Í Flóanum

Færslur: 2014 Mars

30.03.2014 22:10

Árshátíð

Kúabændur héldu árshátíð sína í gærkvöldi í Bændahöllinni. Okkur Kolbrúnu fannst tilhlýðilegt að bregða fyrir okkur betri fætinum og mæta. Þetta var hin besta skemmtun enda kúabændur upp til hópa skemmtilegt fólk.



Boðið var upp á frábæra dagskrá, ljúffengan veislumat og fjörugan dansleik. 

Við brunuðum aftur austur í Flóa að lokinni skemmtun og tókum  morgunmjaltirnar í morgun. emoticon



26.03.2014 07:56

Höfn í Hornafirði

Ég sat stjórnarfund hjá SASS ( Samtök sunnlenskra sveitarfélaga ) á mánudagskvöldið austur á Höfn í Hornafirði. Ég var kallaður til sem varamaður í forföllum stjórnarmanns.

Það er reyndar nokkuð ferðalag að fara austur á Höfn en farið var af stað á bíl héðan úr Flóanum um hádegi á mánudag. Stjórnarmenn voru svo teknir upp í bílinn á leiðinni. Við vorum kominn austur um hálf sex og hófst þá þegar stjórnarfundur.

Á fundinum var m.a.farið yfir drög að ársreikningi samtakanna, kynntar voru niðurstöður úr könnunum um húsmæðismál og um gjaldtöku í ferðaþjónustu á Suðurlandi, Stjórnin ályktaði um gjaldtökuna. Skýrt var frá stöðu verkefna úr sóknaráætlun á Suðurlandi og málefni almenningssamgangna á Suðurlandi voru rædd. ásamt ýmsu fleira.

Að loknum stjórnarfundi hittum við bæjarstjórn Hornafjarðar. Morguninn eftir ( í gærmorgun ) fór svo Ásgerður K. Gylfadóttir bæjarstjóri með okkur í heimsókn á nokkra athyglisverða staði og kynnti fyrir okkur þá starfsemi sem þar fer fram. Þetta var bæði fróðleg og skemmtileg heimsókn og vel til fundið hjá stjórn SASS að funda svona vítt og breytt um þetta víðferma starfssvæði.

Um hádegi var svo keyrt aftur af stað heimleiðis. Nú var betra ferðaveður en á mánudaginn. Þá var nú varla hægt að ferðast fyrir hávaða roki og rigningu. Það var nú nokkur lífsreynsla að fara austur undir Eyjafjöllunum og um Öræfasveitina í suðaustan slagvirði á mánudaginn. Í gær var aftur á móti sól og blíða og nutum við sórbrotins útsýnis á leiðinni heim. emoticon  

20.03.2014 08:11

Í tilefni gærdagsins

Set hér inn mynd af húsfreyjunni í tilefni þess að hún átti afmæli í gær. Myndin er að vísu ekki alveg ný en var tekinn fyrir nokkrum árum þegar frúin var á sunnudagsrúntinum í Flóanum einn góðan veðurdag.


Bíllinn sem hún ekur er ekki og hefur aldrei verið í minni eigu. Mér finnst trúlegt að hún hafi fengið hann lánaðan hjá syni okkar. Ég álykta það út frá útlitinu á bílnum. emoticon

Annars er vorjafndægur í dag og sól og blíða í Flóanum. Það er óhætt að fara að hlakka til vorsins. emoticon

12.03.2014 08:12

Skólastarf.

Við Margrét sveitarstjóri fórum í heimsókn í skólana á mánudagsmorguninn. Við ræddum við skólastjórana bæði í Flóaskóla og leikskólanum Krakkaborg. Við fórum um allt skólahúsnæðið og hittum starfsfólk og nemendur á báðum skólastigum. 

Svona heimsóknir höfum við gjarnan farið í reglulega og mér finnst það alltaf jafn skemmtilegt. Það er gaman að hitta bæði nememdur, kennara og annað starfsfólk skólanna í sinni vinnu. Fyrst og fremst verður maður var við jákvæðni og vinnugleði ásamt metnaði fyrir öflugu skólastarfi.

Það er fátt mikilvægara hverju samfélagi en að hafa góðar skólastofnanir. Ég er þeirra skoðunnar að svo sé hér í sveit. Það er fyrst og fremst starfsfólk skólanna undir öflugri forustu skólastjóranna sem tryggja að svo sé. En það þarf samt fleira til. Ef við ætlum að viðhalda hér góðu og öflugu skólastarfi þarf samfélagið allt að vera vakandi yfir því.

Við erum öll ábyrg fyrir verkefninu. Það þarf að ríkja traust og virðing fyrir hlutverkum og stöðu hvers og eins, hvort sem verið er að tala um nemendur, kennara, skólastjórnendur, foreldra, sveitarstjórnarmenn, fræðslunefndarfulltrúa eða almenna íbúa sveitarfélagsins. Allir þessir aðila ( má vafalaust telja sérstaklega upp fleiri ) vilja hafa hér góðan og öflugan skóla og allir hafa ákveðnu hlutverki á að skipa svo það geti orðið.

Það þarf að ríkja skilningur á sjónarmiðum og hlutverkum hvers og eins. Þannig náum við að vinna saman sem eitt teymi og getum náð árangri. Það næst enginn árangur ef tortryggni ríkir milli aðila og ásaknir ganga vixl um að þessi eigi að gera betur og/eða þessi eða hinn sé ekki að standa sig. 

Það er farsælla að menn líti sér nær.  emoticon
  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 836
Gestir í gær: 166
Samtals flettingar: 190488
Samtals gestir: 33829
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:23:53
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar