Í Flóanum |
||
Færslur: 2013 Mars30.03.2013 07:22Föstudagurinn langiEins og stundum áður, á Föstudaginn langa, var farið í góðan útreiðartúr hér um Flóann í gær. Verðrið var frábært. Reyndar biðum við af okkur él sem gerði þegar lagt var af stað en það sem eftir lifði dagsins var rjómablíða. Héðan fóru af stað upp úr hádegi, Hallfríður og Jón í Lyngholti, Stefán Ágúst og ég. Hér eru níu hross á járnum og voru þau öll tekin með. Þegar áð var við Yrpholt komu þau feðgin í Egilsstaðakoti Einar og Halla ríðandi. Einar hélt áfram með okkur en Halla kvaddi og reið aftur heim í Kot. Í Skyggnisholti var tekið á móti okkur með kaffi og súkkulaði út á hlaði. Ekki var síður tekið vel á móti okkur í Hófgerði og Dalbæ. En á þessum bæjum riðum við heim á hlað og hittum húsráðendur og áttum gott spjall við heimilisfólk í blíðunni Það var að byrja að skyggja þegar við komum síðan í Egilsstaðakot. Þá höfðum við riðið góðan hring í Flóanum. Í Kotinu var sprett af og farið í kvöldmat hjá ElluVeigu. Þar var reyndar stoppað í góða stund og spjallað saman. Það var svo á ellefta tímanum í gærkvöldi sem við riðum hingað í Kolsholt aftur. Nokkuð skuggsýnt var orðið en þó var norðurhimininn heiður og þar sást blika í stjörnur og norðurljós. Ljósin á bæjunum sáust um allan Flóann. Engin umferð var á vegunum fyrir utan einn bíl ( Sveinn Orri á Löduni ) sem kom upp Egilsstaðveginn. Hjóðbært var í kvöldkyrrðinni. Fyrir utan hófadynin heyrðist öðru hvoru í áftinni á Villingaholtsvatni en þar bíður hún nú í hundraðavís að komast í nýgræðininn þegar byrjar að grænka. Í fjarska heyrðist einnig niður í Atlandshafinu þar sem það lemur suðurströnd landsins. Hrossin voru nú orðin slök en samt viljug að komast heim. Þau sem vildu streða og jafnvel slást í upphafi ferðar runnu nú ljúf með slakan taum og nánast öll í einum takti. Við vorum sammála um að þetta væri hápunturinn á annars mjög góðri og skemmtilegri ferð. ![]() Skrifað af as 23.03.2013 07:22VorjafndægurÁ miðvikudag var jafndægur að vori. Með hækkandi sól og meiri og lengri dagsbirtu verður tilveran bæði áhugaverðari og skemmtilegri. Það er alltaf tilhlökkunarefni að geta farið að takast á við vorverkin ![]() Í nýliðinni viku var víða komið við. Á mánudagsmorguninn s.l. heimsótti sveitarstjórn Flóahrepps ásamt atvinnu- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins Íslenska Gámafélagið í gömlu Áburðarverksmiðuna í Gufunesi. Þar var okkkur kynnt starfsemi félagsins í endurvinnslu- og endurnýtingarmálum. Í flokkunarskemmuni í Gufunesi Samningur Ísl. Gámafélagsins og Flóahrepps um sorphirðu og móttöku og meðferð á endurnýtanlegum úrgangi rennur út nú í sumar. Stefnt er að áframhaldandi samstarfi með nýjum samningi. Seinnipartinn á mánudaginn renndum við Kolbrún til Njaðvíkur og heimsóttum Óla og Hönnu. Áttum þar góða sund með þeim m.a. buðu þau okkur út að borða á Kaffi Duus í Keflavík. Eftir að hafa gist hjá þeim í Stapakoti fór Óli með okkur í skoðunnarferð á þriðjudagmorguninn. Fórum við út í Garð og að Garðskagavita,um Sandgerði, Hvalsnes, Stafnes, Hafnir og að Reykjanesvita. Þennan Geirfugl (t.v.) hitti ég við Reykjanesvita. Á leiðini heim seinnipartinn á þriðjudag stoppuðum við hjá Bödda og Guju í Hafnafirði. Þau buðu okkur einnig út að borða á Aski í Reykjavík. Eftir góðan mat og gott spjall með þeim var síðan haldið heim. ![]() Á miðvikudagskvöldið var hér í sveit haldinn íbúafundur um skóla og frístundastefnu sveitarfélagsins. Unnið hefur verið að þessari stefnu í vetur og er sú vinna nú langt komin og er stefnt að þvi að hún verðri lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu nú í vor. Á fimmtudagsmorgun byrjaði ég daginn, á eftir morgunverkunum, á að mæta á skipulagsnefndarfund á Laugarvatni. Seinnipartinn var svo fundur hér í Þingborg um málefnni Skólaskrifstofu Suðurlands. Á þennan fund mættu aðilar frá þeim sveitarfélögum sem standa að Skólaskrifstofunni fyrir utan Árborg. Eins og kunnugt er þá hefur Sveitarfélagið Árborg ákveðið að hætta þátttöku í rekstri skrifstofunnar frá og með næstu áramótum. Sveitarfélögin sem eftir standa þurfa nú að bregðast við breyttum aðstæðum í ljósi þessarra ákvörðunnar. Skrifað af as 17.03.2013 07:18LandsþingSveitarfélögin í landinu héldu landsþing á föstudaginn var. Þar komu saman sveitarstjórnarmenn af öllu landinu og ræddu þau málefni sem helst brenna á. Fulltrúar voru mættir frá ölllum sveitarélögunum nema tveimur. Hátt á annað hundrað manns voru á þessu þingi sem hófst kl 9:30 og var lokið upp úr kl 16:00. Þá tók við snarpur aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. Meðal umræðuefna voru vinnutímamál kennara, hagræðingaraðgerðir sveitarfélaga, rafræn stjórnsýsla og svæðasamvinna sveitarfélaga ásamt ýmsu fleira. Þetta mun hafa verið seinasta landsþing á þessu kjörtímabili en kosið verður til sveitarstjórna á næsta ári. Nú líður senn að því að við verðum búinn að þreyja bæði þorrann og góuna þennan veturinn. Daginn er tekinn að lenga svo um munar og ekki laust við það að maður finnist vorið vera á næsta leiti. Í tilefni þess læt ég hér fylgja mynd sem Jón Karl Snorrason flugmaður og ljósmyndari tók hér yfir bænum um hásumar 2011. Skrifað af as 10.03.2013 07:23Auðhumla.Auðhumla svf, sem er samvinnufélag mjólkurframleiðenda (allsstaðar af landinu nema úr Skagafirði), stendur nú um þessar mundir fyrir aðalfundum félagsdeilda sinna . Fyrsti fundurinn var haldinn á föstudaginn en það var einmitt í Flóa- og Ölfusdeild félagsins. Á þessum fundum er farið yfir starfsemi og afkomu félagsins. Félagið á og rekur Mjólkursamsöluna ehf (MS) ásamt Kaupfélagi Skagfirðinga. Rekstur MS er megin verkefnið og afkoman ræðst af árangri í rekstri hennar. Þar skiptir okkur bændur máli, bæði mjólkurmagnið sem hægt er að koma í verð á innanlandsmarkaði og rekstraleg niðurstaða. Afkoma félagsins hefur farði batnandi á síðustu árum og lítilsháttar söluauknig var einnig á síðasta ári. Batnandi afkoma er fyrst og fremst komin til af því að innrikostnaður í fyrirtækinu hefur dregist saman. Það hefur gerst í kjölfar þess að farið hefur verið í umfangsmikla endurskipulagningu í allri mjókurvinnslu í landinu. Skrifað af as 07.03.2013 15:59Alveg í rusli....Á þriðjudaginn var fór ég ásamt öðrum stjórnarmönnum og framkvæmdastjóra Sorpstöðvar Suðurlands (SOS) í kynnigarferð á höfuðborgarsvæðið. Við byrjuðum á að heimsækja urðunarstað Sorpu í Álfsnesi, höfuðstöðvar Sorpu og móttökustað Sorpu í Gufunesi. Verkfræðingurinn hjá Sorpu fannst mér komast í kappræðuham er að reyndi að sannfær okkur um sína skoðun á málinu og hrekja það sem aðrir hafa sagt. Þeir sögðu okkur frá gas og jarðgerðarstöð sem nú eru uppi hugmyndir að reisa í Álfsnesi. Þessi stöð á að geta tekið við öllum heimilisúrgangi og ýmsum öðrum lífrænum úrgangi. Eftir að búið er að grófflokka hann með seglum og öðrum vélrænum hætti er hann meðhöndlaður í stöðinni og framleiddur úr honum gas og jarðgerðarefni. Að mínu mati getur verið um áhugaverða lausn að ræða ef þær forsendur sem okkur voru kynntar þarna standast. Við ræddum við þá einnig um hugmyndir um samstarf/sameinigu SORPU og SOS sem uppi hafa verið. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu (eigendur SORPU) hafa haft málið til skoðunnar undan farið ár og beðið hefur verið eftir því að þau segðu álit sitt. Það er orðið löngu tímabært að eitthvað fari að skýrast í þessu máli. Að lokinni heimsókn til SORPU var Íslenska Gámafélagið í Gufunesi heimsótt. Þar skoðuðum við móttökustöðina þeirra og sáum m.a. hvernig innhald grænu tunnunnar var flokkað hjá þeim. Því næst var fyrirtækið Fura í Hafnafirði heimsótt en þeir sérhæfa sig í móttöku á brotajárni sem og öðrum málmum og timbri. Það er áhugavert að sjá eitthvað af því sem verð er að gera í þessum málaflokki og greinilegt að ýmsir eru að ná árangri í því að ná verðmætum úr ruslinu. Skrifað af as 02.03.2013 07:33Alltaf nóg að gera....Það verður að flokkast undir ákjósanlegt ástand að verkefnin sem verið er að fást við á þessum bæ eru næg. Eins og oft áður sér maður ekki fram úr þeim öllum og næsta víst að eitthvað verður látið bíða betri tíma.
Hjá Flóahreppi er nú verið að ganga frá ársreikningum síðasta árs og er ætlunin að leggja þá fram í sveitarstjórn í næstu viku. Meðal annara verkefna á vettvangi sveitarstjórnarmála liggur nú fyrir að endurskipuleggja starfsemi Skólaskrifstofu Suðurlands, eða ákveða örlög hennar, í kjölfar þess að Sveitarfélagið Árborg hefur ákveðið að hætta þátttöku í rekstri hennar frá næstu áramótum. Skrifað af as
Flettingar í dag: 176 Gestir í dag: 33 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190488 Samtals gestir: 33829 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:23:53 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is