Í Flóanum

Færslur: 2013 Apríl

24.04.2013 07:16

Ráðgefandi skoðanakönnun

Það var sameiginleg niðurstaða á vinnufundi fræðslunefndar og sveitarstjórnar Flóahrepps 3. apríl s.l. að efna til ráðgefandi skoðanakönnunnar, samhliða Alþingiskosningunum n.k. laugardag, um framtíðarstaðsetningum leikskólans hér í sveit. 

Eins og margoft hefur hér komið fram ( Íbúafundur () og Að ná árangri í skólastarfi () ) þá hafa þessi mál verið til skoðunnar undanfarin misseri. Það hefur legið fyrir að kostirnir fyrir Flóahrepp eru aðallega tveir. Annarsvegar að stækka og breyta núverandi húsnæði leikskólans í Þingborg eða færa leikskólan í Villingaholt og reka hann í sama húsnæði og Flóaskóli er í. Þar er nægt húsrúm fyrir báða skólana í fermetrum talið.

Mikilvægt er að vanda vel til verka áður en sveitarstjórn tekur svona ákvörðun. Leitað hefur verið álits utanaðkomandi ráðgafa bæði á sviði húsnæðis og annari aðstöðu og skólastarfs. Það er einnig mikilvægt að samfélagið taki þátt í umræðunni. Haldnir hafa verið 3 íbúafundir um málefnir til að fá fram skoðanir og álit íbúanna og nú er efnt til ráðgefandi skoðanakönnunar meðal allra íbúa sveitarsfélagsins. 

Mér finnst rétt að taka fram að ég hef myndað mér ákveðnar skoðanir í þessu máli og þau sérfræðiálit sem fyrir liggja styðja þær skoðanir. Ég tel það einstakt tækifæri að efla skólastarf beggja skólastigana að færa þá saman í húsnæði. Það liggur fyrir að hægt er að skapa báðum skólunum góða aðstöðu í því húsnæði sem er fyrir í Flóaskóla með tiltölulega litlum framkvæmdum.

Það kallar á mun minni framkvæmdakostnað og rekstrarkostnað húsnæðis, sem gefur svigrúm og tækifæri til að nýta fjármuni meira í skólastarfið sjálft og annan búnað til skólastarfs en bara húsnæði. Ef að vel tekst til gefst einnig tækifæri til eflingar faglegs starfs í skólunum báðum sem er mikilvægt fyrir metnaðarfulla skólastarfsemi. Það stuðlar að því að halda í og laða að hæfileikaríkt starfsfólk í báða skólana.

Það verður athyglisvert að sjá á laugardaginn hvernig íbúar sveitarfélagsiins líta nú á málið. Ég er að vona að sem flestir kynni sér öll gögn sem liggja fyrir úr þessari vinnu og eru aðgengileg á heimasíðu Flóahrepps. Einnig er hægt að nálgast þau á skrifstofu sveitarfélagsins.

Ég er einnig að vona að fólk myndi sér skoðanir út frá heildar- og langtímahagsmunum sveitarfélagsins. Ef íbúar Flóahrepps vilja allment standa að rekstri samfélagsins að ráðdeild en metnaði þá erum við að ræða um áhugavert verkefni.  emoticon18.04.2013 07:21

Íbúafundur

Í kvöld verður íbúafundur í Þingborg þar sem álitsgerð um starfsaðstöðu leikskólans Krakkaborgar í Flóahreppi verður kynnt. ( \files\Alitsgerd A4 (5).pdf )  Álitsgerð þessi er unnin af Trausta Þorsteinsssyni og Hólmfríði Árnadóttur. í henni er leitast við að svara spurningunni:  Er hagkvæmt, rekstrarlega og faglega, að færa leikskóla Flóahrepps, Krakkaborg, í húsnæði Flóaskóla grunnskóla Flóahrepps.

Ég vil eindregið hvetja alla íbúa Flóahrepps til mæta á fundinn í kvöld. Það er mjög mikilvægt að íbúar kynni sér þesssi mál vel og taki svo þátt í fyrirhugaðri skoðannakönnun sem fram fer samhliða Alþingiskosningunum 27. apríl n.k um framtíðarstaðsetnigu leikskólans. 

Eins og fram hefur komið hér á síðunni hafa þessi mál verið til skoðunnar hér í sveit undanfarin misseri.( Minnisblað um leikskóla () ). Það sem mér finnst áhugaverðast í þessari vinnu er að ítrekað hefur verið bent á það að gera megi ráð fyrir bæði rekstrarhagræðingu og faglegum ávinningi með flutningi Krakkaborgar í Flóaskóla.

Það byggir auðvita á því að í Flóaskóla er nægt húsrúm fyrir báða skólana jafnvel þó nemendum fjölgi á næstu árum. Annað sem skiptir einnig höfuðmáli er, að ef farið verður í slíkar breytingar þá verði unnið að þeim þannig af fræðsluyfirvöldum í sveitinni, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólanna beggja að öll tækifæri til eflingar á skólastarfi og aukinni fagmensku verði nýtt til hins ítrasta.. 


13.04.2013 07:27

Akureyri

Ég skrapp til Akureyrar í gær en aðalfundur Auðhumlu svf. var þar haldinn. Við tókum flug rúmlega sjö og eftir 40 mín vorum við komin í snjóinn á norðurlandi. Fundurinn hófst ekki fyrr en kl 11 þannig að það gafst tími til skoða sig aðeins um áður. 
Við byrjuðum á að þiggja morgunverð í Kaffi Kú í Garði í Eyjafjarðasveit. Að því loknu heimsóttum við sláturhúsið og kjötvinnsluna hjá Norðlenska. Það var áhugavert að sjá flæðilínuna í kjötskurðinum hjá þeim.Að því loknu var litið við í mjólkurbúinu hjá MS en þar standa yfir töluverðar framkvæmdir innandyra. Þessar framkvæmdir sem og heilmiklar framkvæmdir hjá MS á Selfossi eru liður í umfangsmiklum breytingu á skipulagi vinnslu hjá fyrirtækinu.


Á fundinum var farið yfir starfsemi fyrirtækisins á síðasta ári, ársreikningur 2012 afgreiddur og kosið í stjórn. Á deildarfundunum ( Auðhumla. () ) vítt og breytt um landið fyrr í vetur var búið að kynna helstu þætti í starfseminni og rekstrarniðurstöðu 2012. Fátt nýtt kom fram á fundinum í gær. Stjórn Auðhumlu var öll endurkjörin og varastjórn einnnig.

Flogið var suður aftur rúmlega sex og var ég komin hingað heim kl 8:00 í gærkvöldi. Þá var gott að láta ferða og fundarþreytuna líða úr sér með því að leggja á  reiðhestana aðeins og taka smá útreiðar í dagslok. emoticon    

07.04.2013 07:21

Að ná árangri í skólastarfi

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps í síðustu viku var samþykkt að efna til ráðgefandi skoðanakönnunar, samhliða Alþingiskosningunum 27. apríl n.k., meðal íbúa Flóahrepps, um framtíðarstaðsetningu leikskólans. 

Eins og fram hefur komið hér á síðunni (Minnisblað um leikskóla () ) hafa húsnæðismál leikskólans verið til skoðunnar hér í sveit. Nú liggja  fyrir álit þess efnis að það geti verið bæði faglegur og rekstrarlegur ávinningur af því að flytja leikskólann frá Þingborg í Flóaskóla. Í Flóaskóla er nægt rými fyrir báða skólana jafnvel þó nemendum fjölgi eitthvað á næstu árum. 

Allar breytingar á skólastarfi þarf að taka af varfærni og að undangenginni umræðu í samfélaginu. Sveitarstjórn hefur lagt áherslu á það í þessari vinnu og fyrirhuguð skoðanakönnun er liður í því að fá umræðu og álit íbúa samfélagsins á málefninu. 

Íbúafundur verður haldinn í Þingborg 18. apríl n.k. kl:20:00 þar sem skýrsla um starfsaðstöðu leikskólans Krakkaborgar verður kynnt. Mikilvægt er að íbúar kynni sér málið vel og eins og alltaf þegar um málefni sveitarfélagsins er að ræða, þarf að meta heildarhagsmuni fram yfir sérhagsmunni og langtímahagsmuni fram yfir skammtímahagsmuni.

Það er krefjandi verkefni að reka skólastarfsemi hvort sem er á leikskólastigi eða grunnskólastigi. Það er lífsnauðsynlegt að vel takist til. Það hlítur að vera markmið að þau börn og unglingar sem hér ljúka námi séu sem allra best undirbúin fyrir frekara nám og að takast á við lífsbaráttuna sjálfa. Þessum markmiðum þarf að ná með þeim takmörkuðu fjármunum sem eru til ráðstöfunnar.

Skólastarfsemi hér í sveit þarf að standast samanburð við aðra skóla í landinu, bæði varðandi rekstur og árangur í starfi. Við viljum helst skipa okkur á bekk með þeim sem bestum árangri ná. Ég held að við höfum alla burði til þess. Við höfum mikið að öflugu og góðu starfsfólki í skólunum báðum sem eru tilbúin að takast á við verkefnið.

Ef við nýtum vel alla þá kosti sem eru í stöðunni hverju sinni hef ég fulla trú á því að vel geti tekist til.   • 1
Flettingar í dag: 181
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 49837
Samtals gestir: 5988
Tölur uppfærðar: 6.2.2023 04:46:36
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar