Í Flóanum

Færslur: 2015 Júlí

30.07.2015 20:55

Skógræktin

Það mun hafa verið einhvern tímann á árunum milli 1950 til 1960 sem ábúendur hér í Kolsholti I girtu af u.þ.b. hektara svæði og hófu þar gróðursetningu á trjám. Þegar við komum hér vorið 1969 var þetta orðin myndarlegur skógarreitur með rúmlega mannhæðaháum grenitrjám og snotru birkikjarri ásamt einstaka reynihríslum og nokkrum ýmsum öðrum trjágróðri.

Foreldrar mínir sýndu þessum reit alltaf áhuga í búskapar tíð sinni og það höfum við Kolbrún einnig gert. Nokkuð hefur verið plantað þarna í viðbót í gegnum tíðina, girðingin verið stækkuð og gerð lítil grasflöt.

Þarna er í dag orðin myndarlegur skógur með margra metra háum trjám og er sannarlega sælureitur hér á jörðinni. Við höfum mjög gaman af að koma þar saman á sumrin og einnig að taka þar á móti gestum.

Nú er orðin nokkuð árvisst að leikskólinn hér í sveit kemur á hverju vori og grillar í skóginum, fer í leiki á grasflötinni og skoðar hellinn sem hér er. Þetta eru alltaf skemmtilegar heimsóknir.




Þessar myndir eru tekinn vorið 2014 þegar leikskólinn kom hér

Hér eru einnig stundum haldin hin ýmsu fjölskyldi mót.og samkomur og ef rignir eins og gerði allt síðasta sumar,þá er bara tjaldað. emoticon


Barnabörn foreldra minna og þeirra makar í útilegu í skógræktinni sumarið 2014

Hér var í sumar haldið brúðkaup. Þegar Ragnheiður og Stefán Ágúst frændi minn ákváðu stað og stund til að ganga í hjónaband datt þeim helst í hug um jónsmessu í skógræktinni í Kolsholti.  Ég get ekki verið meira sammála um að það sé varla hægt að finna meiri viðeigandi stund og stað til slíkra athafna. Mér þótti reyndar vænt um að þau völdu að vera hér en Stefán hélt einnig upp á útskrift úr Háskólanum  með miðnæturfagnaði hér um jónsmessu 2012.

 
Frá brúðkaupi 2015. Hún Kolbrún Katla í Lygnholti söng m.a. við athöfnina

Nú í góða veðrinu sem hér hefur verið í sumar förum við stundum, allt mitt fólk hér í Flóanum, á kvöldinn og grillum saman


Það var verið að grilla í gærkvöldi.



  • 1
Flettingar í dag: 189
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 215
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 127128
Samtals gestir: 22949
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 14:11:51
clockhere

Í Flóanum

Nafn:

Aðalsteinn Sveinsson

Farsími:

8607714

Heimilisfang:

Kolsholti I

Staðsetning:

Flóahreppur

Heimasími:

4863304

Tenglar