegar rúningsmaðurinn er tilbúinn að koma hér. Hænurnar fengu nýjan samanstað núna um daginn. Þær hafa undanfarin ár búið í gámi sem var færður inn í hlöðu á veturnar en var úti á sumrin. Þar sem ristarnar í fjárhúsinu eru farnar að gefa sig og fyrirsjánlegt að þeirra biði nokkuð viðhald ef féð ætti að vera á þeim í vetur var ákveðið að gera tilraun með að hafa fullorðnu ærnar á hálmi í hlöðunni í vetur. Þessu fylgir einnig nokkur vinnusparnaður þar sem nú er áformað að gefa þeim í heilum rúllum í gafagrind. Þannig hljóp á snærið hjá hænunum þar sem þá var hægt að útbúa aðstöðu fyrir þær í hluta af fjárhúsunum. Það er rétt að taka fram að hér er að sjálfsögu um að ræða virðulegar íslenskar hænur af "landnámsstofni". Ein þeirra ber meira að segja titilinn "falllegasta hænan á Íslandi". Í fjósinu er nú liðlega helmingur borin af þeim fjölda sem reiknað er með að beri í vetur. Hér á bæ hefur burðri verið stillt inn á mánuðina september og fram í byrjun maí. Nokkuð vel hefur gengið í haust og til þess að gera lítil vanhöld í kálfunum og kúm.
Skrifað af as 08.11.2010 07:29StútungasagaLeikdeild Umf. Vöku stóð fyrir hópferð héðan úr Flóanum á leiksýningu Leikfélags Ölfus á "Stútungasögu" í Þorlákshöfn á laugardagskvöldið. Ferðin var hin besta skemmtun og sýningin frábær. Ungmennfélögin þrjú í Flóahreppi tóku sig saman vorið 2005 og æfðu þetta leikrit. Ekki man ég lengur hvað sýningar voru margar en það var sýnt þó nokkru sinnum og á nokkrum stöðum. Hér í Flóanum var leikritið bæði sýnt í Þjórsárveri og í Þingborg. Svo var einnig farið í leikferð austur í Rangárvallasýslu og vestur á land. Sýnt var í Hvolnum á Hvolsvelli og í Brautartungu í Lundareykjadal. Það er töluverður fjöldi leikara sem þarf í þessa sýning. Það myndast góð stemming í góðum hóp sem tekst á við jafn krefjandi verkefni eins og að setja upp leikrit. Fyrir þá sem tóku þátt í þessu fyrir fimm árum hefur þessi ferð til Þorlákshafnar verið skemmtileg upprifjun. Ég hvet alla til þess að sjá þessa sýningu. Leikritið er stórskemmtilegt og húmorin óborganlegur. Leikara fóru á kostum og vil ég þakka Leikfélagi Ölfus fyrir fábæra skemmtun.![]() Skrifað af as 05.11.2010 07:30FlóaáveitanNú eru að hefjast framkvæmdir við endurbætur á vegslóða sem liggur að Flóðgáttinni á Brúnastaðaflötum. Markmiðið með því er að auka aðgengi að þessu merka mannvirki og gefa sem flestum kost á að skoða það. Flóðgáttin var tekin í notkunn árið 1927 þegar Flóaáveitan tók til starfa. Hún gegnir enn viðamiklu hlutverki í vatnsmiðlun í sveitarfélaginu. Flóaáveitan var mikið stórvirki á sínum tíma en framkvæmdir við hana hófust vorið 1922. Flóaáveitan mun hafa náð yfir 12 þúsund hektara land og með tilkomu hennar á sínum tíma urðu mikil umskipti í búskap og atvinnuháttum í Flóanum. Það er með ólýkindum hvað fólk á þessum tíma bjó yfir mikilli þekkingu, bjartsýni og elju að leggja út í jafn stórkostlegar framkvæmdir með þess tíma verkfærum. Nú er ekki eins og þetta hafi verið áhættulaust. Þetta var ekki fyrsta áveitan sem gerð var og árangur gat verið misjafn. Ómæld vinna var lögð í þetta og miklum fjármunum var varið í verkefnið. Lán voru tekin með veðum í jörðunum. Samtímis og í kjölfar framkvæmda við Flóaáveituna var farið að huga að hagnýtingu á grasaukanum sem varð með tilkomu hennar. Farið var að leggja bílvegi um Flóann og huga að stofnum Mjólkurbús Flóamanna til þess að taka við og koma á markað mjólkinni sem framleidd yrði á ört stækkandi búunum . Í fyrstu var um stóraukinn engjaheyskap að ræða en með því að veita jökulvatnu á engarnar á vorin virkaði það eins og áburður á grösin. Skurðakerfi áveitunnar reyndist svo einnig grundvöllur túnræktar í stórum hluta Flóans og er svo raunin ennþá í dag. Það er ljóst að þessi framkvæmd orsakaði gríðaleg umhverfisáhrif hér í Flóanum. Hún hafði mikil áhrif á gróður, dýralíf og mannlíf svæðisins. Hvort þessar breytingar væru taldar til bóta í umhverfismati nútímans veit ég ekki en þær eru undirstaðan í fjölbreyttri náttúru og atvinnu-og mannlífinu sem nú er hér að finna. Við Jón í Lyngholti tókum hluta úr degi í síðasta mánuði í að fara ríðandi að Flóðgáttinni. Þetta var síðasti reiðtúrinn okkar á þessu hausti. Nú er búið að draga undan hrossunum og sleppa þeim. Við fórum héðan um hádegi. Fórum um land Hurðarbaks og að Neistastöðum. Þaðan upp vegin að Brúnastöðum að stóra áveituskurðinum (Vélskurðinum). Þaðan eftir skurðbakkanum austanmegin að Flóðgáttinni. Það er einmitt á þessum skurðbakkanum sem verið er að endurbæta vegslóðan svo hægt verði að fara þessa leið á bíl. Alls er þessi slóði eitthvað á þriðja kílómeter.
Skrifað af as 31.10.2010 07:31VígsluhátíðÁ föstudaginn var vígsluhátíð fyrir nýju viðbygginguna við Flóaskóla haldin. Íbúar sveitarfélagsins og aðrir velunnarar skólans fölmenntu. Fólk var í hátíðarskapi. Margrét sveitastjóri stjórnaði samkomunni. Flutt voru ávörp og nemendur skólans voru með tónlistaratriði þess á milli. Boðið var upp á kaffiveitingar og gestum gafst kostur á að fara um skólan og skoða bygginguna. Elín Höskuldsdóttir formaður fræðslunefndar rakti aðdraganda þess að ráðist er í þessa stækkun á skólanum. Hún rakti þessa sögu allt frá því að ákvörðun var tekin um að sameina þrjá fámenna skóla í Flóanum í einn skóla og hvernig fræðsluyfirvöld á svæðinu og íbúar svæðisins unnu saman að þeirri ákvörðun. Hún sagði frá íbúaþingi sem fræðslunefnd hélt vorið 2008 þar sem skýr vilji kom fram um að stofna unglingadeild við Flóaskóla og gera hann að heildstæðum grunnskóla fyrir alla 10 bekkina. Kristín Sigurðardóttir skólastjóri sagði m.a. í sínu ávarpi frá því hvernig skólastarfið í Flóaskóla hefur vaxið og dafnað. Hún sagði frá því hvernig samfélagið og skólinn vinna saman að menntun og uppeldi barnanna og unglinganna. Hún lýsti þeirri aðsöðu sem skólinn bjó við og þeirri breytingu á aðstöðu bæði kennara og nemenda sem viðbyggingin hefur í för með sér. Sjálfur flutti ég eftirfarandi ávarp:
Skrifað af as 29.10.2010 07:18TónahátíðFélagsheimilin í Flóahreppi standa fyrir Tónahátíð í félagsheimilunum nú í október. Tónahátíðin saman stendur af þremur tónleikum sem haldir eru til skiptist í öllum félagsheimilunum. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í Þingborg í byrjun mánaðarins eða þann 2.okt. Þar mættu þeir kappar Ragnar Bjarnason, Ómar Ragnarsson og Þorgeir Ástvaldsson og skemmtu fólki með söng og gamanmálum. Aðsókn var ágæt og undirtektir góðar. Þann 15.okt voru í Þjórsárveri haldir tónleikar með Hjaltested/Íslandi dúettinum. Dúettin skipa þau Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran sem er sonardóttir Sigurveigar Hjalested söngkonu og Stefán Helgi Stefánsson sem er langafabarn Stefáns Íslandi óperusöngvara. Þau fluttu vandaða söngskrá við undirleik Ólafs B Ólafssonar. Meðal annars fluttu þau lagið "Flóahreppur" en lag og texti er eftir Ólaf. Að loknum tónleikunum stjórnaði Ólafur fjöldasöng og spilaði undir á harmonikku. Um 50 manns sóttu þessa tónleika og nokkur fjöldi gestanna skemmti sér með söng fram á nótt. Í kvöld 29.okt verða svo í Félagslundi tónleikar með Benny Crespo´s. Þetta band er skipað þeim Helga Rúnari, Magnúsi Öder, Bassa Ólafssyni og Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur sem er betur þekkt yndir nafninu Lay Law. Þau verða með sitt hljóðkerfi og ýmsan ljósabúnað og bjóða upp á rafmagnað kvöld með ljósadýrð. Helgi Valur trúbador mun hita upp. Það er ástæða til að þakka rekstrarstjórn og húsvörðum félagsheimilanna fyrir metnaðarfulla dagskrá á þessari Tónahátíð. Ég skemmti mér vel á þessum tveimur tónleikum sem búnir eru og ætla ekki að missa af tónleikunum í kvöld. Skrifað af as 24.10.2010 07:29AtvinnustarfsemiÞrátt fyrir að Flóahreppur sé ekki ýkja stórt sveitarfélag og innan þess sé ekkert þéttbýli er atvinnustarfsemin sem hér er stunduð bísna fjörbreytt. Það sem helst einkennir atvinnuífið er hátt hlutfall íbúa sem er í einhverskonar rekstri. Yfirleitt er um að ræða tiltölulega lítil fyrirtæki með fáa starfsmenn en viðfangsefnin eru mörg. Fyrr í þessum mánuði fóru fulltrúar í sveitarstjórn og í atvinnu-og umhverfisnefnd sveitarfélagsins í heimsókn á nokkra vinnustaði í Flóahreppi. Rætt var við eigendur og starfsmenn sem kynntu þá starfsemi sem fram fer á hverjum stað. Allstaðar var okkur mjög vel tekið og dagurinn var bæði skemmtilegur og fræðandi. Komið var á eftirfarandi staði: fangelsið að Bitru, Formax/Paralamp vélsmiðja í Gegnishólaparti, Sveitabúðin Sóley og ferðaþjónusta í Tungu, fjósið í Gerðum, ferðaþjónusta og heildverslun í Vatnsholti og Brugghúsið í Ölvisholti. Það var athyglivert að heyra hvernig margir þessir aðilar hafa brugðist við því efnahagsástandi og hruni sem orðið hefur. Það skiptið sköpum í öllum rekstri að geta brugðist við breyttum aðstæðum fljótt og vel. Þannig hafa sumir hverjir þurft að gjörbreyta sínum rekstri. Fyrir ekki svo mörgum árum síðan var hér á þessu svæði fyrst og fremst stundaður hefðbundinn landbúnaður. Hann gegnir ennþá mikilvægu hlutverki í atvinnumálum Flóahrepps. Þó að það hlutfall íbúa sem hefur atvinnu af landbúnaði hafi lækkað mikið hefur framleiðsla á landbúnaðarvörum ekki dregist saman á svæðinu. Af sveitarfélögunum í Árnessýslu er fjöldi nautgripa og hrossa mest í Flóahreppi og töluvert er af sauðfé. Hér er heildar uppskera heys og korns einnig með því mesta af einstökum sveitarfélögnum í sýslunni. Skrifað af as 17.10.2010 07:28Fjárhagsáætlanir og fjárlagafrumvarpiðVinna við fjárhagsáætlanir næsta árs eru nú í fullum gangi. Fjármálaráðherra hefur lagt fram sitt fjárlagafumvarp og vinna við fjárhagsáætlnair hjá sveitarfélögum landsins er nú í hámarki. Skrifað af as 09.10.2010 07:40Yngsti bóndinnArnór Leví Sigmarsson sonarsonur minn varð þriggjs ára í gær. Í dag er veisla í Jaðarkoti í tilefnin þess. Arnór var ekki stór þegar hann fæddist aðeins um 9 merkur enda fæddur nokkuð fyrir tímann. Hann greindist einnig fljótlega eftir fæðingu með meðfæddann ónæmisgalla sem gerði það að verkum að hann var mjög viðkvæmur fyrir sýkingum og fékk oft hita. Stundum fékk hann mikinn hita og var lagður inn á sjúkrahús í lyfjameðferð á fyrstu mánuðunum í sínu lífi.
Skrifað af as 05.10.2010 07:30LandsþingÍ síðustu viku var Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið á Akureyri. Þingið hófst á miðvikudegi og lauk um hádegi á föstudag. Miklar umræður voru á þinginu m.a.um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sameiningu sveitarfélaga, fjárhagsstöðu sveitarfélaga og hlutverk þeirra í velferðaþjónustunni við íbúanna. Drög að nýjum sveitastjórnarlögum og fjármálareglum fyrir sveitarfélög var einnig til kynningar og umræðu á þinginu. Mikil áhersla var lögð á það af hálfu fyrrverandi sveitarstjórnarráðherra Kristjáns L Möllers að til þess að efla sveitastjórnarstigið væri nauðsynlegt að fækka sveitarfélögunum umtalsvert. Hann hafði boðað að það yrði að gera með lagaboði ef sveitarfélögin sjálf myndi ekki ganga í það verk hratt og vel á þessu kjörtímabili Nýr ráðherra Ögmundur Jónasson hefur aðrar áherslur í þessu málum. Á landsþingnu sagðist hann reyndar vera því fylgjandi að efla sveitarstjórnarstigið og til þess að sveitarfélögin gætu tekið við stórum málaflokkum væru þau flest of lítil. Ögmundur vill samt ekki fara í lögþvingaðar sameiningar. Í anda aukins lýðræðis vill hann að svona ákvarðanir verði í höndum íbúanna sjálfra. Á landsþinginu var talað um sameiningar og/eða aukna samvinnu sveitarfélaga í stórum málafokkum. Nú um næstu áramót eru sveitarfélögin að taka við viðamiklum málaflokki sem er málefni fatlaðra. Það verkefni eru sveitarfélögin að leysa með mikilli samvinnu margra sveitarfélaga. Fjárhagsstaða sveitarfélaga var til umræðu á landsþinginu og ljóst að gífurlegur munur er á milli einstakra sveitarfélaga. Kynntar voru tillögur að nýjum fjármálareglum fyrir sveitarfélög og samráð um efnahagsmál við ríkisvaldið. Þessar reglur eiga m.a. að setja sveitarfélögum ákveðnar skorður við skuldasöfnum og hallareksturs. Þær eiga einnig að koma á agaðri samskipum milli ríkis og sveitarfélaga á sviði efnahagsmála og í fjármálasamskiptum. Ég var komin heim um miðjna dag á föstudag eftir að hafa setið þingið. Það er ekkert betra en góður útreiðatúr til þess að jafna sig eftir setu á fundum dögum saman og ferðalög í flugvélum. Við Jón í Lyngholti tókum góðan útreiðatúr á föstudagskvöldið. Fórum af stað um sjö leitið og riðum fyrst upp í Lyngholt, þaðan upp á gamla Ásaveginn og fórum að vatnstankum í Ruddakró. Þaðan riðum við upp að Hurðarbaki þar sem við fengum góðar viðtökur hjá Fanney og Reyni. Að því loknu riðu við heim og vorum komnir hingað rétt fyrir miðnætti. Skrifað af as 29.09.2010 07:29HrútasýningHrútasýningar eru miklir menningarviðburðir. Löng hefð er fyrir því í gamla Villingaholtshreppum að líta á hrútasýningadaginn sem sérstakan hátíðisdag. Ég reikna með því að svo hafi einnig verið í öðrum sveitum Hér áður fyrr voru þetta fjölmennar samkomur þar sem stór hluti fólks á öllum aldri úr sveitinni mætti með sína bestu kynbótahrúta. Metnaður var mikill fyrir því að eiga besta hrútinn. Ég man eftir því að fljótlega eftir að ég fluttist í Flóann 10 ára gamall mætti ég á hrútasýningar í Villingaholti en þar voru þær haldnar um árabil. Á árunum 1978 til 1985 að mig minnir voru þessar sýningar haldnar hér í hlöðunni. Var þá fjölmenni hér og mikið fjör. Sjálfu hef ég átt hrúta á þessum sýningum allt frá barnsaldri. Suma góða en aðra ekki eins góða. Nú eru breyttir tímar en m.a. vegna smithættu og riðutilfella er hætt að safnast saman á einum stað með hrútana til að dæma þá. Þess í stað fara ráðunautarnir á milli bæja með ómsjá og mæla og dæma bæði lambgimbrar og lambhrúta og einnig veturgamla hrúta. Ekki þykir lengur ástæða til að dæma eldri og áður dæmda hrúta. Þrátt fyrir þetta og að kindur eru ekki á öllu bæjum lengur er hrútasýningardagurinn samt alltaf sérstakur. Hér í gamla Villingaholtshreppum á félagssvæði Sauðfjárræktarfélags Villingaholtshrepps var hann á mánudaginn var. Hér á bæ voru skoðaðir 2 veturgamlir hrútar 13 lambhrútar og 17 gimbrar. Í lok dagsins var komið saman í glæsilegri aðstöðu á loftinu í fjárhúsinu hjá Þorsteini Loga frænda mínum í Egilsstaðakoti og sýningin gerð upp. Veðlaun voru veitt fyrir hæðst dæmdu gripina. Reyndar voru verðlaun fyrir sýnignuna frá því fyrra einnig afhent þar sem ekki hafði unnist tími til þess þá. Í fyrra var besti veturgamli hrúturinn og besti lambhrúturinn úr Syðri-Gróf en besta gimbrin var héðan.
Efsti lambhrúturinn var einnig úr Syðri-Gróf með 88,5 stig og besta gimbrin var frá vesturbænum í Kolsholti með 19 fyrir læri. Gimbur númer tvö var héðan en það var Prjónsdóttir með 18,5 fyrir læri.
Skrifað af as 26.09.2010 07:45KornskurðurNokkuð vel hefur gengið að skera kornið í Flóanum í haust. Tíðafar hefur verið mun betra en undanfarið haust en í fyrra og árið þar áður hamlaði bleytutíð verulega kornskurði. Mér skilst að þreskivélin sem Flóakorn ehf á sé búin að slá eitthvað um 200 ha nú í haust hér í Flóanum og í Ölfusi. Það er eitthvað eftir að slá meira en það fer að sjá fyrir endan á því þetta haustið. Skrifað af as 21.09.2010 07:47DómurÁ föstudaginn var í Héraðsdómi Reykjavíkur kveðinn upp dómur í máli því sem Flóahreppur höfðaði til þess að fá fellda úr gildi ákvörðun umhverfisráðherra um að synja sveitarfélaginu um staðfestningu á aðalskipulagi í fyrrum Vllingaholtshreppi. Dómurinn félls á kröfu Flóahrepps um að þessi synjun væri ólögleg og felldi ákvörðunina úr gildi. Ég get ekki sagt að þessi dómur hafi komið mér á óvart því svo margt var hægt að setja út á þessa synjun, bæði hvað varðar málsmeðferð og þau rök sem ráðherra hafði fyrir henni. Dómurinn er þó skýrari en ég gat búist við varðandi það atriði sem helst hefur verið rætt um en það er heimild sveitarfélagins til þess að krefjast endurgreiðslu á kostnaði við skipulagsvinnuna. Dómurinn tekur í raun líka á þeirri ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórarráðherra frá því í fyrra haust þegar hann úrskurðaði að 6. grein samkomulags Flóahrepps við Landsvikjun væri ólögmæt. Sú grein fjallaði um það að Landsvirkun skyldi endurgreiða kostnað sem féll á sveitarfélagið vegan skipulagsvinnu við fyrirhugaða Urriðafossvikjun. Samkvæmt dómi Héraðsdóms nú virðist sá úrskurður einnig ólögmætur. Ekki veit ég hvað tekur mæst við í þessu máli en það er í höndum umhverfisráðherra. Aðalskipulagið getur ekki tekið gildi fyrr en búið er að fá staðfestningu ráðherra. Eftir er að sjá hvort þessum dómi verði áfríað til Hæðstaréttar.
Skrifað af as Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 10 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190368 Samtals gestir: 33806 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:02:42 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is