Í Flóanum |
||
Færslur: 2014 Maí26.05.2014 07:59TónlistaskólinnSveitarfélögin í Árnessýslu eiga og reka saman öflugan tónlistaskóla. Þar starfar hópur hæfileikaríkra kennara sem halda uppi metnaðarfullu starfi. Þó höfuðstöðvar skólans séu á Selfossi er jafnframt kennt víða um sýsluna. Mikil og góð samvinna er á milli Tónlistaskóla Árnesinga og Flóaskóla og þar stundar fjöldi nemenda tónlistarnám. Í síðustu viku var ég við skólaslit tónlistaskólans í Flóaskóla. Haldnir voru skemmtilegir nemendatónleikar og prófskýrteini voru afhent. Hún Aldís Tanja í Jaðarkoti, sonardóttir mín, hóf nám í þverflautuleik í tónlistaskólanum í haust Við skólaslitin afhenti Róbert A. Darling skólastjóri tónlistaskólans henni sérstaka viðurkenningu fyrir framfarir og ástundun í vetur. Ekki laust við að afinn væri stoltur enda hafa afar alltaf leyfi til þess. Skrifað af as 15.05.2014 23:3215. maíFyrir 35 árum eða 15. maí 1979 túlofuðum við Kolbrún okkur. Við vorum þá bæði nýútskrifuð sem búfræðingar frá Hvanneyri og vorum full bjartsýni og tilhlökkunnar að takast á víð framtíðina. Hún átján og ég tvítugur. Það truflaði okkur ekkert að vorið var kalt og snjóalög voru enn þónokkur eftir snjóþungan vetur. Við röltum í slidduhraglanda norður fyrir bæinn og settum upp hringana. Nokkrum vikum seinna tókum við svo grunn að íbúðarhúsinu, sem við búum í í dag,( Húsabætur () og "Fyrir og eftir" myndir () ) á þessum sama stað. Það var svo þrem árum seinna eða 15. maí 1982 sem við fluttum í húsið. En það var 10 árum áður eða 15. maí 1969 sem ég flutti í Flóann með foreldrum mínum og systkinum.. Það var líka með eindæmum kalt vor og í kjölfarið fylgdi eitt versta rosasumar sem um getur. Það var nú samt alls ekki til þess að begja foreldra mína. Þau tókust einharðlega á við verkefnið að reka búskap í Flóanum og ég held að þau hafi aldrei séð eftir því. Afi minn, Þórarinn Auðunsson ( Safn heimilda um æfi og störf Þórarins Auðunssonar ), fæddist 15 maí 1892. Honum kynntist ég reyndar aldrei því hann féll frá rúmelga einu og hálfu ári áður enn ég fæddist. Pabbi ( Sveinn Þórarinsson f. 6. sept. 1931 d. 11. nóv 2013 (langi) () ), sem m.a. var umhugað um að halda minningu föður síns á lofti, hélt alltaf upp á daginn 15. maí. Hann flaggaði alltaf á þessum degi og fannst það vel við hæfi að nota þennan dag til að gera sér dagamun eða til einhverskonar tímamóta. Það var því vel viðeigandi að nú í kvöld komum við nokkur af hans nánasta fólki saman í kirkjugarðinum í Villingaholti og gengum frá duftkeri með síðustu jarðneskum leyfum hans í sérstökum duftkersreit í garðinum. Skrifað af as 10.05.2014 07:55Framboð.... (og/eða eftirspurn??)Á hádegi í dag rennur út frestur til þess að koma fram með framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara hér á landi eftir þrjár vikur.Ég vænti þess að í hverju sveitarfélagi hafi nú síðustu vikur og mánuði hópur fólks velt fyrir sér framboðsmálum. Það er mikilvægt lýðræðisins vegna að sem flestir hafi skoðanir á því hvaða málefni eigi að leggja áherslu á í hverju sveitarfélagi og ekki síður hvaða mannskap sé best treystandi til að sitja í sveitarstjórn á hverjum stað. Það er líka að mínu mati hverjum manni holt að velta þessum málum fyrir sér og leggja sitt af mörkum til síns samfélags. Ég mæli eindregið með því að fólk verji einhverjum tíma úr sinni æfi í störf fyrir sitt sveitarfélag með einum eða öðrum hætti. Ég mæli samt ekkert sérstaklega fyrir því að gera það að æfistarfi. Nú hafa tvö framboð kynnt framboðslista hér í Flóahreppi. Það er annars vegar T listinn sem bauð fram hér fyrir fjórum árum og svo nýtt framboð F listinn. Bæði þessi framboð hafa sent út kynningarbækling og einnig boðað til kynnigarfundar. Ég hvet alla kjósendur í Flóahrepp að kynna sér vel þá valkosti sem í boði verða. Ég get ímyndað mér að ekki endilega verði mikill málefna ágreiningur. E.t.v.snýst þetta frekar um fólkið og hvernig það vinnur að sínum verkefnum. Það breytir því samt ekki að ég á bara von á málefnlegri kosningabaráttu og sanngjörnum kosningaúrslitum. ![]() Skrifað af as
Flettingar í dag: 56 Gestir í dag: 10 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190368 Samtals gestir: 33806 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 07:02:42 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is