Í Flóanum |
||
Færslur: 2012 Apríl29.04.2012 07:31SkipulagsmálÁrlega stendur Skipulagsstofnun fyrir samráðsfundi með sveitarfélögunum i landinu. Ég sat slíkan fund núna s.l. fimmtudag og föstudag austur á Hellu ásamt öðrum sveitarstjórnarfulltrúum og sveitarstjóra Flóahrepps. Skrifað af as 20.04.2012 07:24Gleðilegt sumarÍ tilefni þess að í gær var sumardagurinn fyrsti voru heyvinnutækin tekin til kostana seinnipartinn í gær. Ekki var það nú svo, þrátt fyrir að það vorar snemma, að hér væri kominn slægja á túninn. Hér var frekar um það að ræða að verið var að klára heyskapinn frá því í fyrra sumar. ![]() Hálmurinn á kornökrunum, sem aldrei var hægt að þurrka í haust, var nú orðinn brauðþurr og því tímabært að taka hann saman. Það mátti ekki seinna vera því nú er nauðsynlegt að fara að vinna akrana og sá til uppskeru á þessu ári. Annars var hér haldið upp á sumarkomuna með hefðbundnum hætti. Umf. Vaka stóð að vanda fyrir viðavangshlaupi á Þjórsárbökkum. Íbúar, bæði fyrrverandi og núverandi, úr gamla Villingholtshreppnum fjölmenntu eins og svo oft áður. Yngstu þátttakendur voru á fyrsta ári en sá elsti áttræður. Alls held ég að þátttakendur hafi verið hátt 60 sem fóru þennan rúma kílómetra saman í vorblíðunni í gær. Ég tók að sjálfsögðu þátt í hlaupinu. Það gerðu einnig flest mín barnabörn og slógst ég í för með þeim yngsta, honum Hrafnkatli í Jaðarkoti. Hann var gaf ekkert eftir í sínu fyrsta hlaupi á sumardagin fyrsta og ég hef trú á að þetta hafi ekki verið það síðasta hjá honum. Sigurverarar í víðavangshlaupinu voru þau frændsystkini frá vesturbænum í Kolsholti. Í kvennaflokki Sólveig Larsen og í karlaflokki Þorgils Kári Sigurðsson. Glæsilegur árangur hjá þessu unga íþróttafólki og óska ég þeim til hamingju með það. ![]() Skrifað af as 15.04.2012 07:23KvenfélagiðÞað er kunnara en frá þurfi að segja að í hverju samfélagi er öflugt og lifandi kvenfélag bráð nauðsynlegt. Þetta er staðreynd sem við hér í Flóahreppi erum vel meðvituð um. Hér eru starfandi hvorki meira en minna þrjú öflug kvenfélög. Kvenfélag Villingaholtshrepps er eitt þessarra kvenfélaga. Það hefur staðið fyrir öflugri starfsemi hér sveit um áratugi. Félagskonur eru á öllum aldri. Þó að þetta sé kannski ekki fjölment félag er um lifandi félag að ræða þar sem tekist er á við hin fjölbreyttustu verkefni. Á aðalfundi Búnaðarfélags Villingaholtshrepps sem haldin var í Þjórárveri á föstudagskvöldið s.l. var afreksbikar félagsins veittur. Þessi bikar var gefinn búnaðarfélaginu af Búnaðarsambandi Suðurlands á 100 ára afmæli félagsins. Hann er veittur, hverju sinni, þeim aðilum í Villingaholtshreppnum hinu forna sem á einn eða annan hátt telst hafa skarað fram úr að einhverju leiti. Um getur verið að ræða atriði á sviði félagsmála, ræktunnar, íþrótta, lista eða annarra menningarmála. Það var Kvenfélag Villingaholtshrepps sem hlaut bikarinn að þessu sinni er vel að honum komið. Ég óska félaginu til hamingu með það og ekki síður öflugt starf. ![]() Skrifað af as 12.04.2012 07:17ÚtreiðartúrÞað atvikaðist svo að ég komst í ágætan útreiðatúr á föstudaginn langa en þá var riðið út með Selfyssingum í Árborgarhreppi. Tilefnið var, að þá var með formlegum hætti, tekinn í notkunn brú á reiðleiðinni úr Tjarnarbyggð niður á Eyrabakka. Hestamenn í Flóanum riðu að brúnni beggja megin frá til þes að vera viðstaddir athöfnina. Það er reiðveganefnd hestamannfélagsins Sleipnis sem á veg og vanda að þessari brúargerð. Nefndin, með Einar í Egilsstaðakoti í broddi fylkingar, hefur unnið ötullega að því að opna reiðleiðir og leggja reiðvegi vítt og breitt um allan Flóann. Verkefnið er risastórt en reiðveganefndin, m.a. með styrk frá sveitarfélögunum, er þegar komin af stað með ýmis verkefni sem m.a. miða að því að koma eitthvað af hestaumferðinni frá akvegunum. Þar sem Jón í Lyngholti hafði í vetur aðstoðað Einar í því að koma áður nefndri brú fyrir þótti tilheyra að hann mætti við vígluna. Við setum reiðhrossin á kerru og keyrðum með þau að "Stóra-Aðalbóli" í Tjarnarbyggðinni. Þaðan riðum við með með öðrum hestamönnum af svæðinu að brúnni. Þessi brú, sem er gömul trébrú frá vegagerðinni, var sett á stóra áveituskurðinn sem grafin var á sínum tíma á mörkum Sandvíkurshrepps hinum forna og Eyrabakkahrepp hinum forna. Mikill fjöldi var samankominn við brúna bæði af hestum og mönnum. Að ræðuhöldum og borðaklippingum loknum var riðið til baka. Allur hópurinn stoppaði síðan hjá þeim Maddý og Jónasi í Tjarnarbyggðinni og þáðar veitingar. Að þvi loknu riðum við Jón áfram með þeim sem komu frá Selfossi þangað upp eftir. Ekki töldum við viturlegt að halda mikið lengra áfram þar sem við vorum báðir einhesta og u.þ.b. 20 km eftir til að komast heim. Hrossin voru því sett á kerru aftur og keyrð heim. Þetta var hin skemmtilegasti túr í fallegu veðri og góðra vina hópi. Skrifað af as 06.04.2012 07:39"Vertu til, því vorið kallar á þig".Nú bregður svo við, eftir leiðinda tíð síðasta hálfa árið, að það brestur á með vorblíðu á Einmánuði. Gróður er allur að lifna og jörð er þur og klakalaus sem á sumardegi sé. Ég er nú samt orðin eldri en það, að ég geri mér ekki grein fyrir, að það eru meiri líkur en minni að það eigi eftir að gera kuldakast áður en sumar kemur. Það breytir því ekki að það er alltaf kærkomð þegar byrjar að vora snemma. ![]() Allvega er upplagt að nota færið og koma því í verk sem ekki var hægt að gera í haust vegna ótíðar og bleytu. Þar á ég við að klára að kýfa og jafna til í skurðarstykkjum sem við ætlum til ræktunnar á komandi sumri. Það er einnig rétt reyna að þurka eitthvað af þeim hálmi sem ekki var hægt að ná í haust áður en farið verður að plægja akrana. Það er líka ekkert því til fyrirstöðu að hefja jarðvinnslu að fullu, Ég ráðstafaði hluta úr gærdeginum í að tæta nýtt land sem við höfum áhuga á að sá í í vor. Nú er einnig hægt að komast um öll tún og erum við þegar byrjaðir á að koma skítum á túnin. Skrifað af as
Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 10 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190368 Samtals gestir: 33806 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:02:42 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is