Í Flóanum |
||
Færslur: 2010 Mars30.03.2010 07:45Málefni FatlaðraUm næstu áramót mun stór málaflokkur flytjast frá ríkinu til sveitarfélaganna en það eru málefni fatlaðra. Um er að ræða gríðalegan stóran og mikilvæga málaflokk. Verkefnið er mjög krefjandi fyrir sveitarfélögin en í því felst einnig tækifæri til þess að efla félagsþjónustuna með samþættingu þessarra mála. Til þess að hægt sé að ná þeim markmiðum að efla þjónustu við fatlaðra og ná hámarks nýtingu á því fjármagni sem í málaflokkin fer er nauðsynlegt fyrir sveitarfélög að vinna saman að þessu verkefni. Lög um málefni faltlaðra og þennan verkefnaflutning gera einnig ráð fyrir því að sveitarfélögin myndi þjónustusvæði sem tekur yfir svæði með ekki færri íbúatölu en 8000 manns. Það hefur verið sameiginlegt álit sveitarfélaganna 5 sem standa að félagsþjónustunni fyrir uppsveitir og Flóahrepp að farsælast og trygging fyrir öflugastri þjónustu við fatlaða á Suðurlandi sé að takist að mynda víðtækt samstarf á Suðurlandi um verkefnið. Á vegum SASS hefur verið unnið töluvert í því núna frá áramótum að reyna að finna með hvaða hætti slíkt samstarf gæti verið þannig að það huggnist sem flestum sveitarfélögum og að þau sjái sér hag í því að vera með í slíku samstarfi. Ljóst er að nokkur áherslumunur er milli sveitarfélaganna í þessum málum og áhugi á svo víðu samstarfi mismikill. Vinnuhópur allra sveitarfélaganna í SASS um þetta verkefni er starfandi og hefur hann komið nokkrum sinnum saman á síðustu vikum. Nauðsynlegt er að línur fari að skýrast í þessum málum sem fyrst því tíminn er ekki langur þar til verkefnið færist til sveitarfélaganna. Skrifað af as 27.03.2010 07:45GREASEÍ gærkvöldi var ég á hreint magnaðri sýningu nemenda Flóaskóla á söngleiknum GREASE. Eins og áður á þeim skemmtunum sem Flóaskóli efnir til er mikill metnaður lagður í verkið. Allir nemednur skólans allt frá 6 ára börnum upp í 14 ára unglinga standa saman að dagskránni. Samhent starfslið skólans stýrir og skipuleggur verkefnið af mikilli færni og með ólýkindum hvað dagskráin gekk vel með öllum þessum fjölda barna og unglinga. Tónlistin skipar stórt hlutverk í söngleikjum og það var mikið sungið í sýningunni í gær. Krakkarnir gáfu ekkert eftir í söngnum og steig á stokk hver idol stjarnan af annarri. Það er ekki annað hægt en að fyllast mikili bjartsýni á framtíðina með allt þetta efnilega listafólk í þessarri sveit. Ég vil bæði þakka nemendunum fyrir frábæra sýningu og ekki síður Kristínu skólastjóra og öllu hennar starfsliði fyrir þá miklu og góðu vinnu sem unnin er í Flóaskóla ![]() Af því að ég er nú margra barna afi og afar hafa fulla heimild til þess að monta sig af barnabörnum sínum set ég hér mynd af henni Kolbrúnu Kötlu dótturdóttur minni sem hér syngur ásamt henni Sigrúnu í Vorsabæ af mikilli innlifun og krafti lagið "von og þrá" með eftirmynnanlegum hætti. Skrifað af as 26.03.2010 07:36FramboðÞ og E listi sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum fyrir 4 árum hafa nú ákveðið að bjóða fram saman í kosningunum vor. Fulltrúar þessarra framboða eru sammála um að halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið að á kjörtímabilinu og verja þann árangur sem náðst hefur. Á þessu kjörtímabili hefur samstarf þessarra framboða verið mjög gott og skilað miklum árangri við mótun og uppbyggingu á nýju sveitarfélagi. Fulltrúar þeirra í sveitastjórn hafa verið samstíga í því að reka hér öflug og framsækið sveitarfélag. Áhersla hefur m.a. verið að sína ráðdeild í öllum rekstri og hafa kjark til þess að leita nýrra leiða í því að efla hér samfélagið.
1. Aðalsteinn Sveinsson Kolsholti 1 2. Árni Eiríksson Skúfslæk 2 3. Elín Höskuldsdóttir Galtastöðum 4. Hilda Pálmadóttir Stóra-Ármóti 5. Björgvin Njáll Ingólfsson Tungu 6. Alma Anna Oddsdóttir Fljótshólum 7. Heimir Rafn Bjarkason Brandshúsum 4 8. Ágúst Ingi Ketilsson Brúnastöðum Skrifað af as 20.03.2010 07:38Viðbygging við Flóaskóla Vinnuhópur um framkvæmdir við Flóaskóla fundaði í gær með fræðslunefnd og skólaráði Flóaskóla. Þessi fundur var m.a.haldin til þess að upplýsa þessa aðila um hvernig vinna við viðbygginguna gangi og skoða bygginguna. Á fundinn mættu einnig þeir Jón Friðrik Matthíasson hönnuður og Gestur Þráinsson framkv.stj. Smíðanda sem sér um framkvæmdir við fyrri áfanga byggingarinnar. Verkið er nokkurn vegin á áætlun en fyrra áfanga á að vera lokið í maí. Nú er verið að semja við verktaka um seinni áfangann og er vonst til að vinna við þann áfanga geti hafist fljótlega. Stefnt er að því að húsmæðið verði tekið í notkunn þegar skóli hefst næsta haust. Mikil áhersla hefur verið á það að nýta vel það fjármagn sem fer í þessa framkvæmd. Hönnun byggingarinnar tók mið að þessu og skipulag allt við framkvæmd verksins. Þrátt fyrir það er ekki verið að spara í neinum liðum sem geta komið niður á endingu eða leitt til hærri rekstarakostnaðar. Ekki er heldur verið að spara í neinu sem getur komið niður á notagildi hússins til kennslu. Lögð er áhersla á einfalda byggingu og góða nýtingu á hvern byggðan rúmmetra. Þetta virðist vera að ganga nokkuð vel upp. Eins og nú horfir ætti að vera hægt að fullklára þess byggingu fyrir u.þ.b. 160 til 170 millj. sem er allt að því helmingi minna en nefnt var í upphafi. Flóahreppur mun ekki þurfa að taka nein ný lán vegna þesssarra famkvæmda. Skrifað af as 18.03.2010 07:35Ársreikningur FlóahreppsÁrsreikningur Flóahrepps fyrir árið 2009 var lagður fram á sveitastjórnarfundi í gærkvöldi og afgreiddur til annarra umræðu. Afkoma sveitasjóðs var betri en áætlað var en hagnaður af heildarrekstrinum var 33,6 millj. Gert var ráð fyrir tæplega 20 millj. hagnaði á fjárhagsáætlun ársins. Athygli vekur að tekjur sveitarfélagsins eru hærri en áætlað var og á það við bæði um útsvarstekjur og framlög úr jöfnunarsjóði. Tekjufall í síðasta ári virðist almennt ekki vera eins mikið og gert var ráð fyrir. Þrátt fyrir miklar verðlagshækkanir á síðasta ári hefur tekist að halda rekstarakostnaði nokkurn veginn innan áætlanna. Þetta hefur telist með samstilltu átaki stjórnenda og annarra starfsamanna sveitarfélagsins. Þessi árangur er gríðalega mikilvægur til þess að geta varið sterka fjárhagsstöðu hjá Flóahrepp þrátt fyrir töluverðar framkvæmdir og gefur tækifæri á frekari uppbyggingu og framkvæmdum á næsta kjörtímabili. Mér ekki kunnugt um að ársreikingur 2009 hafi verið lagur fram hjá neinu öðru sveitarfélagi ennþá. Allavega er Flóahreppur með þeim allra fyrstu til þess að klára uppgjör fyrir síðasta ár. Það er að mínu viti mjög mikilvægt að uppgjör liggi sem fyrst fyrir á hverjum tíma. Eftir því sem það er fyrr á ferðinni nýtist það betur við stjórn og skipulagningu á rekstri sveitarfélagsins. Þó að á skrifstofu Flóahrepps séu ekki mörg stöðugildi er það samhent og öflugt lið sem er að skila góðri vinnu. Skrifað af as 16.03.2010 22:33Rammaáætlun um orkunýtinguNú þessa dagana er verið að halda kynningarfundi á vegum Verkefnisstjórnar 2. áfanga Rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Á þessum fundum eru kynntar niðurstöður faghópa verkefnisstjórnar sem metið hafa svæði og virkjunarkosti, hver á sínu sérsviði. Skýrslu verkefnisstjórnar um virkjunuarkosti til mats og niðurstöður faghópa, auk ítarefnis, má nálgast á vefsíðu rammaáætlunar, www.rammaáætlun.is, Skrifað af as 15.03.2010 22:45Heimsókn í KrakkaborgÁ föstudaginn var fóru fulltrúar úr sveitastjórn og fræðslunefnd Flóahrepps í heimsókn í skólana í sveitarfélaginu en þetta eru Leikskólinn Krakkaborg og Flóaskóli. Atvikinn höguðu því svo að ég varð að fara annað til þess að gæta hagsmuna sveitarfélagsins um tíma þennan dag og missti því af heimsókninni í Flóaskóla að miklu leiti. Ég kom hins vegar í Krakkaborg og hafði bæði gagn og gaman af. Karen leikskólastjóri tók á móti okkur og fór með okkur um allt húsnæði skólans og útskýrði og sýndi okkur alla starfsemi skólans og aðstöðuna alla. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði skólans og innra skipulagi á undanförnum missserum og sýndist okkur það vera að koma vel út. Ég er þeirra skoðunnar að mikið og gott starf fer fram í leikskólanum undir öruggri stjórn Karenar. Það er lagður mikill metnaður í það sem verið er að gera og ég er sannfærður um að það er að skila sér í góðu skólastarfi. Leikskólabörnum hefur fjölgað nokkuð stöðugt í sveitarfélaginu á síðustu árum og er nú svo komið að húsnæði skólans tekur ekki öllu fleiri börn að óbreyttu. Það er því tímabært að fara að hugsa fyrir því hvernig bregðast á við því ef hér verður áfram fólksfjölgun. Sjálfur á ég þrjú barnabörn í þessum leikskóla. Aldís Tanja sem er 5 ára var úti með jafnöldrum sínum þegar við fórum um skólann þannig að ég hitti hana ekki. Afastrákarnir míni þeir Hjalti Geir sem er 3 ára og Arnór Leví sem er 2 ára eru báðir á Strumpadeild í leikskólanum. Þegar þeir sáu Afa sinn í hópi gesta voru þeir ekki lengi að smegja sér til mín og settust hjá mér á meðan við stoppuðum inn á deildinni hjá þeim. Þeim hefur þótt tilhlíðilegt að sinna þessum gesti sem þeir þekktu svo vel úr hópi af ókunnu fólki sem barst þarna um skólann þeirra. Skrifað af as 14.03.2010 20:24HéraðsþingHéraðsþing HSK var haldið í Þingborg í gær. Það var Flóahreppur sem bauð til þings og þáði ég boð HSK manna um að sitja þingið sem gestur. Hafði ég mjög gaman af því, en sjálfur starfaði ég á þessum vettvangi í fjölda ára. Ég mun hafa fyrst setið HSK þing í Tryggvaskála 1978 og aftur árið eftir á Hvolsvelli 1979. Næst kom ég á HSK þing á Selfossi 1986 og var á öllum Skarphéðinsþingum á hverju ári til ársins 2000. Árið 2003 var þingið haldið í Þjórsárveri og var ég þar sem þingforseti. Síðan hef ég ekki komið á héraðsþing. Það er alltaf hressandi og ég fyllist alltaf meiri bjartsýni á framtíðina að fylgjast með þróttmiklu starfi ungmennfélagshreyfingarinnar. Þingið í gær var vel sótt og umræður líllegar og miklar. Það var vel við hæfi að Flóahreppur skyldi bjóða til þings í ár. Héraðssambandið er 100 ára á þessu ári en það var einmitt stofnað hér í sveit, nánar til tekið í Hjálmholti í gamla Hraugerðishreppum, 14. maí 1910. Sveitastjórn Flóahrepps ákvað því í tilefni þessarra tímamóta að bjóða aðstöðuna í Þingborg til þess að halda þingið auk þess sem þingfulltrúum og gestum var boðið til hádegisverðar. Þinghaldið gekk mjög vel og ég held að HSK menn hafi verið ánægir með daginn . Inga húsvörður í Þingborg er snillingur í að taka á móti svona viðburðum og leysir yfirleitt öll vandamál áður en þau koma upp. Hún var með kvenfélagið í Hraungerðishreppnum í veitingunum og var það gert með miklum myndarbrag. Starfsmenn þingsins voru heimamenn hér úr Flóanum en við eigum mikið af öflugu félagsmálafólki á öllum aldri. Þingforsetar voru þeir Einar H Haraldsson á Urriðafossi og Stefán Geirsson í Gerðum. Þingritarar voru þær Hallfríður Ósk Aðalsteindóttir í Lyngholti og Svanhvít Hermansdóttir á Lambastöðum. Fanney Ólafsdóttir á Hurðarbaki stjórnarmaður í HSK var formaður kjörbréfanefndar og vann heilmikið við skipulag þingsins. Í upphafi þingsins í gærmorgun var sýndur stuttur leikþáttur af leikdeild Umf. Vöku. Það vorun þau Guðmunda Ólafsdóttir á Hurðarbaki og Tómas Karl Guðsteinsson á Egilsstöðum sem fóru á kostum í leikþættinum "Ýsa var það heillin." Skrifað af as 14.03.2010 07:34Ætti ég að halda úti bloggsíðu...?Mér hefur dottið til hugar að halda úti bloggsíðu. Ástæðan er kanski fyrst og fremst til þess að koma á framfæri skoðunum mínum og áherslum í málefnum sveitarfélagsins og kynna fyrir þeim sem áhuga hafa hvað verið er að fást við hverju sinni. Ég hef síðan vorið 2006 verið oddviti í sveitarfélaginu Flóahreppur. Ég er tilbúin til þess að halda því starfi áfram ef áhugi er meðal kjósenda til þess. Skrifað af as
Flettingar í dag: 88 Gestir í dag: 28 Flettingar í gær: 442 Gestir í gær: 54 Samtals flettingar: 191170 Samtals gestir: 33933 Tölur uppfærðar: 4.4.2025 05:57:45 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is