Í Flóanum |
||
Færslur: 2014 September24.09.2014 07:48JafndægurÞað var í gær, nánar tiltekið einhvern tíman á 3. tímanum í fyrri nótt, sem jafndægur að hausti var. Þá er norðurhvel og suðurhvel jarðar jafnlangt frá sólinni. Sá munur er samt á að suðurhvelið er smátt og smátt að halla sér nær sólu enda er vor þar. Norðurhvel jarðar er hinsvegar að halla sér frá sólinni og fram undan er vetur og skammdegi. Ég hef heyri að það sé hægt að láta egg standa upp á annan endan tvo daga á ári en það mun vera á jafndægri bæði vor og haust. Ég hef ekki kannað þetta enda vita tilgangslaust að láta egg standa upp á endan. Ég vona að skammdegið framundan fari vel með ykkur. Ég er þegar farinn að hlakka til vorsins. ![]() Skrifað af as 16.09.2014 07:28RéttirÞað var réttað í Reykjarréttum á Skeiðum s.l. laugardag. Þó ég eigi ekki fé í réttunum mætti ég eins og hundruð annarra manna. Fjölskyldan í Lyngholti áttu reyndar fé réttunum núna. Þau fóru með tíu kindur inn á afrétt í sumar og fullheimtu það aftur nú. Meðal fjallmanna voru þeir félagar Jón í Lyngholti og Stefán Ágúst frændi minn. Ég keyrði þá, hrossin og tíkina upp að Stöðulfelli á þriðjudaginn var. Þaðan riðu þeir svo með öðrum fjallmönnum á "Tangann" inn á afrétt. Á föstudaginn keyrðum við Kolbrún Katla í Lyngholti svo á móti vesturleitarsafninu þegar það var rekið frá Skáldbúðum niður í réttir. Við mættum þeim við Ásaskóla. Kolbrún Katla hafði með sér hnakkinn sinn og reiðhjálminn. Fékk svo einn fjallhestinn hjá pabba sínum þegar við mættum honum og reið með safninu niður í réttir. Réttarstemmingin var góð og ungir sem aldnir tóku til hendinni. Hér á myndinni sést hann Arnór Leví í Jaðarkoti og hún Kara frænka hans skima eftir marki á kindunum og einbeitingin leynir sér ekki. Hún Steinunn Lilja var að sjálfsögðu einnig mætt og fylgdist vel með af réttaveggum með mömmu sinni. Þegar búið var að draga og féð komið á kerru var nestið tekið fram og vantaði ekkert upp á lystina hjá mannskapnum. Þau fóru svo ríðandi heim Kolbrún Katla, Jón og Stefán Ágúst. Skrifað af as 09.09.2014 22:35Áfanga náðNú höfum við náð þeim áfanga í endurbótum og viðhaldi í fjósinu að taka nýja mjaltaaðstöðu í notkunn. Síðustu vikur hefur markvisst verið unnð að þessu.( Meira viðhald () og Ferðamjólkurhús () ) og hefur þessi vinna haft algeran forgang undanfarið. Það hefur verið slegið upp steypumótum.............. ..............og steypt. Og það hefur verið sagað með steinsöginni........bæði inni........... ...........og úti Og það var slípað...... ...... og málað. ...... og málað Svo var smíðað.... ....og skrúfað og tengt. Svona lítur svo mjaltagryfjan nú út og búið að prófa. Það er skemmst frá að segja að þetta virkaði allt saman bara vel. Ég hafði nú reyndar alltaf góðar vonir um að svo myndi verða. ![]() Skrifað af as 04.09.2014 07:49FerðamjólkurhúsÞað er engan vegin einfalt mál að ætla sér að taka mjaltaaðstöðu og mjólkurhús hjá sér í gegn eða uppfæra aðstöðuna hjá sér með einhverjum hætti. Þetta er aðstaða sem þarf að nota tvisvar á dag alla daga hvernig sem tautar og raular. Það getur því verið snúið að framkvæma jafn einfalda aðgerð og mála gólf eða veggi. Hvað þá ef leggja á í stærri framkvæmdir. Síðustu vikur höfum við unnið hörðum höndum að endurnýjun á allri mjaltaaðstöðu í fjósinu.(Meira viðhald (). Til þess að geta ráðist í þetta verkefni þurfti að koma upp bráðabirgða aðstöðu á meðan framkvæmdir standa yfir. Þá kom sér vel að geta fengið leigt til sín sérstakt ferðamjólkurhús. Mjólkursamsalan á þennan bíl sem útbúinn er öllu því sem þarf að vera í mjólkurhúsi svo hægt sé að leggja inn mjólk. Þetta hefur skipt sköpum fyrir okkur, ásamt því að við settum upp bráðabirgða rörmjaltakerfi við níu legubása í fjósinu. Með þessu móti getum við gert bæði meira og betur en annars hefði orðið. Það fer nú að sjá fyrir endan á þessum framkvæmdum og styttist í að við getum tekið endurbætta mjaltagryfju og mjólkurhús í gagnið. Þó þetta hafi nú allt gengið ágætlega verður kærkomið að geta aftur farið að mjólka standandi. ![]() Skrifað af as
Flettingar í dag: 176 Gestir í dag: 33 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190488 Samtals gestir: 33829 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:23:53 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is