Í Flóanum |
||
Færslur: 2012 Júlí31.07.2012 07:06Á útreiðumÞau brugðu sér í útreiðartúr saman krakkarnir í Lyngholti og Hurðarbaki á sunnudaginn var. Þetta voru þeir bræður: Unnsteinn, Sigurjón og Helgi á Hurðarbaki og systkinin í Lyngholti Kolbrún Katla og Hjalti Geir. Kaupakonunni á Hurðarbaki henni Rakel var að sjálfsögu boðið með. Feðurnir á bæjunum þeir Reynir og Jón Valgeir voru teknir með til að aðstoða við hrossin (sem hestasveinar). Síðan fengum við afarnir á bæjunum, Óli á Hurðarbaki og ég líka að fara með. En það var bara vegna þess að okkur þykir svo gaman að ríða út í góðra vina hópi. Þetta var afskaplega skemmtilegur útreiðartúr. Ég fór héðan rétt fyrir kl eitt og reið upp að Lyngholti. Þaðan ríðum við að Hurðarbaki og var þá allur hópurinn kominn saman. Frá Hurðarbaki var farin bein leið að Neistastöðum, upp veginn að Brúnastöðum framhjá Miklaholtshelli og Ölvisholti og nýja veginn að flóðgátt Flóaáveitunnar á Brúnastaðaflötum. Á Brúnastaðaflötum komu þær Hallfríður og Fanney ásamt yngstu börnunum henni Ástu Björg í Lyngholti og óskírðum yngsta syninum á Hurðarbaki, með kaffi til okkar. Mannvirki Flóaáveitunnar voru skoðuð og bæði hestar og hestafólk hvíldu sig um stund. Að þvi loknu var riðið sama leið heim aftur. Öll vorum við velríðandi. Helgi sem var yngstur í hópnum deildi bæði hest og hnakk með föður sínum. Farið var rólega yfir enda ekki ástæða til annars í góðum hóp, í góðu veðri og í fallegu umhverfi. Á leiðinni voru hin ýmsu málefni rædd. M.a. var verið að metast á um gæði hrossana og menn jafnvel þreifuðu fyrir sér í hrossakaupum. Í því sambandi voru háar upphæðir nefndar.! ![]() Öll held ég að við höfum skemmt okkur vel í þessari ferð og þakka ég ferðafélögunum fyrir skemmtilegan dag. Skrifað af as 28.07.2012 07:16VestmannaeyjarVið systkinin ásamt mökum buðu foreldrum okkar í dagsferð til Vestamanneyja síðast liðinn fimmmtudag. Þó Vestmanneyjar blasi hér við, í ekki svo mikilli fjarlægð, er maður nú ekki fasta gestur þar. Sum okkar höðu reyndar aldrei þangað komið. Við lögðum af stað héðan úr Flóanum upp úr kl átta. Þau sem úr Hafnafirði komu hafa væntanlega lagt af stað u.þ.b. klukkutíma fyrr. Vorum í Landeyjarhöfn á tíundatímanum en Herjólfur sigldi kl. tíu. 35 mínútum seinna vorum við í Vestmanneyjum. Við notuðum tíman til þess að skoða okkur um. Byrjað var á því að fara í Herjólfsdal. Síðan var keyrt út á Stórhöfða og útsýnið þaðan rannsakað. Nýja hraunið og afleiðingar eldgosins voru grannskoðuð og ýmilegt fleira ásamt því að borða saman um miðjan daginn. Eftir góðan dag var farið til baka með Herjólfi kl 17:30. Skrifað af as 18.07.2012 07:29Sumarfrí...eða ekkiNú er sá árstími að þjóðfélagið er meira og minna í dvala vegna sumarleyfa. Starfsmenn sveitarfélagsins eru flestir í sumaleyfum þessar vikurnar. Skólarnir eru ekki starfandi og skrifstofa sveitarfélagsins er lokuð nú tvær vikur. Það er rólegt í sveitarstjórnarmálunum núna. Ég fæ að vísu fleiri símtöl núna vegna þess að skrifstofan er lokuð. Þetta er fólk að leita uppýsinga um hin ýmsu mál sem viðkemur þjónustu sveitarfélagsins. Það er ágætt að taka vaktina í þessu í einhverja daga en sennilega eru þær á skrifstofunni mikið færari en ég að upplýsa og leiðbeina fólki. ![]() Nú er líka sá tími að tækifæri gæti verið til þess að gera það ekki ekki kemst í verk á öðrum tímum í sveitinni. Aðalheyskaparlotunni er lokið. Nú er tækifærið til þess að mála, girða, laga og bæta það sem aldrei kemst í verk og á að gera þegar "um hægist". Það hefur viljað brenna við að þessi verk safnast gjarnan upp þannig að það er aldrei meira að gera en einmitt þegar loks um hægist. ![]() Annars er rigning núna og er hún kærkomin. Það verður sennilega samt ekki búið að rigna lengi þegar maður verður farinn að agnúst út í það að það skuli rigna. En ég er samt sáttur með það ennþá. ![]() Skrifað af as 08.07.2012 07:47Magn og gæðiÞað er alltaf blíða þessa dagana. Nú er þetta að verða árviss viðburður hvert sumarið af öðru að það er boðið upp á verðurblíðu vikum saman. Það er reyndar alltaf not fyrir gott veður þannig að ekki ætla ég að kvarta undan því. Skrifað af as
Flettingar í dag: 176 Gestir í dag: 33 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190488 Samtals gestir: 33829 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:23:53 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is