Í Flóanum |
||
Færslur: 2010 Ágúst29.08.2010 07:36HöfuðdagurHöfuðdagurinn er í dag. Oft hefur verið rætt um að á þessum degi verði veðrabrigði og má það til sanns vegar færa í mörgum tilfellum. Þar sem sumarið hefur verið bæði hlýtt og þurrviðrasamt má ætla að nú fari hann að leggjast í kalsa rigningar. Það hefur reyndar nokkurn vegin verið raunveruleikin síðustu ár. Hvort sú verði raunin í ár kemur í ljós. Þessa stundina er veðrið allavega hið besta þó hann hafi reyndar svolítið þykknað upp í nótt. Ég man eftir rosasumrum þar sem ringdi nánast allt sumarið en á Höfuðdaginn eða þar um bil snérist hann í norðanátt og þurk. Þá stóð fyrsti sláttur fram í september og hirt í súgþurkun. Eins og oft áður þá fer mestur hluti vinnudagsins hjá mér á þessum tíma í bókhald. Bókhaldsvinna er nauðsynlegur hlutir í öllum rekstri. VSK uppgjör tvisvar á ári þ.e.1. sept og 1, mars heldur manni við efnið í þessum málum. ![]() Það er helst síðustu dagana fyrir þessar dagsetningar að manni dettur í hug að skynsamlegt gæti verið að vinna þetta jafnt og þétt yfir árið. Aðra hluta ársins hvarlar ekki að manni að fara pæla mikið í bókhaldinu þegar nóg annað áhugavert er hægt að taka sér fyrir hendur. ![]() Skrifað af as 24.08.2010 07:48HaustÞað má segja að haustið hafi komið með norðan áttinni nú um helgina. Verkefnum sumarsins er líka að ljúka og haustverkin taka við. Heyskap er nú að mestu lokið hér á bæ. Það sem ekki var beitt starx að loknum fyrri slætti hefur verið slegið aftur. Ekki er samt allveg útséð með að ekki verði slegið meira gras á þessu sumri. Spretta hefur verið mikil og alls ekki ljóst hvort allt þetta gras sem eftir er nýtist allt til beitar. Jafnvel gæti verið nauðsynlegt að slá eitthvað í þriðja sinn. Sigmar er byrjaður í kornslættinum en fyrsti akurinn í Flóanum á þessu hausti var sleginn í gær. Fleiri akrar eru tilbúnir til þreskingar en undanfarna daga hefur verið beðið eftir sýru en megnið af korninu sem ræktað er hér í Flóanum er verkað í sýru. Afréttamálafundur verður haldinn nú fimmtudaginn kemur. Á fundinum verður skipað í leitir og fyrirkomulag smölunnar á afréttinum verður til umræðu. Reykjaréttir verða 11 sept n.k. Flóaskóli verður settur í vikunni. Nú er verið að leggja lokahönd á frágang inna dyra í nýbyggingu skólans. Nýbyggingin verður tekin í notkunn núna strax og skóli hefst á fimmtudaginn kemur. Er um gerbreytingu á allri aðstöðu í skólanum að ræða. Í vetur verður 9. bekkur í fyrsta sinn í Flóaskóla. Ákvörður hefur verið tekin um það að 10. bekkur bætist svo við næsta haust. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga vinnur nú að undirbúningi ársþings sambandsins en það veður haldið nú um miðjan sept. Stefnt er að þvi að á þinginu verði undirritaður samningur 13 sveitarfélaga á Suðurlandi um samstarf um þjónustusvæði vegna málefna fatlaðra, en sveitarfélögi eru að taka við málaflokkum úr hendi ríkisins nú um næst áramót. Skrifað af as 21.08.2010 07:24GrillveislaFjölmenni var hér á sunnudaginn var. Þá hittumst við systkinin fjögur úr austurbænum í Kolsholti ásamt foreldum okkar, mökum, börnum, tengdabörnum og barnabörum og grilluðum saman. Þessi hópur telur orðið hátt í fjörutíu manns
Þrátt fyrir alveg einmuna blíðu flesta daga í sumar leit ekki mjög vel út með veðrið þennan dag þegar hann fór að nálgast. Þegar ljóst var orðið á laugardagskvöldið að veðurspáin var bæði rok og rigning tók Sigmar sig til og fór að taka til á verkstæðinu í hlöðunni. Um hádegi á sunnudagin var búið að breyta hlöðuni í samkomusal og þau systkin sendu SMS á liðið um að samkoman yrði þar að þessu sinni. Vel var mætt og áttum við þarna bæði góða og skemmtilega og einnig næringaríka stund saman.
Skrifað af as 15.08.2010 07:40LandeyjahöfnÉg skrapp skottúr til Vestmannaeyja í gær. Það eru breyttar forsendur í samgöngum við Eyjar með tilkomu Landeyjarhafnar. Við fórum héðan um hádegi og vorum komin til Eyja um hálf þrjú. Stoppuðum þrjá tíma í Eyjum og en fórum þá aftur um borð í Herjólf sem sigldi síðan kl. 6 til lands. Samgöngur skipta miklu máli á landsbyggðinni. Það er ekki að efa að Landeyjarhöfn á eftir að hafa mikil áhrif hér á Suðurlandi. Tilkoma hennar tengir Vestmannaeyjabæ beint við önnur sveitarfélög á Suðurlandi. Það skapar tækifæri á meira samstarfi og samvinnu á svæðinu. Það eykur einnig umferð og flæði fólks á svæðinu öllu. Það mun auka umsvif á ýmsum sviðum bæði í Eyjum og í landi. Landeyjarhöfn hefur áhrif á umferðina hér í Flóanum. Með tilkomu hennar er ennþá meiri nauðsyn á nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss. Tvöföldum Suðurlandsvegar (sérstaklega á leiðinni milli Hveragerðis og Selfoss að mínu mati) og ný brú á Ölfusá við Laugardæli er orðið bráð aðkallandi verkefni. Ég óska Vestmannaeyingum sem og öllum öðrum sem njóta góðs af þessarri framkvæmd til hamingu með að Landeyjarhöfn skuli vera komin í gagnið. Vonandi á höfnin eftir að reynast sem best og siglingar um hana ganga vel. Skrifað af as 10.08.2010 07:10VestfirðirÁ fimmtudaginn í síðustu viku var öllu slegið upp í kæruleysi. Við hjónin ákváðum að taka nokkra daga í ferðalag um Vestfirði. Helstu nauðsynjum var hlaðið í LandRóverinn og síðan keyrt af stað. Það er alltaf áhugavert að ferðast um Ísland. Við fórum víða um Vestfirði og fengum mjög gott veður. Hittum ekki marga sem við þekktum en stoppuðum þó hjá Júlíu og Nóa á Ísafirði. og áttum þar góða stund. Á Patreksfirði hitttum við einnig, fyrir tilviljun, skólabróðir okkar frá því við vorum á Hvanneyri fyrir rúmlega þrjátíu árum.
Skrifað af as
Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 10 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190368 Samtals gestir: 33806 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:02:42 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is