Í Flóanum |
||
Færslur: 2011 Júní29.06.2011 23:21HeyskapurÞessa dagana er verið að fást við heyskap hér á bæ. Sláttur hófst s.l. laugardag. Mér finnst ekki verra að hefja slátt á þeim vikudegi (ef það passar ekki illa) eingöngu til þess að viðhalda ákveðinni sérvisku. Það er ákveðið menningarlegt skemmtarverk að útrýma allri sérvisku og hjátrú. Sigmar rauk til og endurnýjaði rúllusamstæðuna í gær. Hann taldi réttast að nýta sér viðskiptatækifærið sem gafst og skiptu um vél. Hann þarf að hafa trausta vél. Þar sem hann er að rúlla víða en hér á bæ getur verið mikið álag á vélinni þessa daga sem heyskapur stendur sem hæðst. Ég var að koma inn frá því að raka saman. Síðustu fjörutíu sumur hef ég stundað heyskap af líf og sál. Ýmislegt hefur breyst í tækni og verklagi á þessum árum. Mitt aðalstarf í heyskapnum fyrstu árin var aðallega að raka saman. Dráttarvélin sem þá var notuð í það verk var Massi Ferguson 35X árgerð 1963. Aftan í hann var hengd Banford múgavél. Fyrstu árin sem ég var þátttakandi í heyskapnum var yfirleitt flekknum rakað saman inn að miðju og ýtt jafnóðum saman og gert upp í sæti. Síðan hefur ýmislegt breyst. Í mörg ár var hér allt bundið í bagga. Eftir að hlaðan var byggð 1977 var farið að heyja u.þ.b. helminginn af heyskapnum í flatgryfjur. Þegar heydreifikerfið kom svo var hætt að binda í bagga og allt þurhey heyjað laust í súgþurkun. Síðan um aldarmót hefur svo eingöngu verið heyjað í rúllur. Eitt hefur að vísu ekki endilega breyst og fékk ég að reyna það núna áðan. Það er ennþá hægt að raka saman á gamla Massanum sem ég notaði sem mest hér á árum áður. Þó rakstarvélarna hafi stækkað og afköstin aukist margfalt stendur gamli Massinn alltaf fyrir sínu. Skrifað af as 24.06.2011 11:03JónsmessaÍ dag er Jónsmessa í hin magnaða Jónsmessunótt var s.l.nótt. Nú er bjartasti tími ársins og líkar mér það vel. Þó eru tilfinningarnar aðeins blendnar því nú tekur daginn aftur að stytta og fyrr en varir er komið haust aftur. Samt sem áður er ekki ástæða til þess að láta það trufla sig við að njóta sumarsins og birtunnar. Skrifað af as 16.06.2011 07:22HeimsóknirÞó ekki hafi verið skrifað hér mikið síðustu vikur er það ekki merki um það að hér á bæ sé ekkert um að vera. Eins og jafnan áður er verið að fást við hin ýmsu verkefni og ótal áhugaverð atvik koma upp á hverjum degi. Ekki síst á þessum árstíma. Leikskólinn kom hér í heimsókn í skógræktina í síðustu viku. Börnin léku sér í skóginum og í hellinum. Jeff grillaði fyrir mannskapinn. Þó ég hafi ekki verið heima og hitt gestina, þá finnst mér þetta skemmtilegar heimsókir. Kolbrún var á svæðinu og tók þessar myndir. Fimmtudaginn 9. júní buðu sveitarstjórnarmenn í Bláskógabyggð sveitarstjórnarmönnum í uppsveitum Árnessýslu og Flóahrepps ásamt mökum til sín. Farið var með okkur um sveitarfélagið í rútu og ýmsir staðir og starfsemi skoðuð. Öllum var svo boðið í mat í Aratungu í lok dagsins. Mikil og góð samvinna er meðal þessarra sveitarfélaga um um ýmis verkefni. Dagurinn var bæði góður og skemmtilegur. ![]() Um Hvítasunnuhelgina tókum við Kolbrún okkur frí og dvöldum á noðurlandi frá föstudegi til mánudags. Heimsóttum m.a.bændur í Mývatnssveit, þau Jóhann og Ingigerði á Gautlöndum. Einnig heimsóttum við nafna minn og verkalýðsleiðtoga á Húsavík Aðalstein Á Baldusson og Elfu konu hans. Þeir Aðalsteinn og Jóhann voru báðir með okkur á Hvanneyri á sínum tíma. Áttum við góð ferð þarna norður og stund með norðlendingum. Það er alltaf áhugavert og skemmtilegt að hitta fólk og spjalla saman. Ég held að maður geri aldrei of mikið af því og kannski of lítið nú á tímum. Ég þakka þeim sem hér hafa komið fyrir komuna og þá sem við heimsóttum fyrir móttökurnar. ![]() Skrifað af as 02.06.2011 23:00Slett úr klaufunumHér á bæ er það til siðs að þegar kýrna fara fyrst út á vorin er viðhaft allsherjar útkall. Þá eru kallaðir til allir sem vettlingi geta valdið til þess að standa við girðingarnar næst fjósinu. Hættu getur verið á að í takmarkalausri gleði og kátínu hjá kúnum yfir því að komast nú loks út í guðsgræna náttúruna hlaupi þær á girðinguna í ógáti. ![]() Það duga því engir venjulegir skóladagar til svona verka. Megnið af mannskapnum sem hér lifir og hrærist er nefnilega þá upptekin við nám í leikskólanum. Það þótti því tilvalið að taka daginn í dag til þess þar sem allt skólahald lá miðri vegna Uppstigningardags. Enda fyrir löngu orðið tímabært að fara að hleypa kúnum út í vorið. Hér er hluti af mannskapnum mættur og tilbúinn til þess að takast á við verkefnið. Það vill nú svo til að ég er afi þeirra allra sem á myndinni eru, en auk þess var Agnes frænka mín mætt með sína fjölskyldu svo hér var komið mikið lið. Kýrnar voru kátar yfir þessu og slettu vel úr klaufunum. Veðrið var ákjósanlegt í morgun. Blíðu veður en lítið sólskin. Eins stundum vill verða þegar mannskapur kemur saman til einhverra verka eins og t.d. hér áður fyrr á góðum steypudögum eða á réttardaginn myndast góð stemming. Að loknu verkinu er haldið áfram að skemmta sér saman. Það varð raunin hér í morgun og skellti mannskapurinn sér í útreiðartúr þegar búið var að líta eftir kúnum. ![]() Skrifað af as
Flettingar í dag: 176 Gestir í dag: 33 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190488 Samtals gestir: 33829 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:23:53 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is