Í Flóanum

24.08.2012 20:35

Myndband

Jón Magnús á Reykjum í Mosfellsbæ hringdi í mig í morgun. Hann benti mér á og sendi mér síðan link á skemmtilegt myndband á YouTube. MYNDBAND  Á þessu myndbandi er kvikmynd sem Kristófer Grímsson þáverandi framkvæmdastjóri Ræktunarsamband Kjalarnesþings lét taka fyrir rúmlega 60 árum.

Þetta eru svipmyndir frá búskaparháttum og ræktunnarvinnu á þessum tíma á félagssvæði Ræktunnarsambandsins. Myndin er sennilega tekin árið 1951. Á þessum árum er mikill uppgangtími í ræktun og vélavinna er að riðja sér til rúms.

Það sem mér þótti ekki síst gaman að sjá er örstutt svipmynd (tími:20,05 - 20,36) frá heyskap hjá afa mínum í Láguhlíð. Það er pabbi þá ekki orðin tvítugur sem keyrir traktorinn með vagninn. Afi kemur svo og handstýrir vagninum þegar honum er ýtt afturábak inn á hlöðupallinn. Ég reikna með því að það sé svo frænka mín hún Ella sem nú býr í Sölvanesi í Skagafirði sem stendur í vagninum á meðan, þá sex ára gömul.

Í vor þegar ættarmótið var haldið hér var einmitt heilmikið verið að rifja upp búskaparhætti og vinnuaðstöðu í búskap afa og ömmu. Skemmtilegt ættarmót ()  Þetta kvikmyndarbrot er skemmtileg viðbót við það.
Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 201
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 131397
Samtals gestir: 24072
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 01:32:12
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar