Í Flóanum |
||
Færslur: 2010 Júlí31.07.2010 07:22Stjórnsýslan og opinberar stofnanirSveitarfélögin eru hluti af stjórnvöldum í landinu. Þau gegna mikilvægu hlutverki í stjórnsýslunni. Lögbundin verkefni þeirra eru margvísleg og fjölbreytt. Mikilvægt er að verkaskipting milli ríkisvaldsins og sveitarfélaga séu skýr. Eitt af þeim markmiðum sem unnið er að með flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga er einmitt að gera stjórnsýsluna einfaldari og þá einnig skilvirkari. Skrifað af as 20.07.2010 07:28Vatnsveitan og blíðanÞað er búið að vera hér allveg einmuna blíða undanfarna daga. Um helgina var sól og hiti alla dagana. Í svona sumarveðri fjölgar mikið í sveitinni. Öll sumarhús eru full af fólki, tjaldsvæðin eru full og eyðibýlin fyllast af fólki.
Skrifað af as 15.07.2010 07:40FótboltiÞótt ég hafi tekið virkan þátt í ýmsum störfum fyrir ungmenna-og íþróttahreyfinguna í gegnum tíðina hef ég lítið lagt mig niður við það að horfa á íþróttaviðburði. Ég t.d. horfi aldrei á íþróttaþætti í sjónvarpi. Ég hef áhuga á því að fylgast með hvernig íþróttafólk úr Flóanum er að standa sig og leita eftir því í þeim íþróttafréttum sem ég les. Minn íþróttaáhugi hefur aðalega gengið út á að ungt fólk hafi tækifæri til þess að taka þátt í íþróttum sjálfum sér og samfélaginu til góða Þrátt fyrir þetta hefur það ekki farið fram hjá mér að margir hafa töluverðan áhuga á að horfa á fótboltaleiki. Það var t.d. einhvert fótboltamót haldið nú sumar í S-Afríku sem hinir ólíklegusta aðilar fylgdust spenntir með í margar vikur. Ég þekkti engann sem þar keppti og veit ekki neitt um þetta mót meira. Á mánudgakvöldið s.l. fór það nú samt svo að ég fór á knæpu eina hér á Suðurlandi gagngert til þess að fylgjast með fótbolta. Það var reyndar konan mín sem stakk upp á því að við færum að fylgjast með þessum leik. Ég man ekki eftir að hún hafi komið með síka uppástungi fyrr. Leikurinn sem við fórum að horfa á var leikur í áttaliða úrslitum í Vísa bikarkeppni karla. Þar áttust við 2. deildar lið Víkings í Ólafsvík og úrvalsdeildarlið Stjörnunnar í Garðabæ. Í liði Víkings í Ólafsvík er ungur maður frá Grundafirði sem við þekkum vel og allt hans fólk. Fjölskylda hans var í hópferðalagi hér á Suðurlandi þegar leikurinn fór fram. Hópurinn fylgst með beinni útsendingu af leikum á stóru tjaldi á "Kanslaranum" á Hellu. Þarna kom saman hátt í þrjátíu mans á öllum aldri, allt tengt þessum eina leikmanni úr Grundafirði. Leikurinn var stór skemmtilegur og dramtískur með afbrigðum. Þrátt fyrir að Víkingur væri með tveggja marka forskot þegar aðeins örfáar mínútur voru eftir ef venjulegum leiktíma tókst Stjörnunni að jafna. Að lokinni framlenginu höfðu bæði lið bætt við einu marki og var því enn jafnt. Þá var farið í vítaspyrnukeppni og þegar komið var í bráðabana náði markmaður Víkings að verja. Nú var komið að okkar manni í liði Víkings og tryggði hann sínum mönnum sigur með öruggu marki. Það var mikil stemming í hópnum þarna á Hellu allan tímann sem leikurinn stóð yfir. Þegar lokamarkið kom svo loksins brutust út gífurleg fagnaðarlæti. Ég hefði aldrei getað trúað því hvað maður getur orðið eftir sig eftir að horfa á einn fótboltaleik. Ég vil þakka bæði Víkingum og Stjörnumönnum fyrir þessa skemmtun. Ég óska Ólafsvíkingum, eða Ólsurum eins og þeir eru alltaf kallaðir í mín eyru þegar ég kem á Snæfellsnesið, til hamingu með glæsilegan árangur. Skrifað af as 11.07.2010 07:37Jöfnunarsjóður sveitarfélagaStór hluti tekna Flóahrepps hefur komið í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Umfang Jöfunnarsjóðsins hefur stóraukist á undanförnum árum en um hann fara u.þ.b. 20 milljarðar á þessu ári. Regluverk jöfnunnarsjóðsins eru nokkuð flókið og hann er að greiða til sveitarfélaganna framlög á ýmsum forsendum. Í grófum dráttum er hægt að skipta framlögum úr sjóðnum til Flóahrepps í þrennt.
Í þriðja lagi er um framlög að ræði vegna ýmissa útgjalda s.s reksturs grunnskólans, skólaaksturs og fleira.
Skrifað af as 06.07.2010 07:39SkólabyggingVinnuhópur um framkvæmdir við stækkun Flóaskóla hittist í gærmorgun. Allt kapp er nú lagt á að hnýta alla lausa enda varðandi bygginguna svo hægt verði að taka hana í notkun þegar skóli hefst í ágúst n.k. Þrátt fyrir nokkrar ófyrirséðar uppákomur í framkvæmdinni er allar horfur á að verkið ætli að ganga vel upp. Verið er að ganga frá pöntunum á húsgögnum og ýmsum tækjum s.s tölvum, skjávörpum og heimilstækjum í heimilsfæðistofuna. Einnig er verið að semja um og afla tilboða í síðustu verkþættina bæði varðandi bygginguna sjálfa og umhverfi hennar.
Skrifað af as 01.07.2010 07:42HeyskapurÞað er alltaf skemmtilegt að standa í heyskap. Heyskapur er ekki svona "þægileg inni vinna" eins og borgarstjórastaðan í Reykjavík er. Heyskap fylgir langir vinnudagar og stanslaus angist yfir að allt gangi nú upp sem lagt er undir. Afkoma búrekstursins næsta árið ræðst að stæðstum hluta af því hvernig til tekst með heyölfun. Það sem helst getur farið úrskeiðis hjá manni er að það er ekki rétt veður og að vélarnar taki upp á því að bila. Erfitt getur verið að reikan út veðrið. Það er nefnilega ekki hægt að teysta því að veðurspáin sé rétt. Það er ekki heldur hægt að teysta því að hún sé vitlaus. Það getur orðið talsvert tjón að slá mikið og fá svo rigningu ofan í flekkinn. Það verður einnig tjón að sleppa því að slá vegna þess að það spáir rigningu en missa svo af góðum þurki. Heyskapur í dag er stundaður með stórvirkum vinnuvélum á örfáum dögum. Það er því mikið lagt undir í einu og eins gott að vélarnar virki þegar til á að taka. Ef eitthvað bilar þarf að geta brugðist hratt við. Annað hvort með því að gera við eða gera einhverjar aðrar ráðstafanir til þess að bjarga heyjunum. Best er að geta gert við áður en vélin bilar. Góður vélamaður þarf að hafa tilfinningu fyrir vélinni sem hann er að vinna á. Það getur verið betra ef það fara að heyrast einhver aukahljóð eða vélin er ekki að haga sér eins og hún er vön að gera að stoppa og kanna hvað veldur og laga það áður en eitthvað brotnar. Svo getur það líka verið skynsamlegast í stöðunni að hækka bara í útvarpinu og halda áfram að bjarga heyjunum. Hér á bæ eru við búnin að koma öllu heyi af fyrsta slætti í rúllur. Skrifað af as
Flettingar í dag: 176 Gestir í dag: 33 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190488 Samtals gestir: 33829 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:23:53 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is