Í Flóanum |
||
Færslur: 2010 Október31.10.2010 07:31VígsluhátíðÁ föstudaginn var vígsluhátíð fyrir nýju viðbygginguna við Flóaskóla haldin. Íbúar sveitarfélagsins og aðrir velunnarar skólans fölmenntu. Fólk var í hátíðarskapi. Margrét sveitastjóri stjórnaði samkomunni. Flutt voru ávörp og nemendur skólans voru með tónlistaratriði þess á milli. Boðið var upp á kaffiveitingar og gestum gafst kostur á að fara um skólan og skoða bygginguna. Elín Höskuldsdóttir formaður fræðslunefndar rakti aðdraganda þess að ráðist er í þessa stækkun á skólanum. Hún rakti þessa sögu allt frá því að ákvörðun var tekin um að sameina þrjá fámenna skóla í Flóanum í einn skóla og hvernig fræðsluyfirvöld á svæðinu og íbúar svæðisins unnu saman að þeirri ákvörðun. Hún sagði frá íbúaþingi sem fræðslunefnd hélt vorið 2008 þar sem skýr vilji kom fram um að stofna unglingadeild við Flóaskóla og gera hann að heildstæðum grunnskóla fyrir alla 10 bekkina. Kristín Sigurðardóttir skólastjóri sagði m.a. í sínu ávarpi frá því hvernig skólastarfið í Flóaskóla hefur vaxið og dafnað. Hún sagði frá því hvernig samfélagið og skólinn vinna saman að menntun og uppeldi barnanna og unglinganna. Hún lýsti þeirri aðsöðu sem skólinn bjó við og þeirri breytingu á aðstöðu bæði kennara og nemenda sem viðbyggingin hefur í för með sér. Sjálfur flutti ég eftirfarandi ávarp:
Skrifað af as 29.10.2010 07:18TónahátíðFélagsheimilin í Flóahreppi standa fyrir Tónahátíð í félagsheimilunum nú í október. Tónahátíðin saman stendur af þremur tónleikum sem haldir eru til skiptist í öllum félagsheimilunum. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í Þingborg í byrjun mánaðarins eða þann 2.okt. Þar mættu þeir kappar Ragnar Bjarnason, Ómar Ragnarsson og Þorgeir Ástvaldsson og skemmtu fólki með söng og gamanmálum. Aðsókn var ágæt og undirtektir góðar. Þann 15.okt voru í Þjórsárveri haldir tónleikar með Hjaltested/Íslandi dúettinum. Dúettin skipa þau Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópran sem er sonardóttir Sigurveigar Hjalested söngkonu og Stefán Helgi Stefánsson sem er langafabarn Stefáns Íslandi óperusöngvara. Þau fluttu vandaða söngskrá við undirleik Ólafs B Ólafssonar. Meðal annars fluttu þau lagið "Flóahreppur" en lag og texti er eftir Ólaf. Að loknum tónleikunum stjórnaði Ólafur fjöldasöng og spilaði undir á harmonikku. Um 50 manns sóttu þessa tónleika og nokkur fjöldi gestanna skemmti sér með söng fram á nótt. Í kvöld 29.okt verða svo í Félagslundi tónleikar með Benny Crespo´s. Þetta band er skipað þeim Helga Rúnari, Magnúsi Öder, Bassa Ólafssyni og Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur sem er betur þekkt yndir nafninu Lay Law. Þau verða með sitt hljóðkerfi og ýmsan ljósabúnað og bjóða upp á rafmagnað kvöld með ljósadýrð. Helgi Valur trúbador mun hita upp. Það er ástæða til að þakka rekstrarstjórn og húsvörðum félagsheimilanna fyrir metnaðarfulla dagskrá á þessari Tónahátíð. Ég skemmti mér vel á þessum tveimur tónleikum sem búnir eru og ætla ekki að missa af tónleikunum í kvöld. Skrifað af as 24.10.2010 07:29AtvinnustarfsemiÞrátt fyrir að Flóahreppur sé ekki ýkja stórt sveitarfélag og innan þess sé ekkert þéttbýli er atvinnustarfsemin sem hér er stunduð bísna fjörbreytt. Það sem helst einkennir atvinnuífið er hátt hlutfall íbúa sem er í einhverskonar rekstri. Yfirleitt er um að ræða tiltölulega lítil fyrirtæki með fáa starfsmenn en viðfangsefnin eru mörg. Fyrr í þessum mánuði fóru fulltrúar í sveitarstjórn og í atvinnu-og umhverfisnefnd sveitarfélagsins í heimsókn á nokkra vinnustaði í Flóahreppi. Rætt var við eigendur og starfsmenn sem kynntu þá starfsemi sem fram fer á hverjum stað. Allstaðar var okkur mjög vel tekið og dagurinn var bæði skemmtilegur og fræðandi. Komið var á eftirfarandi staði: fangelsið að Bitru, Formax/Paralamp vélsmiðja í Gegnishólaparti, Sveitabúðin Sóley og ferðaþjónusta í Tungu, fjósið í Gerðum, ferðaþjónusta og heildverslun í Vatnsholti og Brugghúsið í Ölvisholti. Það var athyglivert að heyra hvernig margir þessir aðilar hafa brugðist við því efnahagsástandi og hruni sem orðið hefur. Það skiptið sköpum í öllum rekstri að geta brugðist við breyttum aðstæðum fljótt og vel. Þannig hafa sumir hverjir þurft að gjörbreyta sínum rekstri. Fyrir ekki svo mörgum árum síðan var hér á þessu svæði fyrst og fremst stundaður hefðbundinn landbúnaður. Hann gegnir ennþá mikilvægu hlutverki í atvinnumálum Flóahrepps. Þó að það hlutfall íbúa sem hefur atvinnu af landbúnaði hafi lækkað mikið hefur framleiðsla á landbúnaðarvörum ekki dregist saman á svæðinu. Af sveitarfélögunum í Árnessýslu er fjöldi nautgripa og hrossa mest í Flóahreppi og töluvert er af sauðfé. Hér er heildar uppskera heys og korns einnig með því mesta af einstökum sveitarfélögnum í sýslunni. Skrifað af as 17.10.2010 07:28Fjárhagsáætlanir og fjárlagafrumvarpiðVinna við fjárhagsáætlanir næsta árs eru nú í fullum gangi. Fjármálaráðherra hefur lagt fram sitt fjárlagafumvarp og vinna við fjárhagsáætlnair hjá sveitarfélögum landsins er nú í hámarki. Skrifað af as 09.10.2010 07:40Yngsti bóndinnArnór Leví Sigmarsson sonarsonur minn varð þriggjs ára í gær. Í dag er veisla í Jaðarkoti í tilefnin þess. Arnór var ekki stór þegar hann fæddist aðeins um 9 merkur enda fæddur nokkuð fyrir tímann. Hann greindist einnig fljótlega eftir fæðingu með meðfæddann ónæmisgalla sem gerði það að verkum að hann var mjög viðkvæmur fyrir sýkingum og fékk oft hita. Stundum fékk hann mikinn hita og var lagður inn á sjúkrahús í lyfjameðferð á fyrstu mánuðunum í sínu lífi.
Skrifað af as 05.10.2010 07:30LandsþingÍ síðustu viku var Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið á Akureyri. Þingið hófst á miðvikudegi og lauk um hádegi á föstudag. Miklar umræður voru á þinginu m.a.um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sameiningu sveitarfélaga, fjárhagsstöðu sveitarfélaga og hlutverk þeirra í velferðaþjónustunni við íbúanna. Drög að nýjum sveitastjórnarlögum og fjármálareglum fyrir sveitarfélög var einnig til kynningar og umræðu á þinginu. Mikil áhersla var lögð á það af hálfu fyrrverandi sveitarstjórnarráðherra Kristjáns L Möllers að til þess að efla sveitastjórnarstigið væri nauðsynlegt að fækka sveitarfélögunum umtalsvert. Hann hafði boðað að það yrði að gera með lagaboði ef sveitarfélögin sjálf myndi ekki ganga í það verk hratt og vel á þessu kjörtímabili Nýr ráðherra Ögmundur Jónasson hefur aðrar áherslur í þessu málum. Á landsþingnu sagðist hann reyndar vera því fylgjandi að efla sveitarstjórnarstigið og til þess að sveitarfélögin gætu tekið við stórum málaflokkum væru þau flest of lítil. Ögmundur vill samt ekki fara í lögþvingaðar sameiningar. Í anda aukins lýðræðis vill hann að svona ákvarðanir verði í höndum íbúanna sjálfra. Á landsþinginu var talað um sameiningar og/eða aukna samvinnu sveitarfélaga í stórum málafokkum. Nú um næstu áramót eru sveitarfélögin að taka við viðamiklum málaflokki sem er málefni fatlaðra. Það verkefni eru sveitarfélögin að leysa með mikilli samvinnu margra sveitarfélaga. Fjárhagsstaða sveitarfélaga var til umræðu á landsþinginu og ljóst að gífurlegur munur er á milli einstakra sveitarfélaga. Kynntar voru tillögur að nýjum fjármálareglum fyrir sveitarfélög og samráð um efnahagsmál við ríkisvaldið. Þessar reglur eiga m.a. að setja sveitarfélögum ákveðnar skorður við skuldasöfnum og hallareksturs. Þær eiga einnig að koma á agaðri samskipum milli ríkis og sveitarfélaga á sviði efnahagsmála og í fjármálasamskiptum. Ég var komin heim um miðjna dag á föstudag eftir að hafa setið þingið. Það er ekkert betra en góður útreiðatúr til þess að jafna sig eftir setu á fundum dögum saman og ferðalög í flugvélum. Við Jón í Lyngholti tókum góðan útreiðatúr á föstudagskvöldið. Fórum af stað um sjö leitið og riðum fyrst upp í Lyngholt, þaðan upp á gamla Ásaveginn og fórum að vatnstankum í Ruddakró. Þaðan riðum við upp að Hurðarbaki þar sem við fengum góðar viðtökur hjá Fanney og Reyni. Að því loknu riðu við heim og vorum komnir hingað rétt fyrir miðnætti. Skrifað af as
Flettingar í dag: 176 Gestir í dag: 33 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190488 Samtals gestir: 33829 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:23:53 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is