Í Flóanum |
||
Færslur: 2011 Ágúst31.08.2011 23:46UngmennafélagsreiðtúrinnUmf. Vaka hefur staðið fyrir útreiðatúr hér í Flóanum síðsumars um langa tíð. Reyndar er það svo að ég man eftir fyrsta túrnum og tók þátt í honum. Það mun líklega hafa verið árið 1976 en þetta muna engir lengur nema "elstu menn". Skrifað af as 26.08.2011 07:19HúsabæturNú standa hér yfir töluverðar endurbætur á íbúðarhúsinu. Við Kolbrún tókum til við að byggja þetta hús sumarið 1979. Ég var þá tvítugur og hún átján ára og okkur fannst allir vegir vera færir. Ekki var á þessum tíma eins auðvelt að fá fjármagn í svona framkvæmdir og síðar varð. Man ég eftir að hafa eitt töluverðum tíma á biðstofum bankastjóra. Við fluttum í húsið vorið 1982. Það vantaði ýmislegt upp á að það væri fullbúið þá en við vorum alsæl að vera kominn í eigið húsnæði. Haldið var áfram að klára það sem upp á vantaði innahúss á næstu árum s.s. gólfefni, loftaklæðningar, innihurðir og innréttingar. Eftir því sem árin liðu bætist svo viðhald á því sem fullbúið var við. Þetta finnst mér vera eðlileg framvinda húsnæðismála hjá fólki sem byrjar sinn búskap með tvær hendur tómar. Í þessu húsi hefur okkur liðið vel á hvaða byggingastigi sem er. Nú var staðan orðin þannig að nauðsynlegt þótti að fara í umtalsverðar endur bæður á ytra byrði hússins. Suðaustanáttin var farin að gera sig einum of heimakomna í húsinu. Stefán Helgason og hans menn mættu hér í síðustu viku og byrjuðu að rífa utan af húsinu. Ætlunin er að skipta um klæðningu á veggjum og setja nýtt járn á þakið og nýjar rennur og nýjan þakkant, Skrifað af as 16.08.2011 07:06Sumri hallar...Í norðanáttinni sem nú er hér er ekki alveg laust við það að manni finnist haustið nálgast. Ég vil nú samt halda mig við það að það sé sumar enn. Samt er það nú svo að ýmislegt bendir til þess að það sé nokkuð liðið á það. Töluvert vantar upp á að byggið, sem hér var sáð til í vor, hafi náð næganlegum þroska. Hinsvegar lítur út fyrir að það geti orðið töluvert að magni ef það fær tækifæri til. Til þess að svo megi verða þarf einhverjar vikur af hlýindum enn. Síðasta vika var góð með rekju á nóttinni og sólskini og hita á daginn. Ég notaði tækifærið á laugardagsmorguninn og smalaði fénu samann og bólusetti öll lömb og gemlinga. Þó þannig hafi nú staðið á þennan morgun að allt mitt heimafólk var ekki heima bætti ég það upp með því að nota gesti sem hér í sárasakleysi litu við. Var því um nógan mannskap að ræða og gekk verkið hratt og vel fyrir sig. Nú er þjóðfélagið aðeins farið að snúast af stað aftur eftir sumarfríin. Samt er það svo að víða er fólk enn í fríum. Leikskólinn hér í sveit er nú byrjaður aftur og kennarar grunnskólans eru mættir til vinnu. Það styttist í að nemendur mæti í skólann eftir sumarfrí. Á vettvangi sveitarstjórnar hefur þetta sumar, til þess að gera, verið rólegt. Mikill munur er að ekki hefur verið um sömu vandræði að ræða með neysluvatn í sveitarfélaginu og síðustu sumur. Þar kemur til ný stofnlögn sem tekin var í notkunn í sumar sem hefur gert það að verkum að hægt hefur verið að tryggja vatnsnotendum í sveitarfélaginu nóg af góðu vatni. Lokafrágangur á skólabyggingunni stendur nú yfir. Nú þegar skólastarf í Flóaskóla hefst verður í fyrsta skipti um heilstæðann grunnskóla að ræða með öllum 10 bekkjunum. Mörg stór verkefni bíða svo sveitarstjórnar að takast á við á næstu misserum. Má þar t.d. nefna að nú þarf að fara að hefja vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi sveitarinnar og samræma í eitt heilstætt aðalskipulag. Einnig þarf að að fara að taka ákvörðun um með hvaða hætti húsnæði Leikskólans verður stækkað. Ýmislegt fleira væri hægt að telja upp og ég á ekki von á að um neinn verkefnaskort verði að ræða. Skrifað af as 07.08.2011 07:23Á fjöllumÉg hef gaman af því að ferðast um landið og alltaf áhugavert að koma á staði sem maður hefur ekki komið á áður. Sem betur fer hef ég haft tækifæri til þess í gegnum tíðina og hef ég komið í flestar sveitir á Íslandi. Þó er það svo að víða eru staðir þar sem maður á eftir að koma og sumir ekki svo langt frá Flóanum. Skrifað af as
Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 10 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190368 Samtals gestir: 33806 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:02:42 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is