Í Flóanum |
||
Færslur: 2016 Júlí24.07.2016 11:36Ættarmót og ferðalögÍ síðasta mánuði ferðuðumst við austur á land. Við fórum 7 saman saman á tveimur bílum. Það voru ég og Kolbrún, systurnar í Lyngholti þær Kolbrún Katla og Ásta Björg, bræðurnir í Jaðarkoti þeir, Arnór Leví og Hrafnkell Hilmar og svo hún móðir mín. Hluti af ferðafélögunum: bræður frá Jaðarkoti og systur frá Lyngholti.
Að Hafursá
Það fékkst nú aldrei sannað og að endingu fannst Páli Eiríksyni sér ekki lengur vært í Öxnadalum. Hann flutti þá með sina fjölskyldu austur á Hérað þar sem hann bjó til æfiloka. Um síðustu helgi var svo aftur haldið á annað fjörugt og skemmtilegt ættarmót. En það var á svo kallað "Júllaramót" sem er ættarmót afkomenda tengdaforeldra minna.(Júlíus Sigmar Stefánsson f. 12.06.1912 - d. 7.10 1989 og Guðfinna Björg Þorsteinsdóttir f. 27.07. 1916 - d. 29. 05. 1984). Júllarar. () Þessi mót eru einnig haldin reglulega en að þessu sinni sérstaklega í ár til að minnast þess að nú í næstu vlku eru 100 ár frá fæðingu tengdamömmu. Júllaramótið nú var í Stykkishólmi. Við mættum öll, allt mitt fólk úr Flóanum. Tókum á leigu stóran bústað í Helgafellsveitinni og dvöldum þar frá föstudegi til sunnudags. Við erum alls 17 og áttum góða helgi saman og með öðru frændfólki á frábæru Júllaramóti. Öll saman komin í Helgafellssveitinni Flestir héldu svo heim á leið á sunnudag en við Kolbrún og Aldís Tanja í Jaðarkoti bættum aðeins við ferðalagið. Við keyrðum norður í Skagafjörð og tókum okkur ýmislegt fyrir hendur og skoðuðum margt. Heimsóttum m.a. og dvöldum hjá frændfólki mínu í föðurætt sem þar býr. Við skoðuðum einnig bílasafn og búmynjasafn. Við heimsóttum loðdýrabónda og fengum að sjá í minkahúsin hjá honum. Við fórum víða og sáum margt eins og tilheyrir á ferðalögum. Við Aldís Tanja á heimleið vestur á Mýrum við Akraós Ágætt var svo að koma heim aftur á miðvikudagskvöld. Skrifað af as
Flettingar í dag: 176 Gestir í dag: 33 Flettingar í gær: 836 Gestir í gær: 166 Samtals flettingar: 190488 Samtals gestir: 33829 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:23:53 |
clockhere Eldra efni
Í Flóanum Nafn: Aðalsteinn SveinssonFarsími: 8607714Tölvupóstfang: kolsholt@islandia.isHeimilisfang: Kolsholti IStaðsetning: FlóahreppurHeimasími: 4863304Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is