Í Flóanum

18.05.2012 07:36

Skemmtilegt ættarmót

Ættarmótið um síðustu helgi tókst ljómadi vel. Það voru rúmlega 70 manns sem gátu mætt og áttum við skemmtilegan dag saman



Byrjað var í Egilsstaðakoti og hún var góð kjötsúpan sem Kota-fjölskyldan bauð upp á.



Lömbin hjá Þorsteini Loga vöktu mikla athygli og gæti ég trúað að í hópnum hafi verið sauðfjárbændur framtíðarinnar.



Þegar hópurinn kom svo hingað í Kolsholt var boðið upp á kaffi á verkstæðinu. Þar var m.a. hægt að skoða ýmis verkfæri og áhöld frá búskapar tíð afa og ömmu.





Mikla athygli vakti einnig líkön sem pabbi smíðaði í vetur af húsaskipan á tveimur jörðum sem afi og amma byggðu upp á sinni æfi. Þessi líkön eru listasmíð en hann naut aðstoðar hjá mömmu við að mála og annan frágang.

Afi og amma byrjuðu sinn búskap í Fagurhlíð í Landbroti 1921 og byggðu þar upp öll hús. Þar var bæjarlæknum veitt undir íbúðarhúsið og hann látinn knýgja rafstöð sem var í kjallaranum. Var þetta eitt af fyrstu húsum á landinu sem hafði rafmagn.

Seinna eftir að þau fluttu suður byggðu þau svo upp nýbýlið Láguhlíð í Mosfellssveit á árunum 1945 til 1948. Þar er ég fæddur og ólst upp til 10 ára aldurs. Hægt er að fræðast betur um lífshlaup afa og ömmu hér:Safn heimilda um æfi og störf Þórarins Auðunssonar.



Ættarmótinu lauk svo með grillveislu í Þjórsárveri og þar var haldin kvöldvaka.



Þar stigu á stokk ýmsir listamenn ættarinnar og skemmtu okkur hinum. Það er hún Kolbrún Katla í Lyngholti sem hér syngur lagið "það er komið sumar" við góðar viðtökur ættarmótsgesta. 

Þetta var virkilega skemmtilegur dagur og vil ég þakka öllum sem tóku þátt fyrir frábæran dag.

Hægt er að sjá fleiri myndir frá ættarmótinu í myndaalbúm.

Flettingar í dag: 188
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 126912
Samtals gestir: 22934
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 20:55:31
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar