Í Flóanum |
||
28.03.2015 22:16Strandaglópur í NewYorkÞað fór nú þannig, að með tiltölulegum litlum fyrirvara, ákváðum við Kolbrún að taka okkur gott vetrarfrí. Skrokkurinn á mér og tíðarfarið lögðust á eitt að sannfæra okkur um að tímbært væri að eyða nokkrum vikum í sól og hita áður en vorið kemur í Flóann. Stefnan var sett á Fort Myers í Flórída. Það er talsvert ferðalag að komst þangað en með góðri aðstoð reyndari ferðalangra tókst að finna og bóka flug alla leið á einum degi. Fljúga átti með Icelandair frá Keflavík til New York og þaðan áfram að kvöldi sama dags með bandríska flugfélaginum JetBlue beint til Fort Myers. Þetta var gott plan. ![]() Flugið til NY gekk vel. Að vísu var vélin rétt lent þegar allt var gefið í botn aftur og flugvélin rifinn upp aftur. Okkur var sagt að eitthvað óvænt hafi verið á flugbrautinni og því orðið að hætta við lendingu á síðustu stundu. Vélin hóf aftur aðflug og lenti skömmu síðar. Þetta tafði okkur ekki meira en tæpan hálftíma. Þar sem við þurftum að ná flugi aftur varð maður aðeins órólegur en þetta átti nú alveg að geta gengið upp. Þar sem við vorum að koma inn í Bandaríkinn var ekki hægt að bóka farangur alla leið. Nú fórum við í gegnum vegabréfaskoðun. Að því loknu urðum við að finna töskurnar okkar og fara í gegnum tollskoðun áður en við gátum innritað okkur og farangurinn í flug til Flórída. Við biðum talsvert eftir töskunum og ekki laust við að maður óttaðist að lenda aftarlega í biðröð í tollskoðun. Þar sem við stóðum við færibandið og reyndum að koma auga á töskurnar okkar heyrðum við að nöfin okkar ásamt fleiri nöfnum eru kölluð upp í flugstöðinni. Þá er þar komin kona að fullvissa sig um að þeir sem komu með vélinni og þurftu að ná tengiflugi hefðu skilað sér. Hún leiðbeindi okkur framhjá biðröð við tollskoðunina og hvar við gætum innritað farangurinn aftur í flug og hvert við ættum svo að fara til að komast í vél frá JetBlue til Flórída. JFK flugvöllurinn í New York er risa stór. Allavega í augum Flóamannsins sem ekki hefur mikla ferðareynslu á heimsvísu. Flugstöðin sem við komum í er bara ein af mörgum við flugvöllinn. Nú þurfti að taka lest til næstu flugstöðvar til að komast um borð hjá JetBlue. Það gekk nú bara ágætlega hjá okkur. Það hjálpaði mjög hvað Kolbrún er fær í að tjá sig á ensku og gat spurt óhikað til vegar. Það gekk hingsvegar ekkert fyrir mig að tala við innfædda á góðri íslensku. Þeir eru mjög slakir í henni. ![]() Þegar við vorum kominn á réttan stað (terminal 5) var farið í hefðbundna biðröð við vopnaleit og þegar því var lokið varð að komast að því við hvað hlið flugvélin færi. Þangað vorum við komin í tæka tíð miðað við þann flugtíma sem gefinn var upp. En.....þá kemur í ljós að búið er að fella þetta flug niður. ![]() Það var vetrarstormur með snjókomu og bil víða í Bandaríkunum sem setti allt innanlandsflug hjá JetBlue úr skorðun þennan dag. Í NY var skíta kuldi og snjór og slabb yfir öllu. Við tókum okkur strax stöðu við næsta afgreiðsluborð. Þar myndaðist á örstundu löng biðröð því greinilega höfðu fleiri ætlað með þessu flugi en við. Við vorum sem betur fer frekar framalega í röðinni. Næst á undan okkur var íslensk kona sem hafði komið með sömu vél og við frá Íslandi og ætlaði einnig til Fort Myers. Hún var veraldarvön og hafði ferðast um heim allan og reyndist okkur hin mesta hjálparhella að komast af í flugstöðvarbrjálæði stórborgarinnar. Þegar röðin kom að henni var henni boðið sæti í flugvél sem færi kl 1 daginn eftir til Fort Myers. Þegar röðin kom svo að okkur strax á eftir var ekkert laust sæti lengur til fyrr en eftir 3 daga. Það fannst okkur ill ásættanlegt og fengum svokallaðan hoppmiða í næsta flug sem áætlað var að færi í loftið kl 6 morgunin eftir. Það var búið að full bóka í það flug en ef einhver forfallaðist áttum við að hafa forgang í þau sæti. Okkur var samt gert að fara út af brottfararsvæði flugstöðvarinnar og sækja farangurinn okkar. Við gætum svo innritað okkur aftur þremur tímum fyrir brottför. Klukkan var nú farin að ganga 11 um kvöld að staðartíma. Vegna tímamunar voru nú komnir einir 22 klukkutímar frá því fórum á fætur og ekki laust við að við færum að verða þreytt. Vinkona okkar sem fékk flugsætið daginn eftir fór nú í að finna sér hótelherbergi. Við hingvegar ætluðum ekki að missa af þeim möguleika að komast áfram í fyrramálið og hreiðruðum um okkur á stólum með farangurinn okkar fyrir framan innritunarborðin í flugstöðunni. Það kom svo reyndar í ljós að hvergi var hægt að fá hótelherbergi í NY þessa nótt svo vinkona okkar kom aftur og svaf á gólfi flugstöðvarinnar það sem eftir var nætur. ![]() Á öðrum tímanum um nóttina verðum við vör við að það er farið að myndast biðraðir við innritunnarborðin. Okkur fannst því ráðlegast að taka okkur þar stöðu með farangurinn. Í þessari biðröð stóðum við svo í hátt í þrjá klukkutíma. Það vantaði ekki starfsfólk á svæðið. Allan tíman var verið að reyna að afgreiða fólk. Það virtist samt vera að illa gengi að uppfylla þarfir fólks. Biðröðin var sennilega full af strandaglópum eins og okkur. Ferðaáætlanir höfðu raskast hjá mörgum vegna veðursins. JetBlue var ekki að höndla það að greiða götur fólks vegna þessa. Þegar röðin kom loks að okkur gekk vel að innrita farangurinn þar sem við vorum með þennan "hoppmiða" á flug kl 6. Nú var farið aftur í gegnum vopnaleitina og því næst að finna um hvaða hlið maður færi um borð. En.......þá kom í ljós að það var einnig búið að fella þetta flug niður og reyndar einnig næsta flug til Fort Myers sem átti að fara í loftið kl 9:00. Enn á ný tekur Kolbrún sér stöðu við afgreiðsluborð. Nú reyndar höðum við tekið eftir að á upplýsingatöflum í flugstöðinni er búið að bæta við flugum til Fort Myers bæði kl 15:00 og 17:00. þennan dag. Við gerðum okkur því vonir um að nú hlytum við að fá fast sæti með annað hvorri þessara véla. En svo fór nú reyndar ekki svo. Öll þessi flugsæti voru seld og höfðu selst upp á augabragði um leið og þau voru sett á netið. Ég gruna JetBlue um að hafa haft meiri áhuga á að selja þessi flugsæti til annarra viðskipavina heldur en að greiða götu þeirra sem þegar höðu borgar flug til Flórída. ![]() Það eina sem við gátum fengið var "hoppmiði" með næsta flugi sam átti að vera kl 1:00. Það' var reyndar flugið sem vinkona okkar frá því kvöldinu áður hafði fengið far með. Við hittum hana nú aftur þar sem hún kom furðu hress eftir nætursvefn á gólfi flugstöðvarinnar. Hún var með miða upp á fast sæti í vélinni svo hún komst óhikað um borð. Við hinsvegar biðum milli vonar og ótta um að einhvar myndi nú forfallst eða sofa yfir sig og missa af vélini, svo við kæmust með. Þegar vélinn er svo að verða full verðum við vör við það að það er þarna hópur fólks í sömu stöðu og við. Þó það stæði stórum stöfum á okkar miða að við ættum að hafa forgang á að komast með ef pláss væri stóð einnig það sama á miðum þessa fólks. Þegar allir sem höfðu miða með sætisnúmerum voru komnir um borð var farið að pikka úr þessum hópi í vélina. Það voru einir átta eða tíu úr þessum hóp sem voru kallaðir um borð en við ásamt nokkrum fleirum voru skilinn eftir. Enn á ný er okkur boðið "hoppmiði" á næsta flug kl 15:00. Við förum nú að velta fyrir okkur hvort hægt sé að komst á leiðarenda eftir öðrum leiðum. Við fórum að kanna hvaða flugvellir væru næstir Fort Myers og íhuga hvort hægt væri að fá flug þangað og keyra svo til Fort Myers. Ákveðum samt að reyna einu sinnni enn og gefum okkur fram strax og starfsmaður mætir við landganginn til að undirbúa að hleypa inn í vélina sem átti að fara í loftið kl 15:00. Hún aftekur það með öllu að það verði pláss fyrir okkur í þessu flugi. Það sé allveg tilgangslaust að bíða eftir því. ![]() Nú förum við enn á ný að velta fyrir okkur hvað til bragst ætti nú að taka. Kolbrún hittir þá starfsstúlku þarna í flugstöðunni sem áður hafði reynt að finna flug fyrir okkur. "Eruð þið enn hérna" varð henni að orði þegar hún sá okkur væflast þarna um. Hún fer með Kolbrúnu og skömmu síðar kemur Kolbrún aftur sigri hrósandi til baka. Þessari ágætu konu tókst að finna flugsæti fyrir okkur til Fort Myers um kvöldið. Það var reyndar frá Boston en ekki JFK í New York. En við gátum fengið flug til Boston nú kl 17:00 og ættum því að ná vélinni þaðan til Fort Myers. Okkur létti nú mjög og gengum kát inn í vélina á settum tíma sem átti að flytja okkur til Boston. Ég get ekki sagt að ég saknaði þess nú að yfirgefa "terminal5" á JFK flugvellinum í NY. Eitthvað gekk treglega að komast í loftið. Flugstjórinn upplýsti okkur um að smávægleg vélarbilun væri um að ræða og það væri nú verið að ljúka við viðgerð. Svo leið hálftími og ekki fór vélinn í loftið. Aftur var okkur tilkynnt um að það yrði einhverjar mínutur enn í töf og okkur þökkuð þolumæðin. Við fórum nú að efst um að við næðum vélinni til Fort Myers. Ég lagði nú til að við færum samt með vélinni til Boston, Ég gat varla hugsað mér að vera aðra nótt á JFK í NY. En þessi ferð endaði svo á því að okkur var tilkynnt að ekki tækist að gera við bilunina og flugið því fellt niður og við beðin að ganga aftur frá borði. Og enn og aftur var Kolbrún kominn í röð við afgreiðsluborð að reyna að finna út hvað hægt væri að gera í stðunni. ![]() Nú höfðu losnað tvö sæti til Fort Myers með vél sem fara átti kl 19:00 næsta dag. Við tókum þau og fórum svo út úr flugstöðinni og fórum í að finna okkur hótelherbergi í New York. Það gekk fljótt og vel. Þar sváfum við svo næstu 12 tímana enda nú nánst búnn að vaka samfleitt í 40 klst. ![]() Mættum aftur í terminal5 á JFK flugvellinum í New York rétt fyrir hádegi daginn eftir og fórum eina ferðina enn í gegnum vopnaleitina. Við vissum að það átti að fljúga til Fort Myers bæði um kl 15:00 og kl.17:00. og ætluðum ekki að gefa það eftir ef sæti losnuðu. Í fyrra fluginu var eitt laust sæti. Þar sem við höðum nú gengið í gegnum þetta allt saman hingað til og áttum örugg sæti í flugvél um kvöldið slepptum við því. Það var svo með flugvélinni sem fór í loftið um kl 17:00 sem við fengum loks sæti og vorum kominn til Fort Myers rúmum tveimur tímum síðar. Þar beið farangurinn okkar eftir okkur en hann hafði komið deginum áður. Við komum til Flórída tæpum 2 sólahringum síðar en upphafleg ferðaáætlun okkar gerði ráð fyrir. ![]() Við létum nú þessa lífsreynslu ekki spilla dvöl okkar í Flórida. Við framlengdum meira segja dvölinni þar um 3 daga til þess að vega upp þann tíma sem tapaðist í NY. Dvöldum þar í góðu yfirlæti í sumarveðri og sólskyni í tæpar 3 vikur. Ferðn heim gekk svo ljómandi vel þrátt fyrir viðkomu á JFK og að hafa flogið aftur með JetBlue. Ég get nú samt ekki sagt að mér langi til þess að millilenda oftar á JFK í NY. Ég get ekki heldur sagt að mig langi til þess að eiga í viðskipum við JetBlue meira. Hvað verður svo í framtíðinni kemur bara í ljós. Ég vona samt að við Kolbrún eigum eftir að ferðast meira saman. Það er alltaf skemmtilegt og uppbyggjandi að ferðast um og sjá eitthvað nýtt með góðum ferðafélaga. ![]() Skrifað af as 15.02.2015 16:01MyndÞegar ég skrifaði síðustu færslu, hér á síðunni um daginn, mundi ég eftir mynd sem tekinn var (að mig mynnir) á fyrsta starfsári leikskóans í kjallaranum í Villingaholtsskóla. Þá reyndar fann ég hana ekki þrátt fyrir leit, Svo eins og stundum vill vera kom hún allt í einu upp í hendurnar á mér núna áðan þegar allri leit er löngu hætt. Á myndinni eru standandi frá vinstri: Magnús Halldór Pálssson Syðri-Gróf, Benedikt Hans Kristjánsssson Ferjunesi, Stefán Ólafsson Hurðarbaki, Kristín Birna Jónasdóttir austurbænum á Egilsstöðum, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir veturbænum á Egilsstöðum. Sitjandi frá vinstri: Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir Vatnsholti, Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir austurbænum í Kolsholti (nú í Lyngholti), Bríet Guðjónsdóttir Skyggnisholti, Rúnar Magnússon Súluholti, Halla Eríksdóttir Skúfslæk og Kristín Þóra Albertsdóttir Sandbakka. Skrifað af as 06.02.2015 21:05Leikskólinn KrakkaborgFyrir 33 árum tóku nokkrir foreldrar í gamla Villingaholtshreppnum sig til og stofnuðu leikskóla. Markmiðið var fyrst og fremst að veita börnum sínum, sem ekki voru komin á grunnskólaaldur, meiri félagsleg tækifæri. Leikskólinn var í fyrstu starfræktur tvisvar í viku í nokkra klukkkutíma í senn ef ég man rétt. Óskað var eftir því við sveitarfélagið að það léti leikskólum í té húsnæði og fékk hann inni í herbergi í kjallaranum í gamla Villingaholtsskóla. Hugsanlega styrkti Villingaholtshreppur starfsemina eitthvað meira t.d. með kaupum á húsgögum og leikföngum en leikskólinn var fyrst og fremst rekinn af foreldrum fyrstu árin. Þessi leikskóli starfaði á Villingaholtinu í 14 ár eða til ársins 1996. Þá taka Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur upp samstarf um rekstur leikskóla og flytst starfsemin þá í félagsheimilið Þingborg. Árið 2004 kemur svo Gaulverjabæjarhreppur einnig inn í reksturinn en þá flytst starfseminn í skólahúsnæðið í Þingborg. Flóahreppur hefur svo verið rekstraraðili skólans frá 2006 þegar hann verður til við sameinigu þessara sveitarfélaga. Allt frá upphafi höfum við hér á bæ tengst þessari starfsemi á einhvern hátt. Okkar fyrsta barn (hún Hallfríður) var á leikskólaaldri þegar þessi starfsemi hófst og hóf hún þar sinn menntaveg. Það gerðu síðan líka bæði yngri systkini hennar. Öll barnabörnin okkar sjö hafa einnig hafið sína skólagöngu í þessum leikskóla og eru þrjú þau yngstu nemendur þar í dag Kolbrún hefur unnið við leikskólann með hléum lengi eða allt frá upphafsárum hans og er þar starfandi í afleysingum nú. Hallfríður hóf störf við leikskólann snemma árs 1999 og hefur starfað þar síðan. Fyrst með námi í Fjölbrautaskólanum og svo fjarnámi í Kennaraháskólum. Í dag er hún aðstoðarleikskólastjóri. Í dag, á degi leikskólans, var því fagnað hér í sveit að leikskólinn hefur nú tekið til starfa í nýju og endurbættu húsnæði í Þingborg. Fjöldi fólks mætti á opið hús í leikskólanum. Fólk var í hátíðarskapi og ekki annað að sjá en mönnum hafi litist vel á þær framvæmdir sem unnar hafa verið við húsnæðið. Ég vil óska okkur öllum íbúum Flóahrepps til hamingu með nýja leikskólann. Ég er sannfærður um að vel hafi tekist til. Aðstaðan er nú orðin með besta móti og ef við höldum áfram að leggja áherslu á metnaðarfullt leikskólastarf á það að geta orðið. Öll börn á leikskólaaldri í sveitarfélaginu eiga nú að geta fengið leikskólapláss í næstu framtíð. ![]() Skrifað af as 17.01.2015 21:01SpennaÞað er til prýði á hverjum bæ að það sé hundur á bænum. Víða eru menn að komast upp á lag með að nota hunda í smalamenskur með góðum árangri. Ekki eru nú allir hundar jafn nothæfir í slíka vinnu en geta samt haft sinn tilveru rétt á bænum Hér á bæ hefur yfirleitt alltaf verið a.m.k. einn hundur eða tík. Þeirra hlutverk hefur fyrst og fremst verið að veita heimilsfólkinu félagsskap. Betra er líka að þeir séu ekki til bölvunnar í smalamennskum. Mér finnst betra, og ég er vanur því, að það fylgi mér hundur í öllum mínum störfum við búskapinn. Spenna heitir hún tíkin sem við eigum nú. Hún er Íslenskur Fjárhundur eins og flestir þeir hundar sem hér hafa verið. Kolbrún fékk hana hvolp frá Elínu á Galtastöðum fyrir nokkrum árum. Þetta er indælis tík sem fylgir mér eins og skugginn í öllum mínum verkum hér heima. Hún fylgir mér líka yfirleitt á útreiðum. Þó ég sé ríðandi í hóp með öðrum með misjaflega þægum hundum fylgir hún fyrst og fremst hestunum mínum og gegnir mér afdráttarlaust ef ég kalla á hana. Spenna þolir að vísu illa aðra hunda og þegar hundurinn í Jaðarkoti er með mér líka lætur sig helst hverfa. Hún leitar þá frekar heim að bæ eða að Kolbrúnu. Spenna hefur einn leiðindar ávana sem mér gengur illa að venja hana af. Hún getur helst ekki komð að hestunum í gerðinu við hesthúsið án þess að hlaupa geltandi að þeim. Þetta fer frekar í taugarnar á mér. Þó ég viti að það muni engu breyta í hennar áráttu á ég það til að öskra á hana af öllum krafti " þegiðu tík ! " þegar hún stekkur með hávaða og látum í hrossin. ![]() Þegar ég var oddviti sveitarstjórnar hér í sveit átti ég oft í samskiptum við þáverandi sveitarstjóra Margréti Sigurðardóttur. Margrét hringdi oft í mig þegar ég var heima til þesss að ræða hin ýmsu málefni sveitarfélagsins. ![]() Yfirleitt voru hin ýmsu umhverfishljóð í bakgrunni á þessum samtölum okkar þar sem ég var oft eitthvað að fást við utandyra þegar þau fóru fram. Þetta gátu verið hin ýmsu vélarhljóð eða baul í nautgripum, jarn í sauðfénu, hanagal, hundgelt eða hvað annað sem heyrist á einum bæ. Margrét var bísna fær í að láta það ekki trufla sig en mér er nær að halda að hún hafi verið orðin málkunnug flestum skepnum á bænum efitr samstarf okkar í sveitarstjórnarmálum. Einhverju sinni þegar við Margrét vorum að ræða saman í síma og ég var gangandi úti hleypur Spenna með hávaða gelti fyrirvaralaust í hrossin þar sem þau stóðu í gerðinu. Ósjáfrátt öskra ég viðstöðulaust á eftir henni: "þegiðu t...! " Það kom smá hik á Margréti.... En svo fljótlega, og löngu áður en ég áttaði mig á hvað þetta var óheppilegt innlegg í okkar samtal, áttaði hún sig á aðstæðum og hélt samtalinum áfram eins og ekkert hafði ískorist. Mér fannst alltaf gott að vinna með Margréti. ![]() Skrifað af as 26.12.2014 21:19VeturÞað er vetrarlegt um að litast nú um jólin. Verkefni dagsins á þessu árstíma er eru fyrst og fremst gegningar, mjaltir kvölds og morgna og svo tilhleypingar. Þess á milli hefur maður það nokkuð rólegt um hátíðirnar. Við rákum tryppin og reiðhestana heim nokkrum dögum fyrir jól og gáfum öllum ormalyf. Þeim er nú svo gefið hey hér norðan við tún. Það líður að því að eitthvað verði tekið inn járnað. Það er ekki bara húsdýrunum sem gefið er hér á þessum bæ. Þegar jörð er undir snjó gefur Kolbrún smáfuglunum hér utan við eldhúsgluggan. Um leið og snjóar eru þeir mættir í mat þó í annan tíma verði maður ekkert var við þá. Síðustu daga hefur svo ein litil hagamús séð sér leik á borði og náð sér í aukabita með þeim. Ég vona að þið öll hafið átt ánæjulegar stundir nú um jól og óska ykkur gleðilegra jólarest. ![]() Skrifað af as 21.12.2014 21:55Jóla hvað!Ég ræddi við einn sveitunga minn í síma um daginn. Hann sagði að ég yrði að fara að breyta síðustu bloggfærslu. Það stóð á endum að ég var ekki fyrr búinn að fjalla um gott tíðafar að það breytti snögglega í ótíð og leiðindi. Það þarf nú kannski ekki að koma á óvart að það geri vetrarveður á þessum árstíma. En nú verður skammdegið ekki meira að sinni og á morgun byrjar daginn að lengja aftur. Það styttist til vors. ![]() Þess dagana er allt þjóðfélagið undirlagt að undirbúningi fyrir jólin. Þetta er að mörgu leyti skemmtilegur tími en stundum finnst manni keyra um þverbak. Ég hef reyndar aldrei skilið skemmtanagildið í því að versla. Það er því kannski ekki skrítið að auglýsingaflóðið og kaupæðið sem rennur á suma þessa dagana angri mig frekar en hitt. ![]() Sem betur fer á ég skilningsríka fjölskyldu svo ég þarf lítið að sinna þessum hluta jólaundirbúningsins. Ég tel það tillitsemi við mig en ekki vegna þess að aðrir fjölskyldu meðlimir hafi gaman af því að versla. Ég hef hingsvegar gaman af því að fylgjast með barnabörnnnum mínum taka þátt í undirbúningi jólanna. Í síðustu viku komum við Kolbrún í Lyngholt að tókum þátt í laufabrauðskurði með hóp afkomenda okkar. Þeir frændur Hjalti Geir í Lyngholti og Arnór Leví í Jaðarkoti tóku smá syrpu í laufabrauðskurðinum. Á fimmtudagskvöldið var okkur svo boðið á jólaskemmtun unglingastigsins í Flóakskóla. Það var að vanda stórkostlega flott sýning hjá unga fólkinu í sveitinni. Dagskránni lauk með frábæru tónlistaratriði frá tónlistarvali skólans. Þar söng Kolbrún Katla í Lyngholti tvö lög við undirleik félaga sinna. Sjálf spilaði hún einnig undir á píanó. ![]() Skrifað af as 28.11.2014 21:53Góð tíðÉg rak ærnar inn í morgun. Nú er ekki seinna vænna en að fara að huga að rúningi og undirbúningi fyrir fengitímann ef maður ætlar að búast við einhverjum lömbum næsta vor. Annars hefur ekki væst um féð í blíðunni undanfarnar vikur. Rígresið sprettur sem á sumardegi og þrátt fyrir hlýindin hefur töluvert þornað um hér síðustu vikur. Hann var kátur formaður sauðfjárbænda í sjónvarpinu um daginn. Keyrði skít á tún og ekki farin að gefa fénu. Enda virtist gróður engu minni hjá honum en hér í Flóanum. Ég sem taldi hann búa á hjara veraldar. En það virðist nú vera öðru nær. Það er gaman að vera bóndi þegar tíðin leikur við mann. Þá líður bæði mönnum og skepnum vel og erfiðleikar gærdagsins eru gleymdir. Fréttamaðurinn spurði formanninn hvað hann væri nú spara í fóðri og svaraði hann drjúgur að nú væri hann sjálfsagt búinn að spara hundrað rúllur. Þá spurði fréttamaðurinn hvað rúllann kostaði og svaraði formaðurinn að bragði: 10.000 kall. Fréttastofan reiknaði svo út að bóndinn í Grítubakkahreppnum væri búinn að græða milljón kr. ![]() Fréttamaðurinn spurði hinsvegar ekki hvað mikið hey þurfti aukalega þegar vetraráhlaup gerir snemma hausts eins og nokkrum sinnum hefur gerst á síðustu árum. Jafnvel þannig að sumstaðar þuftir að taka sláturlömb á gjöf og stundum töluverðum fjárskaða. Enda gagnslaust að spyrja að því í blíðunni nú. Bændur á Íslandi hafa fyrir löngu lært að takast á við náttúruöflin með því hugafari að velta sér ekki upp úr erfiðleikunum en kunna að njóta ánægunnar þegar vel gengur. Fyrir þó nokkrum árum síðan (nokkuð mörgum) man ég að einu sinni snemma sumars gerðu veðurspár ráð fyrir blíðu um allt land yfir heila helgi. Strax á miðvikudegi gerði langtímaspá ráð fyrir sól og hita nánast um allt land föstudag, laugardag og sunnudag. Það var gúrkutíð í fjölmiðlum þessa dagana svo þessi langtímaspá varð aðalforsíðufréttin. Það hugsuðu margir sér gott til glóðarinnar. ![]() Bændur voru farnir að huga að slætti. Strax á fimmtudegi var farið að slá víða um land. Það var slegið allan föstudaginn en lítið glaðnaði til. Um nóttina fór svo að rigna og það ringdi svo alla helgina og vikuna þar á eftir. Þvílík vonbrigði. Enda ætlaði allt um koll að keyra. Fjölmiðlar landsins voru yfirfullir af fréttum, lesendabréfum og greinum um hrakfarir fólks sem ætluðu njóta góða veðursins í helgarfríinu sínu. Málið var tekið fyrir í Kastljósinu og veðurfræðingar voru teknir á teppið. ![]() Fjölmiðlamenn spurðu hvers ættu mann að gjalda. Fólk hafi lagt af stað með alla fjölskylduna í tjaldútilegu í trausti þess að veðurspáin væri rétt. Hafi svo bara hrökklast til baka hundblaut á fyrsta degi. Spurt var hvort veðurfræðingar væru ekki ábirgir fyrir sínum veðurspám. Ég man ekki eftir að nokkur hafi velt fyrir sér hvað tjónið varð mikið á heyfeng landsins þessa helgi. Það hefur sjálfsagt verið hægt að reikna það í hundruðum milljónum ef allt er talið. Þetta tjón lenti á bændum. Ég man ekki heldur eftir því að bændur hafi kveinkað sér mikið enda svo sem ekki í fyrsta skipi sem hey hrekst. ![]() Skrifað af as 17.11.2014 23:22PólitíkÉg hitti einn ágætan sveitunga minn um daginn og eins og alltaf þegar við hittumst ræðum við stjórnmál. Ástæða þess að við ræðum alltaf stjórnmál er að hann hefur mikinn áhuga á stjórnmálum og er einstaklega klár í þeim fræðum. Hann hefur að vísu aldrei tekið þátt sjálfur í starfi stjórnmálaflokks eða verið í framboði nokkursstaðar. En hann hefur sterkar skoðanir á öllu sem þar er sagt og gert. (eða ekki gert)
Ég hinsvegar hef tilhneigingu til að misskilja hlutina og kem ekki alltaf auga á samsærið og plottið sem liggur yfirleitt að baki. Ef ég myndi ekki hitta þennan ágæta sveitunga minn sem upplýsir mig reglulega um svik og klæki stjórnmálamanna er næsta víst að ég væri sannfærður um að flest það fólk sem gefur kost á sér í vinnu við stjórnsýslu landsins væri að vinna að heilindum og eftir sinni bestu getu og sínum hugsjónum.
Ég minnist þess að rétt fyrir síðustu kosningar trúði þessi ágæti sveitungi minn mér fyrir því að nú ætlaði hann að kjósa Framsóknarflokkinn. Mér fannst það nú nokkur tíðindi og ég er nokkuð sannfærður um að það hefur hann aldrei gert áður. En nú var komið að því að Framsóknarflokkurinn var hans eina von.
Hann upplýsti mig um það hvernig þáverandi ríkisstjórn hefði svikið allt sem lofað var. Hvernig skjaldborgin um heimilin hefði snúist eingöngu um að verja bankana fyrir tjóni og hlaða undir þá sem steyptu sér í skuldafen í einhverju skuldafyllerí og vitleysu.
Ég reyndi nú að malda í móinn við hann. Ég þekkti nú reyndar lítið til þeirra úrræða sem þá voru í gangi en stóð þó í þeirri meiningu að málið snérist aðallega um að reyna ef kostur væri að koma í veg fyrir að fólk tapaði húsnæði sínu.
Ég skulda ekki lengur neitt í mínu húsnæði og því ekki í sérstökum vandræðum með það. En ég var minnugur þess hvernig lífsbaráttan var á óðaverðbólgu árunum um og eftir 1980 þegar ég var koma mér upp húsnæði og börnunum mínum á legg.
Mér fannst það því vel geta verið bæði skynsamlegt og réttlætanlegt að ríkisvaldið kæmi að aðstoð við þennan hóp í ljósi þeirra aðstæðna sem sköpuðust við hrunið. Annars finnst mér ríkið eigi fyrst og fremst að sinna þeim verkefnum sem að hefur tekið að sér eins og að reka heilbrigiskerfið, menntakerfið og samgöngukerfi og annað í þeim dúr.
Sveitunga mínu, sem er á aldur við mig og býr einnig í skuldlausu húsi, þótti ekki réttlátt hvernig þáverandi ríkistjórn stóð að þessu. Hann sagði ekkert réttlæti í því að þeir sem syndguðu mest fengju alltaf mest fyrirgefið. !? Og hann spurði hvers ættu hinar stritandistéttir að gjalda ?
Eins og ég sagði í upphafi hitti ég hann svo aftur nú um daginn. Ríkisstjórnin var þá nýbúinn að kynna leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána og átti ég ekki von á öðru en nú væri minn maður kátur. En annað kom á daginn. Ég sem stóð í þeirri meinigu að nú væri ríkisstjórnin akkúrat að hrinda í framkvæmd því sem hún lofaði og var kosin til að gera.
Þessi sveitungi minn, sem hafði kosið Framsóknarflokkinn í síðustu koningum, upplýsti mig um að hér væri enn og aftur um að ræða tóm svik og pretti. Þessi aðgerð snúi fyrst og fremt um að tryggja bönkunum sitt og að tekjuháir einstaklingar sleppi við að borga skuldinrnar sínar. Hann var búinn að sjá í gegnum þetta allt saman.
Nú er bara spurningin hvaða flokk ætlar þessi ágæti sveitungi minn að kjósa næst.? Skrifað af as 24.10.2014 22:36BraggablúsFyrr í þessum mánuði fór ég ásamt nokkrum félögum mínum norður á Akureyri. Við tókum að okkur verkefni þar. Þetta tók heila 12 daga með milliferðum en eins og stundum áður varð verkið heldur meira en bjartsýnisspár gerðu ráð fyrir. Maður þarf alltaf að gera ráð fyrir því. ![]() Verkefnið var að rífa tvo stóra bragga sem þurftu að víkja fyrir nýjum byggingum. Samtals voru þessir braggar um 1100 m2 að grunnfleti. Þó verkið væri stórt gekk það ágætlega enda öflugur hópur manna með mér í þessu ævintýri. Sem sannir umhverfissinnar og í anda endurnýtingar og endurvinnslu hirtum við allt nýtanlegt efni og fluttum með okkur suður. Næsta verkefni verður svo að koma öllu þessu efni not en það eru áform um að byggja nokkur hús úr þessu. ![]() Skrifað af as 24.09.2014 07:48JafndægurÞað var í gær, nánar tiltekið einhvern tíman á 3. tímanum í fyrri nótt, sem jafndægur að hausti var. Þá er norðurhvel og suðurhvel jarðar jafnlangt frá sólinni. Sá munur er samt á að suðurhvelið er smátt og smátt að halla sér nær sólu enda er vor þar. Norðurhvel jarðar er hinsvegar að halla sér frá sólinni og fram undan er vetur og skammdegi. Ég hef heyri að það sé hægt að láta egg standa upp á annan endan tvo daga á ári en það mun vera á jafndægri bæði vor og haust. Ég hef ekki kannað þetta enda vita tilgangslaust að láta egg standa upp á endan. Ég vona að skammdegið framundan fari vel með ykkur. Ég er þegar farinn að hlakka til vorsins. ![]() Skrifað af as 16.09.2014 07:28RéttirÞað var réttað í Reykjarréttum á Skeiðum s.l. laugardag. Þó ég eigi ekki fé í réttunum mætti ég eins og hundruð annarra manna. Fjölskyldan í Lyngholti áttu reyndar fé réttunum núna. Þau fóru með tíu kindur inn á afrétt í sumar og fullheimtu það aftur nú. Meðal fjallmanna voru þeir félagar Jón í Lyngholti og Stefán Ágúst frændi minn. Ég keyrði þá, hrossin og tíkina upp að Stöðulfelli á þriðjudaginn var. Þaðan riðu þeir svo með öðrum fjallmönnum á "Tangann" inn á afrétt. Á föstudaginn keyrðum við Kolbrún Katla í Lyngholti svo á móti vesturleitarsafninu þegar það var rekið frá Skáldbúðum niður í réttir. Við mættum þeim við Ásaskóla. Kolbrún Katla hafði með sér hnakkinn sinn og reiðhjálminn. Fékk svo einn fjallhestinn hjá pabba sínum þegar við mættum honum og reið með safninu niður í réttir. Réttarstemmingin var góð og ungir sem aldnir tóku til hendinni. Hér á myndinni sést hann Arnór Leví í Jaðarkoti og hún Kara frænka hans skima eftir marki á kindunum og einbeitingin leynir sér ekki. Hún Steinunn Lilja var að sjálfsögðu einnig mætt og fylgdist vel með af réttaveggum með mömmu sinni. Þegar búið var að draga og féð komið á kerru var nestið tekið fram og vantaði ekkert upp á lystina hjá mannskapnum. Þau fóru svo ríðandi heim Kolbrún Katla, Jón og Stefán Ágúst. Skrifað af as 09.09.2014 22:35Áfanga náðNú höfum við náð þeim áfanga í endurbótum og viðhaldi í fjósinu að taka nýja mjaltaaðstöðu í notkunn. Síðustu vikur hefur markvisst verið unnð að þessu.( Meira viðhald () og Ferðamjólkurhús () ) og hefur þessi vinna haft algeran forgang undanfarið. Það hefur verið slegið upp steypumótum.............. ..............og steypt. Og það hefur verið sagað með steinsöginni........bæði inni........... ...........og úti Og það var slípað...... ...... og málað. ...... og málað Svo var smíðað.... ....og skrúfað og tengt. Svona lítur svo mjaltagryfjan nú út og búið að prófa. Það er skemmst frá að segja að þetta virkaði allt saman bara vel. Ég hafði nú reyndar alltaf góðar vonir um að svo myndi verða. ![]() Skrifað af as 04.09.2014 07:49FerðamjólkurhúsÞað er engan vegin einfalt mál að ætla sér að taka mjaltaaðstöðu og mjólkurhús hjá sér í gegn eða uppfæra aðstöðuna hjá sér með einhverjum hætti. Þetta er aðstaða sem þarf að nota tvisvar á dag alla daga hvernig sem tautar og raular. Það getur því verið snúið að framkvæma jafn einfalda aðgerð og mála gólf eða veggi. Hvað þá ef leggja á í stærri framkvæmdir. Síðustu vikur höfum við unnið hörðum höndum að endurnýjun á allri mjaltaaðstöðu í fjósinu.(Meira viðhald (). Til þess að geta ráðist í þetta verkefni þurfti að koma upp bráðabirgða aðstöðu á meðan framkvæmdir standa yfir. Þá kom sér vel að geta fengið leigt til sín sérstakt ferðamjólkurhús. Mjólkursamsalan á þennan bíl sem útbúinn er öllu því sem þarf að vera í mjólkurhúsi svo hægt sé að leggja inn mjólk. Þetta hefur skipt sköpum fyrir okkur, ásamt því að við settum upp bráðabirgða rörmjaltakerfi við níu legubása í fjósinu. Með þessu móti getum við gert bæði meira og betur en annars hefði orðið. Það fer nú að sjá fyrir endan á þessum framkvæmdum og styttist í að við getum tekið endurbætta mjaltagryfju og mjólkurhús í gagnið. Þó þetta hafi nú allt gengið ágætlega verður kærkomið að geta aftur farið að mjólka standandi. ![]() Skrifað af as 28.08.2014 22:17Gamla húsið í austurbænum í KolsholtiVið Kolbrún höfum nú keypt gamla húsið hérna, en eins og fram hefur komið hér, ( Flutningur () ) þá hefur mamma keypt sér íbúð á Selfossi og er fluttt þangað. Ekki er nú hugmyndin hjá okkur að flytja þangað enda eigum við ágætt hús hér á jörðinni til að búa í. Við reiknum með að leiga það út og eru fyrstu leigendurnir þegar fluttir inn. Það eru Erla, Kristinn og Steinunn Lilja ( Fólkið á bænum ( skrifað í jan. 2012 ) sem nú búa í gamla bænum. Það er frábært að hafa þau hér búsett. Kannski var það líka þess vegna sem við keyptum bæinn. Til þess að geta valið okkur nágranna. ![]() Skrifað af as 17.08.2014 07:26StarfsíþróttirHéraðsmót HSK í starfsíþróttum var haldið í gær í Aratungu. Keppt var í tveimur greinum þ.e. plöntugreiningu og fuglagreiningu. Keppni í starfsíþróttum hefur lengi fylgt ungmennafélagshreyfingunni. Á landsmótum UMFÍ er ávalt keppt í starfsíþrótttum og finnst mér það skemmtilegur siður. Starfsíþróttir () Misjafnlega er þó hvað Héraðssamböndin leggja mikla áherslu á að senda lið og í undurbúning þess fyrir Landsmótin. HSK hefur jafnan lagt metnað í þetta og hefur um langt árabil staðið fyrir keppni í starfsíþróttum hér á svæðinu. Fyrst þegar ég man eftir var það nú aðalega á Landsmótsári sem unnið var í þessu en þegar ég kom í stjórn HSK árið 1990 var það fastur liður á Íþróttahátíð HSK ár hvert að keppa í nokkrum greinum starfsíþrótta. Það var svo þegar sett var heilstæð reglugerð (árið 1993) um Héraðsmót HSK í öllum íþróttagreinum sem keppt er í svæðinu að ákveðið var hafa starfsíþróttir þar með. Síðan held ég að haldið hafi verið Héraðsmót HSK í starfsíþróttum á hverju ári. Umf Vaka hefur ávalt sýnt starfsíþróttum áhuga og margoft unnið stigakeppni aðildarfélaga HSK á þessum mótum. Kolbrún tók þátt í mótinu í Aratungu í gær fyrir Umf. Vöku og henni gekk bara vel. Hún varð í 2 til 3 sæti í plöntugreiningunni og í 4. sæti í fuglagreiningunni. Umf. Vaka varð í öðru sæti í stigakepninni en Íþróttafélagið Suðri sigraði. ![]() Skrifað af as Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 10 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190368 Samtals gestir: 33806 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:02:42 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is