Í Flóanum |
||
Færslur: 2012 Desember30.12.2012 07:14Hrossasmölun, tíðarfarið og minnarbrotÞað er ágæt ráðstöfun á tíma að taka hluta af jóladögunum í að gera eitthvað sem kemur blóðinu á hreyfingu og brenna eitthvað af þeim fóðureiningum sem maður hefur innbyrt. Þess vegna var það bara hressandi að smala saman hrossunum um miðjan jóladag. Okkur þótti tímabært að taka tryppin úr stóðinu og koma þeim annað þar sem hægt er að gefa þeim betur. Á miðvikudaginn s.l. voru svo folaldsmerarnar í Lyngholti reknar inn í gerði og folöldin tekinn undan og hingað inn. Það gerir gegningarna bara skemmtilegri að vera með folöld inni. Skrifað af as 22.12.2012 07:21Brandajól... eða ekki.Nú er sól tekin að hækka á lofti þennan veturinn, en vetrarsólhvörf munu hafa verið í gær. Nánar tiltekið rétt undir hádegi. Dagurinn í dag er því örlítið lengri en í gær. Það munar nú kannski ekki miklu fyrstu dagana, aðeins nokkrum sekúndum, en aðalatriðið er að það er í rétta átt. Nú fara að koma jól og þannig stendur á þetta árið að það eru afskaplega fáið virkir dagar síðustu 10 daga ársins. Fara menn þá gjarnan að tala um hvort um sé að ræða "Brandajól". Ég held nú reyndar að svo sé ekki í ár. Eftir mínum heimildum var fyrst og fremst talað um brandajól þegar jóladag bar upp á mánudag. Þegar þannig stóð á var aðfangadagur helgur dagur þar sem hann bar upp á sunnudag. Þannig voru komnir þrír helgir dagar í röð um jólin. (aðfangadagur, jóladagur og annar í jólum). Um áramót féll þá einnig helgur dagur (gamlársdagur) næst við nýársdag og fyrsti dagur eftir þrettándann var svo næsti sunnudagur þar á eftir. Árið 1770 mun jólahelgin hafa verið stytt og þá hætt að halda þriðja jóladag heilagan og eins þrettándann. Fyrir þann tíma var því talað um fjórheilagt um jólin þegar brandajól voru. Eftir 1770 var farið að tala um "Brandajól" einnig þegar jóladag bar upp á föstudag því þá fóru einnig saman þrír helgir dagar um jólin. Var þá gjarna talað um "litlu brandajól" þar sem helgidagar fóru þá ekki saman um áramót eins og um "stóru brandajól". Annars er mér slétt sama hvað helgidagarnir eru margir um jólin og það breytir engu um mitt jólahald. Ég ætla þessi jól sem önnur fyrst og fremst að njóta þess að vera með mínu fólki. Hér er oft fjölment um jóladagana og ég hlakka bara til. Hefðbundin bústörf eru hinsvegar allaf eins hvort sem um helgidag sé að ræða eða ekki. Gleðileg Jól. ![]() Skrifað af as 15.12.2012 07:15Litbrigði himinsinsÁ þessum árstíma er dagsbirtan mjög af skornum skammti. Ég játa það hreint út að ég sakna þess og hlakka alltaf til þegar sól fer aftur að hækka á lofti. Litbrigði himinsins geta aftur á móti verið mikil þennan stutta tíma sem sólin setur mark sitt á daginn í skammdeginu Hver árstími hefur sín verkefni og það er nú þannig í Flóanum að alltaf er eitthvað áhugavert um að vera. Þessa dagana er ég að láta sæða þær ær sem ganga. Maður reynir af kostgæfni að velja álitlega hrúta úr hrútastofni sæðingarstöðvarinnar. Aftur á móti hefur maður enga stjórn á því hvaða ær eru að ganga þessa daga. Þannig stundum við saman sauðfjárrækt, forsjónin og ég, þessa dagana. Eftir helgi er svo fyrirhugð að hleypa hrútinum í verkið.
Skrifað af as 09.12.2012 07:31Gömul tillagaÞað rifjaðist upp fyrir mér nú um daginn þegar ég sat fulltrúaráðsfund Auðhumlu (félag mjólkurframleiðenda sem á meirihluta í MS) að fyrir 15 árum síðan flutti ég tilllögu á aðalfundi Félags Kúabænda á Suðurlandi. Tilefni þess að þetta fór að rifjast upp fyrir mér var að nokkuð var rætt á fundinum um hátt kvótaverð. Það kom fram í máli manna m.a. hjá stjórnarformanni Auðhumlu að verðið á mjólkurkvótanum er einn af stóru kostnaðarliðunum í framleiðslukostnaði mjókurinnar. Sumir mjólkurframleiðendur, og það kom fram á fulltrúaráðsfundinum, hafa sett fram þá skoðun að eina úrræðið við þessu er að brjótast út úr kvótakerfinu með stóraukinni framleiðslu til útflutnings. Það má vel vera að það sé eina leiðin til að losna undan kostnaði við hátt kvótaverð. Mikilvægt er samt gera sér grein fyrir því að ef farin er sú leið er verið að grafa undan þeim stuðingi sem veittur er og því verði sem fengist hefur fyrir mjólkina á innanlandsmarkaði. Ef ég man rétt þá urði nokkrar umræður um þessa tilögu á fundinum á sínum tíma. Það kom strax fram að stjórnarmenn félagsins vildu ekki styðja þann kafla sem fjallaði um kvótakerfið (lið 2). Fundastjóri fékk mitt leyfi til þess að bera tillöguna upp í þremur liðum. Mig minnir að liðir 1 og 3 hafi verið samþykktir með þorra atkvæða. Liður 2 fékk einhver mótatkvæði en var samþykktur samt með meirihluta atkvæða. Fundurinn var fjölsóttur.
Skrifað af as
Flettingar í dag: 176 Gestir í dag: 33 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190488 Samtals gestir: 33829 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:23:53 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is