Í Flóanum |
||
Færslur: 2014 Apríl29.04.2014 23:02Það er komið sumarÁ sumardaginn fyrsta í síðustu viku fjölmenntum við afkomemdur pabba ( Sveinn Þórarinsson f. 6. sept. 1931 d. 11. nóv 2013 (langi) () ) og okkar makar og tókum þátt í víðavangshlaupi Umf. Vöku. Þetta gerðum við til þess að heiðra minningu hans. Pabba var árleg þáttaka í þessu hlaupi hjartans mál. Hann tók fyrst þátt í því árið 1985, ef ég man rétt, og hljóp á hverju ári eftir það allt fram til 2013 en það var hans síðast hlaup. Sumardagurinn fyrsti 2013. "Langi", Hrafnkell Hilmar og Sandra í Jaðarkoti koma í mark í víðavangshlaupi Umf. Vöku. Arnór Leví hefur áður lokið hlaupi og tekur á móti þeim við endamarkið. Hans erindi var ætíð að fylgja ungum þáttakendum þessa vegalengd og fengu flest hans barnabörn og barnabarnabörn að njóta slíkra leiðsagnar í þessi tæpu 30 ár sem hann var þátttakandi Við vorum 35 sem tókum þátt í hlaupinu af hans fólki í ár. Í lok dags var komið saman hér í Kolsholti grillað í góða veðrinu. Þórarinn bróðir við grillið Hluti gestanna Það var þröngt á hlaðinu þegar allur hópurinn var kominn í Kolsholt. Gleðilegt sumar !! ![]() Skrifað af as 21.04.2014 07:58Uppskerubrestur og vöruskortur.Í búskap er það bæði gömul saga og ný að það er ekki á vísan að róa með afkomuna. Það eru ýmist góðæri eða hallæri eða eitthvað þar á milli og þannig hefur það verið allt frá örófi alda. Ég hef heyrt, að í gamalli bók hafi verið sagt frá því að einhver ráðunautur hafi ráðlagt það, að í góðæri væri hyggilegst að safna í hlöður og korngeymslur. Það myndi bara koma sér vel síðar þegar illa árar. Þeir sem tileinkuðu sér þessar leiðbeiningar, farnaðist mun betur þegar sjö hallæri komu í röð á eftir sjö ára góðæri. ![]() Hér á bæ höfum við stundað svolitla kornrækt undanfarin ár. Byggið höfum við notað til fóðurs í mjólkurkýrnar og í nautaeldi síðustu vikur fyrir slátrun. Þetta hefur gengið þokkalega flest ár, misjafnlega þó Þar sem verð fyrir umframmjólk hefur til skamms tíma ekki staðið undir miklum kostnaði höfum við í nokkur ár ekkert annað kjarnfóður keypt í kýrnar. Þær hafa eingöngu verið fóðraðar á heyi og heimaræktuðu byggi. Nú er öldin önnur. Uppskerubrestur var í korninu s.l.haust og sú uppskera sem náðist aðeins brot af uppskeru síðustu ára. (Svanasöngur..... ()) Á sama tíma gerist það að það vantar mjólk á markað (Meira smjör! ()) og fullu afurðarstöðvarverði er heitið fyrir alla mjólk sem lögð er inn, hvort sem hún er innan greiðlumarks eða umframmjólk. Þetta hefur kallað á ný vinnubrögð og framkvæmdir hér á bæ. Í vetur settum við upp fóðursíló hér við fjósvegginn og frá því á þorra höfum við verið að kaupa kjarnfóður. Þá var bygguppskera haustsins uppurin. Í framhaldi af því settum við svo upp sjálfvirka kjarnfóðurbása í fjósið og hafa þeir nú verið teknir í notkunn. Það kemur svo í ljós seinna hvenær þessar framkvæmdir og hvort þessi kjarnfóðurkaup eiga eftir að borga sig. ![]() Skrifað af as 14.04.2014 07:56HestafjörHún var stórglæsileg sýningin sem Æskulýðsnefnd Hestamannfélagsins Sleipnis var með í reiðhöllinni á Selfossi í gær. Það er til fyrirmyndar þegar hestamannfélög, sem og önnur íþróttafélög, leggja rækt við æskulýðsstarfið.
Það gefur starfsemi félaganna margfalt gildi og þeir aðilar sem standa að æskulýðsstarfi, í hvaða félagi sem er, eiga mikið hrós skiliið. Hjá Sleipni er starfandi virk æskulýðsnefnd sem heldur uppi gríðalega öflugri starfsemi.
Stór hópur barna og ungmenna hefur verið á námskeiðum hjá félaginu í vetur. Í gær var svo hestasýningin "Hestafjör 2014" þar sem sýningahópar frá félaginu sýndu ásamt ýmsum gestum.
![]() Meðal gesta var fimleikaflokkur frá Hvammstanga sem sýndi listir sínar Systkinin Kolbrún Katla og Hjalti Geir í Lyngholti voru einnig meðal þátttakenda. Hér fer Hjalti ríðandi á Undra fremstur í sínum sýningaflokki í gerfi " Zorró" Kolbrún tók þátt í fánareið við setningu sýningarinnar. Skrifað af as 04.04.2014 07:49Ársreikningur 2013Ársreikningur Flóahrepps fyrir árið 2013, ásamt endurskoðunnarskýrslu KPMG, var lagður fram til fyrri umræðu á sveitarstjórnarfundi í vikunni. Niðurstaða rekstrar var nokkuð jákvæðari en áætlun gerði ráð fyrir eða tæpar 12 millj. kr. í plús. Þar munar mestu að skatttekjur voru tæpum 40 millj. kr. meiri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þessi hækkun á skatttekjum kom aðallega í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Fjárhagsáætlun með þeim viðaukum sem gerðir voru á síðasta ári gerði ráð fyrir rúmlega 12 millj. kr. halla á rekstri sveitarfélagsins. Sem fyrr þá kom stór hluti tekna Flóahrepps í gegnum jöfnunnarsjóðinn. Þetta hlutfall hefur samt minnkað á undanförnum árum um leið og hlutur útsvars og fasteignaskatts hefur aukist í heildarekjum sveitarfélagsins. Í næstu viku, nánar tiltekið á miðv.kvöldið 9. apríl, verður íbúafundur hér í sveit. Fundurinn verður í Þingborg og hefst kl. 20:30. Þar mun ég m.a. kynna niðurstöður úr ársreikningi sveitarfélagsins. Annars er mér boðið á árshátíð í dag. 1. til 7 bekkur Flóaskóla heldur árshátíð sína í dag. Hún Aldís Tanja sonardóttir mín og nemandi í 3. bekk trúði mér fyrir því að það yrði rokkað feitt á þessari árshátíð. Ég hlakka bara til. ![]() Skrifað af as
Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 10 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190368 Samtals gestir: 33806 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:02:42 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is