Í Flóanum |
||
Færslur: 2012 Febrúar25.02.2012 07:26SólarferðMér var boðið á frumsýningu í gærkvöldi. Leikfélag Selfoss frumsýndi í Litla Leikhúsinu á Selfossi leikverkið "Sólarferð" eftir Guðmund Steinsson. Þetta var frábær sýning og hreint út sagt magnaður leikur hjá leikurunum. Ég hvet alla til þess að fara og sjá þessa sýningu hjá leikfélaginu. ![]() Sól er nú farin að hækka á lofti hér í Flóanum og daginn tekin að lengja. Það hefur lítið farið fyrir útreiðum hjá mér á þessum vetri fram til þessa. Tíðafarið hefur nú ekki verið til þess að hvetja mann í slíkt auk þess sem margt annað hefur verið að gera. En með hækkandi sól er nú ekki hægt að neita sér um það lengur. Reiðhestarnir hafa nú verið teknir inn og járnaðir. Ég skrapp rétt sem snöggvast á bak í blíðuni í gær og mun að öllum líkindum finna mér einhvern tíma til þess á næstu dögu, vikum og mánuðum. Þeir voru í sólskinsskapi félagarnir úr Hólminum og Helgafellssveitinni sem hér litu við í kaffi í gær. Þeim vantaði víst traktor og brugðu sér því í verslunarleiðangur hingað í Flóann. Þeir gerðu gríðaleg góð kaup og héldu alsælir aftur vestur á Snæfellsnes. Skrifað af as 19.02.2012 22:38Gæðingsefni og ÞorrablótVið skruppum vestur á Snæfellsnes um helgina. Erindið var að fara á þorrablót að Skildi í Helgafellssveit með þeim Ástu og Guðjóni á Borgarlandi. Þau voru reyndar stödd á folaldasýningu í Söðulsholti í gærdag þegar við vorum á leiðinni vestur. Það þótti því tilvalið að koma þar við og líta á gæðingsefnin. Það er glæslegur húsakosturinn í Söðulsholti. Þarna var samankomin hópur af gæðingsefnum og ljóst, að ef allar þær væntingar sem þarna voru, ganga eftir verða menn vel ríðandi á Snæfellsnesinu eftir nokkur ár. Eins og víða á svona sýningunum skildist mér líka að folöldin sem ekki komu væru engu síðri en þau sem komu þannig að menn verða aldeilis ekki hestlausir á Nesinu í framtíðinni. Þorrablótið var hin besta skemmtun eins og við var að búast. Eins og tilheyrir voru skemmtiatriðin helst á kostnað sveitunganna og eru Helgfellingar engir eftirbátar annarra í því að gera grín að sjálfum sér. Jón Gamli og Björk mágkona mín voru að sjálfsögðu mætt á svæðið og létu ekkert fram hjá sér fara. Jón hafði reyndar þann starfa að taka skemmtunina upp á myndband fyrir komandi kynslóðir. Ekki tók ég eftir því hvað hljómsveitin heitir sem spilaði þarna en hún var verkinu vel vaxin. Þeir spiluðu af krafti fjöruga dansmúsik og héldu uppi miklu stuði. Ég hef ekki hitt Didda söngvara hljómsveitarinnar í þessu hlutverki áður en hann er greinilega öflugur sögvari og gaf ekkert eftir. Við keyrðum síðan heim í Flóann aftur í dag. Áður áttum við góða stund í spjalli með þeim Ástu og Guðjóni í morgun. Renndum síðan sem snöggvast út að Kverná. Heimilisfólkið var ekki heima en þar hittum við Sólrúnu sem þar gætti búsins um helgina. Skrifað af as 14.02.2012 20:50FlóagulliðHún Gyða sem starfar á skrifstofum Flóahrepps og sér um bókhaldið færði sveitarfélaginu að gjöf innrammaða og stækkaða ljósmynd eftir sig nú á mánudagsmorguninn. Gyða sem er áhugaljósmyndari sagðist vilja sýna sveitarfélaginu þakklætisvott fyrir að veita sér vinnu og gott starfsumhverfi. Myndin, sem hún nefnir " Flóagull ", er tekin við Þingborg og sýnir trjágróðurinn þar í haustsólarljósi. Skrifað af as 07.02.2012 07:16Varmadælur og rafmagnsreikningurinnFlóahreppur stendur í kvöld fyrir kynningarfundi Í Félagslundi um varmadælur til upphitunnar. Þessi tækni er nú töluvert að riðja sér til rúms og ekki veitir af til að stemma stigu við hækkandi rafmagnsreikningum. Það eru nú kominn meira en þrjátíu ár frá því ég heyrði fyrst talað um varmadælur. Þá var því spáð að þær myndu fljótlega verða algengar til húshitunnar á þeim svæðum sem ekki væri hitaveita. Einhverra hluta vegna heyrðist lítið um þær hér á landi síðan í áratugi, þar til nú fyrir ekki svo mörgum árum. Nú er alger vakning um að nýta þessa tækni á s.k. köldum svæðum og hafa innflytjendu varla við að afgreiða vélar og koma þeim í gagnið. Hér í sveit, þar sem hitaveitan nær ekki, eru þó nokkrir búnir að koma sér upp svona búnaði og/eða eru í hugleiðingum um slíkt. Sveitarfélagið er að setja upp svona varmadælur í félagsheimilunum og verður áhugavert að fylgjast með hver árangurin verður. Sjálfsagt hefur þessari tækni fleygt fram frá því ég heyrði fyrst talað um þetta. Annað hefur líka gerst að raforkuverð hefur hækkað talsvert. Við sem erum háð rafmagninu til húshitunnar höfum ekki farið varhluta af því. Það er annars merkilegt að RARIK sem er opinbert hlutafélag mismunar viðskiptavinum sínum gróflega að mínu mati. Verðskrá fyrirtækisins er nefnilega skipt í tvo parta. Annars vegar fyrir þéttbýli og hinsvegar fyrir dreyfbýli. Verðskráin er talsvert hærri fyrir þá sem í dreyfbýli búa og nú með síðustu hækkunum þá hefur þetta bil aukist. Ekki nóg með það heldur er það boðað og virðist vera stefna að auka þennan mismun enn meira. Það þykir nefnilega ekki sanngjarnt að þeir sem í þéttbýli búa þurfi að taka þátt í kostnaði við dreyfingu og flutnings orku í hinum dreyfðu byggðum landsins. Það þykir aftur á móti ekkert að því að leggja þann kostnað eingöngu á þá sífellt færri sem í skilgreindu "dreyfbýli" búa. Þá skipti engu hvort umrætt dreyfbýli er við hliðina á raforkuveri eða ekki. Það skiptir heldur engu máli hvort eða hversu afskekkt byggin er. Eins er það með skilgreint "þéttbýli" í verðkránni. Það skipti engu máli hvar á landinu viðkomandi er eða hversu hagkvæmt er að að koma rafmagni þangað. Það eina sem skiptir máli er hvort um skilgreint þéttbýli er að ræða eða ekki. Ég skil ekki svona "réttlæti". Ef fyrirtæki sem er í opinberri eigu og hefur ákveðum skildum að gegna við dreyfingu og flutning á raforku í landinu má ekki dreyfa sínum kostnaði jafnt niður á viðskiptavini sína hvar sem þeir búa á landinu þá er allveg eins gott að hver og einn sjái bara um sig í þessum málum. Ef þetta heldur áfram að þróast svona fer að verða áhugavert að stofna rafmagnsveitu hér í Kolsholtshverfinu....
Skrifað af as
Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 10 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190368 Samtals gestir: 33806 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:02:42 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is