Í Flóanum

07.05.2012 07:30

Lágfóta

Honum Þorsteini Loga í Egilsstaðakoti brá illa í brún nú einn morguninn þegar hann varð var við að það var tófa að læðupokast í lambfénu hjá honum nánast heima við fjárhús. Þorsteinn brást skjótt við og hringdi í Sigmar frænda sinn í Jaðarkoti og fékk hann til þess að koma í hvelli og freista þess að vinna á kvikindinu.

Þorsteinn fylgdi rebba svo eftir á hlaupum þegar hann reyndi að forða sér og gat vísað Sigmari nokkurn veginn á hann þegar hann mætti á svæðið með þau tæki sem til þarf. Þar náði Sigmar honum svo í færi og mun þessi refur ekki aftur hrella bóndann í Egilsstaðakoti eða lömbin hans.   

Það eru ekki mörg ár síðan refur fór að vera á þessu svæði. Þegar ég flutti í Flóann fyrir bráðum hálfri öld síðan, og á meðan ég var að alst hér upp, þekktist ekki að hér væru refir. Þegar fyrst sást til rebba hér, að mig mynnir um 1980, þótti það ekki minna fréttnæmt en ef sést hefði til geimveru á svæðinu.
 
Upp úr þessu var vitað um nokkur greni efst gamla Hraungerðishreppum sem fylgst var regulega með og þau unnin ef dýr komu í þau. Það er svo ekki fyrr en um aldarmótin síðustu að menn gera sér grein fyrir að lágfóta er kominn um allan Flóann allt niður í fjöru. Nú kippir enginn sér upp við það þó haupadýr sjáist hvenær ársins sem er, hingað og þangað um Flóann.

Það þarf ekki að efa að tilkoma refsins á svæðinu hefur haft áhrif á allt annð lífríki. Það þarf t.d. ekki glögga menn til þess að taka eftir því hvað fuglalíf er mikið minna en áður var. Einnig fréttist af dýrbitnum lömbum orðið á hverju sumri.

Nú er búið að skrá hátt í þrjátíu tófugreni í Flóahreppi og á hverjun ári bætast fleiri við. Þrátt fyrir minkandi skilning ríkisvaldsins (eða alls engann skilning) á nauðsyn þess að stemma stigu við fjölgun og útbreyðslu refsins hefur sveitarfélagið látið leita grenja á hverju ári undanfarið. Það er ástæða til þess að halda því áfram að mínu mati. emoticon
Flettingar í dag: 30
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 53
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 131112
Samtals gestir: 23981
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 06:12:27
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar