Í Flóanum

Færslur: 2011 Október

31.10.2011 07:10

Daginn tekur að stytta

Október er nú að renna sitt skeið og framundan eru myrkustu vikur ársins. Tíðafarið undanfarið hefur heldur verið til þess fallið að minna mann á skammdegið framundan. Það er aðallega boðið upp á rigningu og rok flesta daga. emoticon

Nóg er af verkefnum samt að fást við. Þessi mánuður hefur að vísu mikið farið á fundarsetur hjá mér. Nú síðast var Ársþing sunnlenskra sveitarfélaga en það var í Vík nú á föstudag og laugardag í siðustu viku. Ég fór reyndar austur strax á fimmtudag vegna stjórnarfundar hjá SASS sem haldinn var þá í tengslum við þingið.

Hér á bæ er búið að slátra öllu fé sem á að slátra þetta haustið. Hrútar og lömb eru komin á hús. Ærnar verða teknar einhvern tíman á næstu vikum eða þegar það hentar rúningsmanninum að koma hér. Búið er að sleppa reiðhrossunum og því lítið um útreiðar þessa dagana. Talsvert er borið af kúm í fjósinu eftir að burður hófst um mánaðarmótin ág.-sept. og hefur það að mestu gengið prýðilega.  

Eins og undanfarin ár þá stendur rekstrarstjórn félagsheimilanna í Flóahreppi fyrir "Tónahátíð" í haust. Hátíðin saman stendur af þremur viðburðum hvert í sínu félagsheimilinu í sveitarfélaginu. Byrjað var í Félagslundi 1. október s.l á tónleikum með lögum Oddgeirs Kristjánssonar úr Vetsmanneyjum. 15. október var síðan leikþátturinn "mamma ég" sýndur í Þjórsárveri ásamt því sem heimamaðurinn Sigurður Ingi Sigurðsson var með uppistand.

Núna n.k. laugardagskvöld 5. nóv verður Helgi Björnsson og "Reiðmenn vindanna" í Þingborg svo með stórtónleika. Það er ástæða til þess að hvetja fólk til þess að láta það ekki fram hjá sér fara. emoticon  

24.10.2011 20:36

Baráttan um ruslið

Eitt af verkefnum sveitarfélaga er að sjá til þess að hægt sé að losna við rusl á viðurkenndan og löglegann hátt. Lengst af var það víðast hvar gert með þeim hætti að öll efni sem einstaklingar og fyrirtæki töldu sig ekki hafa not fyrir og þurftu að losa sig við var flokkað sem rusl og urðað á vegum sveitarfélaganna. 

Á  meðan sveitarfélögin tóku endalaust við og urðuðu, á til þess að gera ódýrann hátt, varð alltaf til meira og meira af rusli. Þessu fylgdi gífuleg sóun á efnum og eftir því sem umfangið jókst olli það auknum umhverfisskaða. Það hefur lengi verið augljóst að eitthvað þurfti að gera til þess að sporna við þessari þróun. Íslendingar sem og aðrar evrópuþjóðir skuldbundu sig til þess að stór minka urðun á sorpi.

Urðunarstaðir eru heldur ekki neinir óska nágrannar. Nú er staðan orðin þannig að nánast vonlaust er að fá land undir urðunarstað þó allir vilji losna við ruslið sitt á ódýrann hátt.

Mér finnst lykilatriði að reynt sé að sporna við framleiðslu á sorpi. Það er ekki gert með þeim hætti að sá sem hendir ruslinu geti látið kostnaðinn sem af því hlýst lenda á öðrum. Þess vegna tel ég það ekki ásættanlegt til frambúðar að skattpengingar almennings séu látir standa undir sorpeyðingu. Það er eðlilegra að sorpeyðing sé fjármögnuð með þjónustugjöldum sem taki mið af því magni sem hver og einn er að henda.

Það er mikilvægt að koma í veg fyrir að verðmæti lendi í ruslinu. Megnið ef því efni sem urðað hefur verið á undanförnum áratugum er endurvinnanlegt. Það þarf að vera auðveld leið til þess að losna við slík efni án þess að það fari með sorpinu.

Svo því sé nú haldið til haga þá var Flóahreppur fyrsta sveitarfélagið í dreyfbýli sem tók upp svo kallað þriggja tunnu flokkunarkefi í úrgangsmálum. Markmiðið var einmitt að minka sorp sem fer til urðunar og það tókst bara vel. Sem betur fer því síðan þá hefur kostnaður við urðun stóraukist eftir að urðunarstaður sunnlennskra sveitarfélaga í Kirkjuferjuhjáleigu lokaði og farið er að keyra allt sorp héðan suður á Kjalarnes.

Nú gæti maður haldið að þessi árangur sem hér, og reyndar viða annarstaðar, hefur náðst væri öllum fagnaðarefni en svo er nú ekki allveg. Það er nefnilega þannig með sorpeyðingu að hún lýtur sömu lögmálum og annar rekstur. Eftir því sem umfangið minnkar verður gróðinn minni. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga stórt og mikið fyrirtæki í þessum bransa sem er Sorpa bs. 

Eftir að sunnlendingar töpuðum sínum urðunarstað höfum við verið háð samstarfi við Sorpu með urðun. Þar er sú stefna rekin að koma í veg fyrir að sorpið minnki og reynt er eftir framsta megni að tryggja að allur úrgangur skili sér sem best til fyrirtækisins. Þetta er væntanlega gert til þess að halda uppi öflugri starfsemi hjá fyrirtækinu.

Sveitarfélög sem ekki skila endurvinnanlegum efnum og lífrænum úrgangi til fyrirtækisins eru litin hornauga og eru látin borga meira fyrir urðunina en önnur sveitarfélög. Með þessu er fyrirtækið sem er í eigu opinberra aðila að tefja fyrir og koma í veg fyrir að hámarks árangur náist í því að minnka umhverfisáhrif vegna úrgangsmála.


16.10.2011 07:16

Fjármál

Þessar vikurnar brjóta sveitarstjórnarmenn heilann um fjármál sem aldrei fyrr en í vikunni sat ég fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í Reykjavík. Vinna sveitarstjórnarmanna snýst nú kannski eingöngu um fjármál. Verkefnið er að nýta skattfé sem sveitarfélögum tilheyrir sem allra best til hagsbóta fyrir íbúana.

Undanfarið höfum við hér hjá Flóahrepp verið að skoða rekstrarstöðu sveitarfélagsins á þessu ári og endurskoða fjárhagsáætlunina. Vinna við fjárhagsáætlun næsta árs er einnig að komast á skrið. Ljóst er að töluvert vantar upp á að fjárhagsáætlun þessa árs, eins og hún var samþykkt fyrir tæpu ári síðan, gangi upp. Ástæðan er fyrst og fremst launahækkanir vegna kjarasamningana sem gerðir voru á árinu. Tekist hefur bærilega að vera innan áætlunnar í öðrum rekstrarliðum þrátt fyrir mun meiri verðbólgu en reiknað var með. Á móti launahækkunum kemur að þær skila sér einnig að hluta í hærri útsvarstekjum.

Framundan er haustfundur Héraðsnefndar Árnessýslu en þar eru fjárhagsáætlanir ýmissa stofnanna sem sveitarfélögin í Árnessýlsu reka saman afgreiddar. Fjárhagsnefnd Hérðasnefndar er þessa dagana að yfirfara tillögur að áætlunum sem forstöðumenn og stjórnir þessara stofnanna hafa lagt fram. Sjálfur á ég sæti í þessari fjárhagsnefnd en nefndin skilar svo áliti á Héraðsnefndarfundinum.

Ársþing SASS er svo seinna á þessum mánuði en þar eru haldnir einir 5 aðalfundir. Á öllum þessum fundum er fjallað um og afgreidd fjárhagsáætlun fyrir viðkomandi stofnun. Þessar stofnanir eru Atvinnuþróunnarfélag Suðurlands, Skólaskrifstofa Suðurlands. Sorpstöð Suðurland, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Til viðbótar verður einnig fjallað um áætlun fyrir stórt og mikið samstarfsverkefni sveitarfélaganna en það er þjónusta við fatlaðra á svæðinu. 

Í allar þessar áætlanir fer mikil vinna en ég er þeirra skoðunnar að nauðsynlegt sé að vanda hana eins og kostur er. Það er mikilvægt að sveitarfélög og stofnanir þeirra sníði sér stakk eftir vexti fyrirfram með vönduðum fjárhagsáætlunum. 

 

09.10.2011 07:28

Byggið, þurkurinn, rigningin og loftárásir

Kornið var skorið hér á föstudagskvöldið. Eins og stundum áður þá hafa haustrigningarnar staðið uppskerustörfum í byggræktinni fyrir þrifum. Við bættist þetta árið að uppskera var sein á ferðinni vegna kulda og þurka í vor. Þannig hófst kornskurður hér í Flóanum u.þ.b. 10 dögum seinna þetta haustið en oft áður.

Bærilega gekk að skera fyrstu dagana eftir að kornskurður hófst og voru menn nokkuð bjartsýnir að ná þokkalegri uppskeru vandræðalaust. En upp úr miðjum september fór haustrigningin sífellt að verða fyrirferðameiri. Liðu nú orðið heilu vikurnar án þess að hægt væri að skera því alltaf rigndi og rigndi. emoticon

Þessu til viðbótar bættist nú önnur óværan við, því meðan á þessu stóð urðu akrarnir fyrir loftárásum. Sá alfriðaði fugl, álftin, sá sér nefnilega leik á borðri og nýtti sér vel það nægtar borð sem blasti nú við. Á meðan við kornbændur biðum þess að stytti upp svo hægt væri að uppskera byggið gekk hún skipulega til verka og át upp heilu hektarana. emoticon 

Það stytti loks upp nú vikunni og var þá ekki beðið boðanna. Þreskivélin sem Flóakorn ehf rekur fór af stað á þriðjudaginn og má segja að hún hafi gengið stanslaust dag og nótt til kl. 2:00 aðfaranótt laugardagsins er hún kláraði að slá akrana hér á bæ. Það stóð á endum að það skall á slaðveður aftur um það leiti sem hér var verið að klára síðustu fermetrana. Þá var búið á þessum tæpum 4 sólarhringum að slá tugi ha á 10 bæjum hér í Flóanum og Ölfusi. emoticon 

Það er alltaf góð tilfinning að vera búinn á ná uppskeru í hús. Þrátt fyrir nokkuð tjón er ég þokkalega sáttur með útkomuna. Þrátt fyrir tíðarfarið stóð akurinn ennþá mjög vel og ef álftinni hefði ekki verið til að dreyfa væri uppskeran vel í meðallagi þrátt fyrir allt.  emoticon  
  • 1
Flettingar í dag: 144
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 49800
Samtals gestir: 5988
Tölur uppfærðar: 6.2.2023 04:25:35
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar