Í Flóanum |
||
Færslur: 2014 Janúar31.01.2014 21:17Hóflegar verðhækkanir..... eða þannig.Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að reyna að stemma stigu við verðbólgunni. Flestir átta sig á því að ef einhver árangur á að nást í að auka almennan kaupmátt í landinu er það lykilatriði að verðlag fari ekki úr böndum. Herferð er í gangi þar sem fyrirtæki, ríki og sveitarfélög eru hvött til að halda aftur af sér í verðlagshækkunum. Ýmsir hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að hækka verð á sinni vöru eða þjónustu.eða allavega minna en þeir voru búnir að hugsa sér að gera. RARIK sem er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins hækkaði gjaldskrá sína um síðustu áramót. Eins og fram kom í fréttatilkynningu fyrirtækisins nam hækkunin rúmun 2% að meðaltali. Þetta þykir nú kannski vera hófleg hækkun og innan "verðbógumarkmiða seðlabankans". ![]() En ef að maður skoðar málið aðeins betur kemur í ljós að það eru ekki allir viðskipitavinir fyrirtækisins sem þurfa að greiða þessa hækkun. Stór hluti viðskiptamanna greiða alls enga hækkun. Þess í stað eru það eingöngu þeir sem í dreyfbýli búa sem taka á sig alla þess hækkun. Þeir þurfa því að taka á sig 4,5% hækkun sem er rúmlega tvöfaöld meiri hækkun er umrædd "verðbógumarkmið". ![]() Ég hef nú stundum hér á síðunni bísnast yfir því hvernig þessum dreyfingakostnaði raforku er hér fyrirkomið. Raforkuverðið () og Varmadælur og rafmagnsreikningurinn (). Þessi gríðalegi munir á raforkuverði á milli svæða í landinu stendur orðið allri búsetuþróun og atvinnuuppbyggingu í dreyfbýli fyrir þrifum. Skrifað af as 24.01.2014 23:12KolsgarðurSögur herma að Kolur sem bjó í Kolsholti á landnámsöld hafi gert sér tíðförult til Ragnheiðar sem á Ragnheiðarstöðum bjó. U.þ.b 9 km eru á milli bæjanna í beina línu en þar er yfir heilmiklar mýrar að fara. Kolur lét því hlaða garð mikinn á milli bæjanna því ekki þótti honum sæma að hitta Ragnheiði aurugur og blautur. Garður þessi er við Kol kendur og heitir Kolsgarður. Víða sér móta fyrir honum ennþá. Út frá honnum ganga afleggjarar á nokkrum stöðum. Kolsgarður liggur hér beina línu í gegnum "Engjavöllin" suður í Saurbæjarland með stefnu á Hamar. Hann er nokkuð ógreinilegur og erfitt að sjá hann ef maður er staddur niður í engjum. Hann sést aftur á móti oft greinilega í fjarlægð. Standi maður upp á "Hrafnabjörgum" ,sem eru klettar í brekkunni rétt austan við núverandi hús í Jaðarkoti, og horfir niður að Hamri sér maður beint eftir honum. Jarðfræðingar hafa kannað þennan garð hér og telja að hann hafi verið byggður upp um árið 1000 og svo endur hlaðinn um árið 1600. Ekki þekki ég hvaða heimildir eru til um vegagerð hér á landi. Velti samt fyrir mér hvort " Kolsgarður" sé bara ekki upphaf vegagerðar á Íslandi. ![]() Skrifað af as 15.01.2014 07:51SveitarstjórnarkosningarÞað verður kosið til sveitarstjórna hér á landi í vor. Nánar tiltekið laugardaginn 31. maí n.k. Það er því eðlilegt að almenningur þessa lands velti nú fyrir sér rekstri síns sveitarfélags og hvaða áherslur fólk vill sjá í meðferð skatttekna á næsta kjörtímabili. Síðast liðin átta ár hef ég verið oddviti sveitarstjórnar Flóahrepps. Þessi tími hefur verið í senn áhugaverður, lærdómsríkur, krefjandi og í aðalatriðum skemmtilegur. Það var ekki mikill aðdragandi að því í upphafi að ég gaf kost á mér í þetta. Fyrirfram hafði ég engan ásetnig að feta þessa slóð en í dag sé ég ekki eftir einni mínútu sem í þetta starf hefur farið frá vorinu 2006 Ég hef nú fyrir nokkrum vikum síðan upplýst félaga mína sem stóðu að framboði R listans vorið 2010 að ég ætli ekki að gefa kost á mér til endurkjörs í vor. Fyrir því eru nokkrar ástæður sem ég hugsanlega geri hér grein fyrir síðar. Nú er mikilvægt, eins og alltaf þegar kosningar eru, að íbúar í sveitarfélaginu íhugi vel hvaða menn og málefni eigi að leggja áherslu á aðdraganda kosninganna. Mér finnst nauðsynlegt að fram komi einhver framboð með skýra stefnu og samhent lið til að takast á við verkefnið næsta kjörtímabil. Skrifað af as 01.01.2014 07:47NýársnóttGleðilegt ár öll sömul. ![]() Ég vona að þið hafið átt gleðileg áramót og nýársnóttin hafi verið ykkur slysalaus og ánæguleg í alla staði. Sjálfur átti ég frábært kvöld með öllu mínu fólki í gærkvöldi. Strax eftir að kvöldverkum var lokið í fjósinu var komið saman á Bjallanum við árlega áramótabrennu hér í Kolsholtshverfinu. Eftir að hafa horft á brennuna og ýmsar gerðir af flugeldum í góðra vina hópi í góða stund var farið heim í Jaðarkot þar sem Sandra og Sigmar buðu til veislu. Þar voru samankomin auk okkar Kolbrúnu öll okkar börn, tengdabörn, og barnabörn ásamt móður minni alls 16 manns Þótt ýmilegt geti gengið á á nýársnótt samkvæmt þjóðtrúnni var ég ekki var við það. Sagt er m.a. að á nýársnótt fari selir úr hömum sínum og gangi á land, kirkjugarðar rísa, álfar flytja búferlum og kýr tali mannamál. Ég var sofnaður fljótlega eftir miðnætti og svaf fram að því að tímbært var orðið að fara í fyrstu morgunmjaltir á þessu ári núna fyrr í morgun. Þær voru rólegar kýrnar áðan eins og þeim lætur best og ekki að sjá á þeim að þær hafi staðið í stórræðum í nótt. Ég útiloka samt ekki að þær hafi talað mannamál í nótt. Ég hef það fyrir satt að geri þær það, vilji þær hafa næði á meðan. Það er ekki minn stíll að trufla þá sem í næði vilja vera. ![]() Skrifað af as
Flettingar í dag: 176 Gestir í dag: 33 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190488 Samtals gestir: 33829 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:23:53 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is