Í Flóanum |
||
14.03.2010 20:24HéraðsþingHéraðsþing HSK var haldið í Þingborg í gær. Það var Flóahreppur sem bauð til þings og þáði ég boð HSK manna um að sitja þingið sem gestur. Hafði ég mjög gaman af því, en sjálfur starfaði ég á þessum vettvangi í fjölda ára. Ég mun hafa fyrst setið HSK þing í Tryggvaskála 1978 og aftur árið eftir á Hvolsvelli 1979. Næst kom ég á HSK þing á Selfossi 1986 og var á öllum Skarphéðinsþingum á hverju ári til ársins 2000. Árið 2003 var þingið haldið í Þjórsárveri og var ég þar sem þingforseti. Síðan hef ég ekki komið á héraðsþing. Það er alltaf hressandi og ég fyllist alltaf meiri bjartsýni á framtíðina að fylgjast með þróttmiklu starfi ungmennfélagshreyfingarinnar. Þingið í gær var vel sótt og umræður líllegar og miklar. Það var vel við hæfi að Flóahreppur skyldi bjóða til þings í ár. Héraðssambandið er 100 ára á þessu ári en það var einmitt stofnað hér í sveit, nánar til tekið í Hjálmholti í gamla Hraugerðishreppum, 14. maí 1910. Sveitastjórn Flóahrepps ákvað því í tilefni þessarra tímamóta að bjóða aðstöðuna í Þingborg til þess að halda þingið auk þess sem þingfulltrúum og gestum var boðið til hádegisverðar. Þinghaldið gekk mjög vel og ég held að HSK menn hafi verið ánægir með daginn . Inga húsvörður í Þingborg er snillingur í að taka á móti svona viðburðum og leysir yfirleitt öll vandamál áður en þau koma upp. Hún var með kvenfélagið í Hraungerðishreppnum í veitingunum og var það gert með miklum myndarbrag. Starfsmenn þingsins voru heimamenn hér úr Flóanum en við eigum mikið af öflugu félagsmálafólki á öllum aldri. Þingforsetar voru þeir Einar H Haraldsson á Urriðafossi og Stefán Geirsson í Gerðum. Þingritarar voru þær Hallfríður Ósk Aðalsteindóttir í Lyngholti og Svanhvít Hermansdóttir á Lambastöðum. Fanney Ólafsdóttir á Hurðarbaki stjórnarmaður í HSK var formaður kjörbréfanefndar og vann heilmikið við skipulag þingsins. Í upphafi þingsins í gærmorgun var sýndur stuttur leikþáttur af leikdeild Umf. Vöku. Það vorun þau Guðmunda Ólafsdóttir á Hurðarbaki og Tómas Karl Guðsteinsson á Egilsstöðum sem fóru á kostum í leikþættinum "Ýsa var það heillin." Skrifað af as 14.03.2010 07:34Ætti ég að halda úti bloggsíðu...?Mér hefur dottið til hugar að halda úti bloggsíðu. Ástæðan er kanski fyrst og fremst til þess að koma á framfæri skoðunum mínum og áherslum í málefnum sveitarfélagsins og kynna fyrir þeim sem áhuga hafa hvað verið er að fást við hverju sinni. Ég hef síðan vorið 2006 verið oddviti í sveitarfélaginu Flóahreppur. Ég er tilbúin til þess að halda því starfi áfram ef áhugi er meðal kjósenda til þess. Skrifað af as Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 10 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190368 Samtals gestir: 33806 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:02:42 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is