Í Flóanum

Færslur: 2013 Ágúst

31.08.2013 07:21

Og það rignir og rignir....

Það er ekki ofsögu sagt að veðrið er áhrifavaldur í daglegu lífi flestra. Það er þó misjaft eftir starfsstéttum hversu mikið veðrið hefur áhrif á afkomu einstaklinga.  Bændur þekkja þetta samhengi vel enda hefur veðurfarið bein áhrif á þeirra rekstur og vinnubrögð frá degi til dags.

Víða um norðurland hafa menn keppst við að smala afréttarlönd í liðinni viku vegna vondrar veðurspár. Skemmst er að minnast norðanáhlaups í byrjun september í fyrra sem olli gífurlegum fjárskaða. Nú taka menn enga áhættu.

Það er nú örugglega meira en að segja það að fara í göngur svona með engum fyrirvara mörgum dögum eða jafnvel vikum áður en ráðgert var. En það þýðir nú lítið að fást um það. Menn eru fyrir löngu búnir að læra það að hyggilegast  er að haga sér eftir veðri og veðurútliti. Veðrið mun ekki haga sér eftir því hvað hentar eða hentar ekki. 

Hér í Flóanum höfum við nú sloppið við fjárskaðaveður að undanförnnu. Hér rignir bara og rignir. Ýmist er rigniing og rok eða rigning og ekki rok. .Víða er háarheyskapur eftir. Jörð er orðin gegnsósa og allstaðar þar sem komast þarf um veðst allt út í drullu. emoticon

Hér áður fyrr í rigningasumrum var talað um að helst væri von til þess að það breytti um Höfuðdag. Höfuðdagur var nú fimmtudaginn og síðan hefur  bara ringt.... emoticon

25.08.2013 13:36

Steinunn Lilja

Hér var mikil hátíð haldinn í gær þegar Steinunn Lilja Kristinsdóttir var skýrð. Séra Sveinn Valgeirsson kom hingað og skýrði ungu dömuna. Viðstaddur var nokkur fjöldi ættingja og vina. Við vorum skýrnarvottar ég og föður amma barnsins Sigríður Guðmundsdóttir



Að hætti hússins var slegið upp veislu í tilefni dagsins eins og þeim mæðgum er einum lagið. 


Hér eru þær saman á mynd dætradætur mína, elsta og yngsta barnabarnið, Kolbrún Katla og Steinunn Lilja í veislunni í gær og það fer vel á með þeim.


Hér eru svo Steinunn Lilja með foreldrum sínum Erlu og Kristni. Myndin á veggnum í bakgrunninum er af Erlu eins og hún var fyrir örfáum árum.  emoticon


13.08.2013 21:59

Íbúaþróun

Í Flóahreppi eru nú 640 íbúar. Það er svipaður fjöldi og hér var búsettur árið 1975. Sá munur er samt á að nú fer íbúum fjölgandi ár frá ári en alla síðustu öld fór þeim fækkandi.

Um aldarmótin 1900 voru íbúar á þessu svæði sem nú heitir Flóahreppur um 1200 talsins. Þeim fór svo fækkandi alla öldina, eins og allsstaðar í dreyfbýli, á sama tíma og heildaríbúafjöldi á landinu öllu rúmlega þrefaldaðist. Fæstir voru íbúar hér í sveit svo aldarmótaárið 2000 en þá voru hér búsettir 469 manns.

Síðan þá hefur hér verið fjölgun. Mest var hún á árunum 2001 - 2002 og 2007-2009 og svo aftur nú á síðasta ári. Þessi fjölgun hefur hér orðið án þess að hér hafi myndast eiginlegt þéttbýli. 

Það er mun skemmtilegra verkefni fyrir sveitarstjórnarmenn að glima við þegar íbúum fer fjölgandi heldur en að horfa á stöðuga fækkun. En það er krefjandi verkefni að bregst við fjölgun íbúa. Byggja þarf upp þjónustu sveitarfélagsins á öllum sviðum. 

Þó skólamálin séu þar lang fyrirferðamest þá hefur íbúaþróunin áhrif á alla málaflokka. 



05.08.2013 21:27

Smaladagur

Í dag var smaladagur hér í Kolsholti 1. Ákveðið var að nota daginn í að reka saman féð og bólusetja öll lömb og gefa ormalyf. Þetta láta menn nú ekki fram hjá sér fara og var allt mitt fólk mætt á svæðið. Verkið gekk fljótt og vel fyrir sig enda mannskapur mikill og góður.



Þessi unga dama Kristinsdóttir var að mæta í sínu fyrstu smalamensku til afa og ömmu.



Þessi tvö frændsystkini og jafnaldra, Hrafnkell Hilmar í Jaðarkoti og Ásta Björg í Lyngholti eru nú orðin öllu vanari og voru ekki í vafa hvernig á að bera sig að í smalamensku.



Þeim fannst rétt að halda heimalingunum selskap ásmt Arnóri Leví og Aldísi Tönju í Jaðarkoti og Hjata Geir í Lyngholti á meðan beðið var eftir því að þeir sem fóru ríðandi um hagana kæmu með féð heim að bæ.



Þá er nú betra að standa klár í sinni fyrirstöðu svo féð renni óhikað í réttina. Það er Kolbrún Katla í Lyngholti sem hér fer á eftir fénu ríðandi á honum Undra.



Þegar allt féð er komið inn í réttina og búið að loka réttarhliðinu tryggilega er ágætt að skreppa í smá útreiðartúr sér til skemmtunnar.  emoticon


  • 1
Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 836
Gestir í gær: 166
Samtals flettingar: 190368
Samtals gestir: 33806
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:02:42
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar