Í Flóanum |
||
Færslur: 2016 Mars23.03.2016 20:37Að þreyja Þorran og GóunaÞað hefur löngum verið talin áfangi að hafa þreyjað bæði Þorran og Góuna. Nú er Einmánuður sem er síðasti mánuður vetrar tekinn við. Það er ekki laust við að maður er farinn að hlakka til vorins. Síðustu dagarnir í Góu hafa verið hlýir og nú hefur bæði snjó og klaka sem hér hefur verið í allan vetur tekið upp. Ég sakna þess ekki að vera laus við klakann. Þegar klaka og svell gerir svona snemma vetrar eins núna er alltaf hætta á kali. Núna er að vísu jörð nánast klakalaus undir og virðinst koma nokkuð vel undan. ![]() En svellin eru líka bara hættuleg, sérstakalega gömlu og styrðu fólki eins og mér. Um áramótin síðustu var ég nokkuð bjartsýnn á að ég myndi komast nokkuð létt í gegnum þennan vetur. Mér fannst ég liprari og frískari en oft áður og var jafnvel farin að láta mér detta í hug og fara á hestbak. En á hestbak hef ég varla komið síðan ég var greindur með "Mr. Parkinson" Parkinsonveiki () En það fór nú reyndar þannig að kvöldi afmælisdagsins míns 10. jan og ég var að rölta hér á milli húsa að ég stein lá á svelli. Ég var að vísu með broddstaf og gat komið honum undir mig hægra meginn. En það var þá til þess að ég skall fastar á vinstri hliðini og rifbraut mig. Það vita þeir sem reynt hafa að rifbrot eru ekki þægileg og taka langan tíma að gróa. Mér hefur fundist þessi vetur nokkuð legni að líða. ![]() En nú í góðaveðrinu sem hér hefur verið í vikunni gleymir maður því auðvita. Það er nefnilega þannig að um leið og vorið fer að nálgast fyllist maður bjartsýni og þrótti. Helst vill maður auðvita fara að gera eitthvað og það á reyndar við um fleiri Barnabörnin mín, bæði í Lyngholti og Jaðarkoti, kunna vel að meta þetta góða veður. Um leið og klakinn var horfin og farið að þorna um, voru reiðhjólin á báðum bæjum tekin fram. Það er búið að hjóla mikið síðustu daga. Í fyrra sumar þegar Flóaskóli var í sumarfríi var hún Aldís Tanja í Jaðarkoti hér í vinnu. Sumarstörf () Ég hafði það verkefni að finna verkefni og leiðbeina henni meðan hún var að störfum í þessari sumarvinnu sinni. Við höfðum bæði gaman af. Ég gaf Arnóri Leví bróðir hennar það loforð að þegar hann væri orðinn 10 ára eins og systir sín fengi hann líka vinnu eins og hún í sumarfríinu. Arnór Yngsti bóndinn () hefur alltaf verið bæði íbyggin og áhugasamur um umhverfi sitt. Hann er nú orðinn 8 ára gamall og stundar fótbolta af ástríðu.Ég var staddur niður í fjósi um daginn og fylgdist með honum út um fjósgluggann. Hann hjólaði hvern hringinn af öðrum eftir veginum og heim að fjósi. Svo stansaði hann og virti fyrir sér niðurslitnar girðingarnar eftir snjóinn í vetur, Hann kannaði holklakann á blettinum fyrir framan fjósið og gerði tilraunir með að veita pollinum sem þar var rétt hjá niður í jörðina. Hann var búinn að taka af sér hjólahjálminn og stóð nú berhöfðaður út á túni og virtist nokkuð hugsi smá tíma. Svo leggur hann af stað heim að fjósinu og kemur inn til mín og segir: "Aaafi........ hérna þú manst vinnuna"......" sem ég ætla að koma i til þin"........ "þegar ég verð tíu ára"............"og það er ekki skóli".........." af því að það er sumar"? Já ég kannst við það "Hérna"......... heldur hann áfram............" getum við byrjað núna"? Skrifað af as
Flettingar í dag: 176 Gestir í dag: 33 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190488 Samtals gestir: 33829 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:23:53 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is