Í Flóanum

07.04.2013 07:21

Að ná árangri í skólastarfi

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps í síðustu viku var samþykkt að efna til ráðgefandi skoðanakönnunar, samhliða Alþingiskosningunum 27. apríl n.k., meðal íbúa Flóahrepps, um framtíðarstaðsetningu leikskólans. 

Eins og fram hefur komið hér á síðunni (Minnisblað um leikskóla () ) hafa húsnæðismál leikskólans verið til skoðunnar hér í sveit. Nú liggja  fyrir álit þess efnis að það geti verið bæði faglegur og rekstrarlegur ávinningur af því að flytja leikskólann frá Þingborg í Flóaskóla. Í Flóaskóla er nægt rými fyrir báða skólana jafnvel þó nemendum fjölgi eitthvað á næstu árum. 

Allar breytingar á skólastarfi þarf að taka af varfærni og að undangenginni umræðu í samfélaginu. Sveitarstjórn hefur lagt áherslu á það í þessari vinnu og fyrirhuguð skoðanakönnun er liður í því að fá umræðu og álit íbúa samfélagsins á málefninu. 

Íbúafundur verður haldinn í Þingborg 18. apríl n.k. kl:20:00 þar sem skýrsla um starfsaðstöðu leikskólans Krakkaborgar verður kynnt. Mikilvægt er að íbúar kynni sér málið vel og eins og alltaf þegar um málefni sveitarfélagsins er að ræða, þarf að meta heildarhagsmuni fram yfir sérhagsmunni og langtímahagsmuni fram yfir skammtímahagsmuni.

Það er krefjandi verkefni að reka skólastarfsemi hvort sem er á leikskólastigi eða grunnskólastigi. Það er lífsnauðsynlegt að vel takist til. Það hlítur að vera markmið að þau börn og unglingar sem hér ljúka námi séu sem allra best undirbúin fyrir frekara nám og að takast á við lífsbaráttuna sjálfa. Þessum markmiðum þarf að ná með þeim takmörkuðu fjármunum sem eru til ráðstöfunnar.

Skólastarfsemi hér í sveit þarf að standast samanburð við aðra skóla í landinu, bæði varðandi rekstur og árangur í starfi. Við viljum helst skipa okkur á bekk með þeim sem bestum árangri ná. Ég held að við höfum alla burði til þess. Við höfum mikið að öflugu og góðu starfsfólki í skólunum báðum sem eru tilbúin að takast á við verkefnið.

Ef við nýtum vel alla þá kosti sem eru í stöðunni hverju sinni hef ég fulla trú á því að vel geti tekist til. 



Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 127115
Samtals gestir: 22949
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 13:20:18
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar