Í Flóanum |
||
Færslur: 2011 Maí29.05.2011 07:35Nú er.... Fjör í FlóanumNú um helgina stendur yfir fjölskyldu- og menningarhátíðin Fjör í Flóa hér í sveit. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá um allt sveitarfélagið. Fjöldi fólks, bæðið innansveitar og aðrir gestir, hafa verið á ferðinni um sveitina og á ég von á að svo verði einnig í dag. Veðrið er frábært og allir eru í hátíðarskapi. Hátíðin er skipulögð af rekstrarstjórn félagsheimilanna hér í Flóahreppi. Hátíðin hefur verið árviss viðburður síðan 2005. Hún byrjaði sem samstarfsverkefni þriggja félagsheimila í þremur sveitarfélögum og var einn af mörgum undanförum að sameiningu sveitarfélaganna hér. Dagskrá hátíðarinnar má sjá á heimasíðu Flóahrepps www.floahreppur.is. Hún er bæði fjölbreytt og metnaðarfull. Ástæða er til að þakka rekstrarastjórninni fyrir glæsilega hátíð og hvetja fólk til þess að líta á það sem boðið er upp á. ![]() Skrifað af as 26.05.2011 07:32VorhátíðOkkur hjónum var boðið á vorhátíð í gær. Það voru barnabörnin okkar sem eru í leikskólanum "Krakkaborg" hér í sveit sem buðu okkur á Vorhátíð Krakkaborgar. Sérstaklega bauð hún Aldís í Jaðarkoti okkur, en á hátiðinni útskrifaðist hún úr leikskólanum. Hún er sem kunnugt er að fara að hefja nám við Flóaskóla næsta haust og sannarlega um stóran áfanga hjá henni að ræða. Dagskrá hátíðarinnar var bæði metnaðarfull og krefjandi. Hjalti Geir í Lyngholti og Aldís sungu með kór skólans "Regnbogakórnum" og léku undir á trommur. Arnór í Jaðarkoti lék í leikritinu "Lúlli fær heimsókn" ásamt börnunum sem eru með honum á deild í leikskólanum. Kolbrún Katla í Lyngholti sem er nú fyrir löngu síðan hætt í leikskóla tók einnig þátt í dagskránni. Nokkrir fyrrverandi nemedur leikskólans og núverandi nemendur í Tónlistaskólanum spiluðu á hljóðfæri í upphafi hátiðarinnar. Ég er sannfærður um að í leikskólanum er verið að vinna mjög gott starf. Þar er öflugt starfsfólk sem hefur metnað fyrir því sem það er að gera. Skrifað af as 21.05.2011 07:35VorhretÞað andar köldu þessa dagana. Gróðri fer ekkert fram og sumarið lætur bíða eftir sér. Víða um land eru bændur að fást við allt lambfé enn á húsi. Það er slydda eða jafnvel snjókoma sumstaðar og færð spillist. Hér í Flóanum er þetta reyndar ekki svona slæmt. Vissulega er kalt og gróður er í engri framför. Það væsir samt ekkert um lamféð úti og grasið var orðið það mikið að nóg er að bíta. Það er reyndar bölvað rok en þó Flóinn sé flatur má víða finna einhvert skjól fyrir noðangarranum. ![]() Það sem ég held að helst valdi tjóni hér er þurkurinn. Hann fer ekki vel með flög sem eru í vinnslu og ekki búið að sá í og valtra. Rakinn í yfirborðinu sem er fræunum nauðsynlegum til þess að spíra tapast allveg. Ef vorið og sumarið verður eins þurrt og síðustu sumur getur það skipt sköpum að sá í rakann og nýunnin jarðveginn. Það þarf ekki að koma á óvart að það geri einhvert vorhret. Þetta er ekki fyrsta skipti sem það kemur fyrir. Ég held nú reyndar að það sé frekar algengara en hitt. Það er bara misjafnt hvað það er mikið og stendur lengi yfir. Alltaf gengur það yfir og það kemur sumar aftur. ![]() Það er ólán þegar vorhretið hrekkur ofaní kok á manni með tilheyrandi hálsbólgu og kvefi. Það gekk nú svo til með mig að þessu sinni. Það svo að á tímabili missti ég allveg röddina. Ekki held ég að það hafi neitt verið til skaða og engan vegin víst að ég hefði sagt neitt að vita á meðan á því stóð. Jón í Lyngholti reyndi að halda uppi samræðum við mig á miðvikudagskvöldið en varð frá að hverfa. Nú er röddin að koma aftur og ég hef trú á að við Jón eigum eftir að spjalla saman í framtíðinni. ![]() Skrifað af as 13.05.2011 23:13Þúsund tonn af skít.Verð á áburði hefur margfaldast nú á nokkrum árum. Við sem byggum afkomu okkar á heyskap og öðrum jarðargróða förum ekki varhluta af þeirri staðreynd. Skrifað af as 06.05.2011 21:46FolaldVorið er skemmtilegur tími. ![]() Maður bíður allan veturinn eftir því og hlakkar til að takast á við vorverkin. Samt er það alltaf svo að þegar vorið brestur á virðist tíminn alltaf allt of knappur. Maður fyllist örvæntingu um að allt sem maður vill og þarf að gera strax komist ekki í verk nógu tímalega. ![]() Þessa dagana er allt kapp lagt á að vinna þá akra sem ætlunin er að sá korni í. Hér er hugmyndin að sá grasfræi í hluta akranna með bygginu. Nauðsynlegt er því að jafna endanlega í flaginu og ganga þannig frá að úr geti orðið góð tún. Þessi vinna hvílir nú kannski ekki mikið á mínum herðun nú orðið. Það er aðallega Sigmar sem sér um þetta. Kristinn tengdasonur hefur einnig verið drjúgur í þessum með honum þegar hefðbundum vinnudegi er lokið hjá honum. Sjálfur reyni ég að komast í þetta með þeim þegar færi gefst. Tók i vikunni, suma dagana, nokkra klukkutíma á jarðýtunni. ![]() Sauðburður er einnig hafinn. Sú fyrsta bar á miðvikudagskvöldið. Seinna sama kvöld þegar ég var að kom heim af sveitarstjórnarfundi rétt eftir miðnætti voru tvær í viðbót að byrja að bera. Eitthvað gekk það ekki nógu vel en með minni hjálp eru nú hér komin þrjú lifandi lömb undan þrem ám. Ég vonast til að ég fá nú fleiri lömb til nytja eftir hverja á en þetta þegar upp er staðið. Í dag kastaði svo gráa merin hennar Erlu Björg, hún Pandóra og kom með brúnt hestfolald. Það er nú orðið ansi langt síðan hér hafa fæðst folöld og tilhlökkun var mikil. Sjálfur var ég á Héraðsnefndarfundi í morgun þegar merin kastaði en Kolbrún tók þessar myndir af hestinum nokkurra mínútna gömlum. Börnin í Jaðarkoti og Lyngholti hafa svo í dag komið að heilsa upp á nýjasta gæðingsefnið á bænum. Skrifað af as
Flettingar í dag: 176 Gestir í dag: 33 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190488 Samtals gestir: 33829 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:23:53 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is