Í Flóanum |
||
Færslur: 2013 Febrúar20.02.2013 07:23Samkeppni um landÉg sat áhugavert málþing í Gunnarsholti í gær. Það var Rótarýklúbbi Rangæinga sem, í samvinnu við Landgræðsluna, stóð að þessu málþingi sem bar yfirskriftina "Samkeppni um land" og fjallaði um landnýtingarstefnu. Landrími er að mínu mati ein af auðlindum Íslands. Mörg sóknarfæri geta verið í ýmiskonar landnýtingu og spurning hvort og þá með hvaða hætti það sé ástæða til af hafa áhrif á það og stýra hvernig landi er ráðstafað. Á málþinginu var m.a.fjallað um möguleika í kornrækt, nautgriparækt, sauðfjárrækt, hrossarækt, skógrækt, og ferðaþjónustu með tillit til landnotkunnar. Skrifað af as 17.02.2013 07:36FolaldasýningHrossaræktarfélag Villingaholtshrepps efndi til folaldasýningar í gær. Sýningin var haldin í glæsilegri aðstöðu að Austurási. 35 folöld frá 23 eigendum og 12 bæjum mættu til leiks. Sitt sýndist hverjum um ágæti folaldanna en eins og lagt var upp með var það skoðun dómaranna sem réð úrslitum. Skrifað af as 11.02.2013 07:18BolludagurBolludagur er í dag og vona ég að þið getið notið þess að fá ykkur bollur í einhverri mynd í tilefni dagsins. Vafalaust hafa margir tekið forskot á sæluna og gúffað í sig rjómabollum með kaffinu í gær. Það var allavega gert hér á bæ. Reyndar notuðum við daginn í gær einnig til þess að elda saltkjöt og baunir í tilefni sprengidagsins sem er á morgun. Hér var margmenni í mat eins og stundum áður um helgar. Öll okkar börn, tengdabörn og barnabörn ásamt nokkrum vinum og vandamönum borðuð með okkur. Fyrst saltkjöt og baunir í hádeginu og svo bollukaffi síðdegis. Reynslan verður svo að skera úr um það hvort maður finnur tíma til þess að ríða út. Allavega eru áformin skýr og nú reynir á að nota þann tíman vel sem gefst. Hrossaræktarfélögin í Flóahreppi standa í kvöld fyrir fræðslufundi um fóðrun hrossa. Fyrirlesari er Ingimar Sveinsson fyrrverandi kennari á Hvanneyri. Rétt væri að mæta og rifja upp helstu atriðin í fóðurfræðinni og annað sem fram kann að koma.
Skrifað af as 06.02.2013 07:28"....Aggaggagg sagði tófan í Koti..."Hér í Flóahreppi erum við ekki í vandræðum með að komast á Þorrablót. Nánast allar helgar á Þorranum eru haldin þorrablót í sveitinni og eru þau hvert öðru fjölsóttari og skemmtilegri. Stundum hefur maður farið á nokkur sama árið en í flestum tilfellum lætur maður sér nægja að mæta á þorrablótið í Þjorsárveri. Þar hef ég mætt á hverju ári allt frá því maður var rúmlega fermdur. Það var um síðustu helgi sem blótið í Þjórsárveri var haldið og að vanda var um góða skemmtun að ræða. Þorrablótsnefndin, sem samanstóð af íbúum í vestasta hluta af gamla Villingaholsthreppum, bauð upp á ljúffengan þorramat, frábæra skemmtidagskrá og fjörugan dansleik. Skrifað af as
Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 10 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190368 Samtals gestir: 33806 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:02:42 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is