Í Flóanum

Færslur: 2011 Júlí

31.07.2011 09:27

Vegagerð

Nú erum við að vinna að vegagerð hér. Það er hann Kristinn tengdasonur minn stendur fyrir þessum framkvæmdum. Verkið hófst á föstudaginn og ætti að fara langt í að klárast í dag.

Erla og Kristinn hafa í hyggja að byggja sér íbúðarhús hér. Vegna þess þá létum vinna deiliskipulag hér á jörðinni s.l. vetur. Þar er gert er ráð fyrir nýrri íbúðarhúsalóð hér austur á Bæjarholtinu. Þar sem þannig stóð á að við gátum fengið lánaða beltagröfu yfir helgina og ekki voru neinar aðrar áhugaverðari fyrirætlanir að ræða var drifið í því að leggja veg inn að fyrirhuguðum byggingareit. Er um að ræða ca. 200m heimreið frá veginum að Jaðarkoti.
 


Eftir að Kristinn var búin að ráðfæra sig við Vegagerðina var hafist handa. Ætlunin er að ljúka þessari vegagerð núna þannig það sé búið þegar byggingaframkvæmdir svo hefjast.27.07.2011 22:41

Kirkjugarðurinn

Fallegur og vel hirtur kirkjugarður er sómi hverra sveitar. Kirkjugarðurinn við Villingaholtskirkju hefur verið í þeirra hópi. Allt frá því að Svavar í Villingaholti hafði forgöngu um að taka hann til gagngerra endurbóta og stækkunar einhvern tímann á síðustu öld hafa menn hér haft metnað til þess að sinna honum vel.

Það er heilmikil vinna að hugsa vel um svona kirkjugarð og sinna þeim gróðri sem þar vex, bæði trjógróðri og grasi. Stígar, girðingar, hlið og önnur mannvirki þurfa einnig sitt viðhald.

Nú standa yfir framkvæmdir í garðinum en unnið er að því að jarðvegskipta undir öllun stígum innan garðsins og til stendur að helluleggja þá. Leitað var til Búnaðarfélagsins (þ.e. Bnf. Villingaholtshrepps) að leggja þessu verki lið. Verkefnið sem félagið tók að sér var að keyra sandi frá Mjósyndi og koma honum á sinn stað undir öllum stígum. Búið var að moka moldini upp úr en nú þurfti að fylla skurðina aftur af sandi.

Félagsmenn mættu kl.10 í morgun. Mættir voru menn á minst 10 traktorum með 8 sturtuvagna og eina beltavél til þess að moka á. Verkið gekk hratt og vel fyrir sig og var lokið um miðjan dag.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íbúar hér í sveit taka sig saman og vinna svona verk. Mér er í fersku minni þegar ungmennfélagið stóð að byggingu á íþróttavellinum við Þjórsárver. Þá leitaði félagið til sveitunganna og það voru ófáar stundirnar sem menn lögðu fram í vélavinnu við að koma sandi í völlinn og við að þökuleggja hann. emoticon

25.07.2011 07:21

Gróðraveður

Hún var kærkomin rigningin á gær. Eins og sveitungi minn sagði þá er það orðið eins og að hitta gamlan vin eftir langan tíma loks þegar gerir almennilegt sunnlenskt slagveður. emoticon
Ég notaði daginn til þess að skreppa skottúr vestur á Snæfellsnes. Ferðafélagarnir voru þeir feðgar í Lyngholti Jón og Hjalti Geir ásamt Baldri bróðir Jóns. Við áttum erindi á bæ vestur í Breiðuvík.

Það hætti mikið til að rigna þegar við vorum komnir upp í Hvalfjörð. Þurt var á meðan við keyrðu vestur Borgarfjörð og Mýrarnar og allt þar til við komun Eyja-og Miklaholtshreppinn. Þar tók við alvöru gróðraveður með þéttri súld og þoku allt vestur í Breiðuvík.

Þegar við vorum komnir þetta langt vestur á Nesið fannst okkur tilvalið að halda áfram
fyrir Jökulinn og til Grundarfjarðar þar sem við stoppuðum í kaffi hjá Ragnari og Guðfinnu á Kverná. Að því loknu var keyrt aftur heim í Flóann. emoticon

Gróður hér tók vel við sér í rigningunni í gær. Kornið er nú loks að skríða og háin að spretta. Rígresisakrarnir eru reyndar ansi ræfilslegir og á ég varla von á mikilli uppskeru þar í sumar.

19.07.2011 07:39

Umf. Vaka

Ungmennafélagið Vaka er 75 ára í dag. emoticon

Félagið er og hefur alltaf verið mjög virkt og verið ein ef helstu máttarstoðum í félags- og menningarlífi í fyrrum Villingaholtshreppnum í þessi 75 ár sem það hefur starfað. 

Það hefur verið gæfa félagsins að hafa alltaf verið vettvangur unga fólksins á félagssvæðinu á hverjum tíma. Það er ekki endilega alltaf þannig með félög að eðlileg kynslóðaskipti gangi vel fyrir sig. Það hefur hinsvegar ekki verið vandamál hjá Umf. Vöku í gegnum tíðina.

Ég hef verið félagi í félaginu í u.þ.b. 40 ár og tekið þátt í störfum þess með einum eða öðrum hætti á þeim tíma. Sem unglingur sat maður í nefndum bæði sem óbreyttur nefndarmaður og sem formaður nefndar. Þannig tók maður á þessum árum þátt í störfum bæði skemmtinefndar og íþróttanefndar félagsins og einnig sem fulltrúi félagsins í húsnefnd félagsheimilisins Þjórsárvers.

Síðar sat ég stjórn félagsins fyrst sem gjaldkeri í nokkur ár og svo sem formaður. Í framhaldi af því tók ég einnig þátt í störfum Héraðssambansins Skarphéðins og var þar einning í stjórn í nokkur ár.

Þegar mín börn voru svo farin að láta til sín taka í störfum og stjórnum félagsins dró maður sig smátt og smátt í hlé. Mitt hlutverk í dag er fyrst og fremst að hafa gaman af því að fylgjast með þróttmiklu starfi félagsins og hvetja unga fólkið til þátttöku í störfum þess. emoticon

Ég hef haft ómælda ánægju af þessu starfi öllu og þar hef ég fengið mína menntun sem ég fullyrði að er engu síðri en önnur menntun sem maður fær í skólum. Verkefnin hafa verið margvísleg og sum hver nokkuð krefjandi. Það er þannig með þessa starfsemi að hún hefur skilað miklu fyrir samfélagið og ekki síður þá félagsmenn hverju sinni sem að verkefnum félagsins standa.

Ég óska félaginu til hamingju með afmælið og félagsmönnum þess til hamingu með öfluga starfsemi. Um leið og ég þakka fyrir allt sem þetta félag hefur gert fyrir mig vil ég láta þá ósk fylgja að hér í sveit verði áfram um ókomna tíð öflugur félagsvettvangur fyrir ungt fólk.  

15.07.2011 07:33

Vatnsveitan

Þetta sumar virðist ekki vera frábrugðið síðustu sumrum að því leiti að vegna þurrka er jarðvatnsstaða hér mjög lág. Einhvern tíman hefði það nú þótt lýgilegt að ekki væri nóg vatn í Flóanum og sumar eftir sumar einkennist af skorti á ringingu.

Vatnslindir þær sem þjónuðu vatnsveitum í Flóanum í hátt í hálfa öld með nokkuð öruggum hætti hafa nú nánast þornað upp fimmta árið í röð. Nú í sumar er samt orðið sú breyting á að búið er að koma upp öflugri tengingu við vatnsveituna á Selfossi þannig að nú er hægt að tryggja vatnsnotendum í Flóahrepp nóg af úrvals vatni.

Það er gríðaleg breyting frá því undanfarin sumur sem einkennst hafa að miklum erfiðleikum við að tryggja öllum notendum veitunnar nægt og ómengað vatn. Frá því í fyrra vor hafa staðið yfir umfangmikla framkvæmdir sem miða að þvi að efla og styrkja vatnsveiturnar í tveimur sveitarfélögum þ.e. í Flóahrepp og í sveitarfélaginu Árborg.

Framkvæmdir þessar eru gerðar í samræmi við sérstakann samning sem þessi sveitarfélög gerðu sín á milli í fyrra. Þær ganga út á það efla vatnsöflun við Ingólfsfjall, svera upp stofnlagnir að Selfossi og austur úr þorpinu og nýrri stofnlögn frá Selfossi að miðlunargeyminum í Ruddakrók í Flóahreppi.

Samningur sveitarfélaganna tryggir Vatnsveitu Flóahrepps vatn frá Árborg þegar þörf er á og í því magni sem á þarf að halda allt að 25 lítum/sek.

Þessum framkvæmdum öllum er ekki nærri lokið en búið er að legga stofnlögnina frá Selfossi að Ruddakrók og standsetja dælur á hana og er hún nú komin í fulla notkunn. Hún hefur reynst vel og skipt sköpum fyrir vatnsnotendur í Flóahrepp síðustu vikur.  


  • 1
Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 49695
Samtals gestir: 5988
Tölur uppfærðar: 6.2.2023 03:22:05
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar